Bjarmi - 01.12.2016, Page 26
B
ma
I UMSJA MAGNUSAR
VIÐARS SKÚLASONAR
DRAMATÍSKUR TÖLVUPÓSTUR
Eldri hjón úr Hafnarfirðinum höfðu ákveðið
að núna um jólin myndu þau endurtaka
20 ára gamla jólaferð sem þau fóru til
Kanarí á sínum tíma. Hugmyndin var að
endurgera ferðina sem mest eins og ferðin
hafði verið 20 árum fyrr enda hafði hún
tekist með eindæmum vel og er enn talað
um að þetta hafi verið besta jólaferð sem
þau hafa nokkurn tímann farið í. Hjónin
voru mjög upptekin í sínum störfum og
voru bæði mikið á faraldsfæti sökum
þess. Það reyndist því þrautinni þyngra að
samhæfa ferðaáætlanir þeirra í desember.
Niðurstaðan varð sú að þar sem maðurinn
var að koma til baka frá Asíu, þá myndi
hann taka skiptiflug í gegnum London
og fljúga þaðan beint til Kanarí. Konan
hans myndi síðan koma daginn eftir frá
Bandaríkjunum, taka sams konar flug í
gegnum London til Kanarí.
Þegar maðurinn var kominn á staðinn,
þá skráði hann sig inn á sama hótel og
þau höfðu verið á fyrir 20 árum. Það gekk
síðan eftir að hann fékk sama herbergið og
þau voru í á sínum tíma. í gleði sinni þá
ákvað maðurinn að senda konunni sinni
tölvupóst og láta hana vita af því hvernig
hefði gengið og hvernig staðan væri. Hins
vegar gerði maðurinn dálítil mistök þegar
hann sló inn tölvupóstfangið og áttaði
sig ekki á mistökunum þegar hann sendi
tölvupóstinn.
Á meðan allur þessi hamagangur átti
sér stað þá var ekkja nokkur að koma
heim til sín eftir jarðarför eiginmanns síns.
Maðurinn hafði verið prestur til margra
ára norður í landi og bar andlátið brátt
að þar sem hann hafði fengið hjartaáfall.
Ekkjan settist niður fyrir framan tölvuna
sína og ákvað að lesa þau skilaboð sem
hún taldi sig hafa verið að fá frá vinum og
vandamönnum vegna þessa atburðar. Eftir
að hún las fyrsta tölvupóstinn þá leið yfir
hana. Sonur hennar kom þá inn í herbergið
til að sinna móður sinni en leit síðan á
tölvuskjáinn og sá þessi skilaboð:
77/: Mín elskulega eiginkona
Efni: Ég er kominn!
Dags: 15. desember 2016
Ég veit að það kemur þér á óvart að
heyra frá mér. Þeir eru með tölvur hérna
núna og það er í lagi að senda tölvupóst til
ástvina hérna. Ég er nýkominn og búinn að
skrá mig inn. Ég sé að allt er til reiðu fyrir
komu þína hingað á morgun. Hlakka mikið
til að sjá þig. Vona að ferðin þín verði ekki
eins leiðinleg og mín.
E.S. Það er svakalega heitt hérna niðri!
KRÖFUHARÐI JÓLASVEINNINN
Atli litli fór með pabba sínum í IKEA til að
hitta jólasveininn. Búið var að auglýsa
með góðum fyrirvara að jólasveinninn
yrði á svæðinu og hægt væri að setjast í
fangið á honum og jafnvel að fá Ijósmynd
af sér með sveinka. Feðgarnir stóðu í röð
í dágóða stund þar til röðin kom að Atla
litla. Jólasveinninn spurði Atla hvað hann
langaði í í jólagjöf. Atli svaraði: „Playmo-
slökkvistöð og Star Wars-geimskip.“
Sveinki sagði þá og brosti breitt: „Það er
nú aldeilis, við skulum sjá hvað er hægt að
gera í því.“
Seinna um daginn voru þeir feðgar á
röltinu í Kringiunni og sáu að þar var líka
jólasveinninn að bjóða þeim sem vildu
að setjast í fangið á sér og ræða aðeins
málin. Atli litli lét ekki bjóða sér það tvisvar
heldur brunaði í átt að sveinka og hoppaði
í kjöltuna hjá honum. Jólasveinninn spurði
Atla litla hvað hann langaði í jólagjöf. Atli
fór með sömu rulluna og áður: „Playmo-
slökkvistöð og Star Wars-geimskip.“
Jólasveinninn hló og spurði Atla þá móti:
„Ætlar þú þá að vera góður strákur og
hlýða því sem pabbi þinn segir?“
26 | bjaraii | september 2016