Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.2016, Page 20

Bjarmi - 01.12.2016, Page 20
Krnstíleg vakjiing meðal lloinahVillvs VIGFÚS INGVAR INGVARSSON Á miðöldum barst sérstök þjóð til Evrópu, alla leið frá Indlandi, oft kölluð sígaunar eða á ensku Gypsies en það heiti mun dregið af þeirri skröksögu að fólkið væri frá Egyptalandi. Sjálf kalla þau sig Róma sem þýðir manneskja. Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur fjallar um Rómafólkið í nýrri bók sinni: Hulduþjóðir Evrópu - Ferð um framandi samfélög.' Þetta fólk hefur víða verið ofsótt öldum saman og hlaut sína helför undir veldi nasista á líkan hátt og Gyðingar. Flökkueðli virðist Rómafólki í blóð borið og samkvæmt hefðinni ferðast það um á stórum hestvögnum sem tjaldað er yfir. Það sætir enn oft illu umtali, svo sem víða í Suðaustur-Evrópu. Sagt vera þjófótt, latt og lygið. Satt virðist það vera, að ekki er fátítt að þetta fólk afli sér tekna með mjög vafasömum hætti jafnvel hnupli. Hefðbundið mun að Rómafólk tilheyri almennt kaþólsku kirkjunni en hugmyndir og siðferði þess þó ekki endilega í samræmi við almennar kenningar rómversk-kaþólsku kirkjunnar eða annarra kirkjudeilda. Nú heyrist af markvissri trúarvakningu á meðal þessa fólks í Englandi og áhrifin ná væntanlega víðar hjá þessu hreyfanlega fólki. Á fréttavef Breska ríkisútvarpsins var grein um þessa vakningu.2 Mikill fjöldi Rómafólks í Englandi hefur gengið til liðs við hreyfinguna Ljós og líf (Light and Life). Þetta fólk hefur snúið baki við áfengisdrykkju og því að spá fyrir fólki. Margt af þessu fólki hefur einnig sagt sig frá aðild að kaþólsku kirkjunni. Allt á að verða nýtt. Þessi hreyfing lýtur forystu fólks úr eigin röðum og fullyrðir að á u.þ.b. 30 árum hafi um 40 af hundraði Rómafólks í Bretlandi gengið í hana. Boðun og þjónusta innan þessarar hreyfingar leggur áherslu á náðargjafir, tungutal og trúarlegar lækningar. Rredik- unin er einföld og skýr. Sagt er að upp úr 1980 hafi komið boðunarhópur Rómafólks frá Frakklandi og ferðast um Norðaustur-England. Hann tilheyrði samsvarandi hreyfingu á meginlandinu (Vie et Lumiére) sem mun hafa orðið til meðal eftirlifenda helfararinnar í síðari heimstyrjöldinni. Frá Wales berast fréttir af kristilegu móti Rómafólks þar sem sjö hundruð vögnum var raðað í kringum risastórt samkomutjald og 6.000 af Rómfólki hlýddu á predikanir og báðust fyrir. Diane Stephenson, sem eftir 10 ára hik gekk til liðs við hreyfinguna, segir: „Móðir mín var vön að spá fyrir fólki og selja verndargripi... mér fannst ekkert rangt við það ... en í Biblíunni segirað við eigum ekki að fást við galdur eða spásagnir." Ýmsir vitna um nýjan kraft til að takast á við freistingar lífsins og nýja möguleika til heiðarlegra og sannara lífs. 1Sjá viðtal í Fréttatímanum 18/11 2016, bls. 20. 2„How Gypsies have moved from fortune-telling to fervent Christianity“, e. Alex Strangwayes-Booth. http://www.bbc.com/news/uk-england-38016090 (sótt 20/11 '16). 20 | bjarmi | desember2oi6

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.