Bjarmi - 01.12.2016, Blaðsíða 28
Eitthvað
uppbyggilegt að
horfa á 11111 jólin
RAGNAR GUNNARSSON
Nóg er af sjónvarpsefni um víðan völl. Gæði
og innihald geta þó verið mjög misjöfn.
Þess vegna er ekki úr vegi að benda á
gott og uppbyggilegt efni sem tiltölulega
auðvelt er að nálgast með löglegum hætti.
Kvikmyndin The Nativity story (Jóla-
frásagan) var gerð fyrir 10 árum og gekk
þá í kvikmyndahúsum borgarinnar. Þessi
mynd er víða til á DVD heima hjá fólki og
gæti leynst víðar. Myndin er sagan af Maríu
og Jósef og spennunni þegar uppgötvast
að María er ólétt. Fylgst er með ferðinni
til Betlehem, vitringunum og hermönnum
Heródesar, leitinni að gististað og fæðingu
frelsarans. Þessi kvikmynd er klassísk og
vel þess virði á aðventu eða jólum að verja
tíma í að fara gegnum frásögu jólanna með
þessum hætti. Myndin fær einkunnina 6,8
álMDB.
Kvikmyndin Miracles from Heaven
(Kraftaverk frá himnum) kom út fyrr á þessu
ári og er aðgengileg á kvikmyndaleigum
símafyrirtækjanna með íslenskum texta.
Kvikmyndin byggir á sönnum atburðum
sem áttu sér stað í Beam-fjölskyldunni.
Móðirin Christy uppgötvaði að tíu ára
gömul dóttir hennar, Anna, væri með mjög
sjaldgæfan, ólæknandi sjúkdóm og fer
upp frá því að leita lausnar og lækningar
fyrir dóttur sína.
Eftir alvarlegt slys sem Anna hafði
lent í kom í Ijós að óvenjulegt kraftaverk
átti sér stað í kjölfar björgunaraðgerða en
sérfræðingum í læknastétt fannst þetta
undarlegt. Ávöxturinn var ómæld blessun
tyrir fjölskylduna og samfélaginu sem þau
bjuggu í til hvatningar. Tengslin við kirkjuna
og trúarganga fjölskyldunnar skipti einnig
miklu máli. Myndin fær einkunnina 6,9 á
IMDB.
Kvikmyndin Risen (Upprisinn) kom
út í aðdraganda páska og var sýnd víða
í kvikmyndahúsum þó svo hún rataði ekki
þangað hér á landi. En hún er aðgengileg
með íslenskum texta á kvikmyndaleigum
símafyrirtækjanna. Kvikmyndin fylgir
frásögu Biblíunnar um krossfestingu og
upprisu Jesú. Sagan er að miklu leyti
sögð frá sjónarhorni Klavíusar, valdamikils
rómversks herforingja sem þarf, ásamt
öðrum, að tryggja að gröfin sé vöktuð
og síðan að glíma við leyndardóminn,
hvað varð um líkama Jesú eftir dauða
hans. Við fylgjum Jesú þegar hann birtist
lærisveinunum í Jerúsalem og eins för eða
flótta þeirra norður eftir til Galíleu, þar sem
Jesús birtist þeim aftur og að lokum, fyrir
uppstigningu sína.
Kvikmyndin fær einkunnina 6,3 á
kvikmyndavefnum IMDB.
Kvikmyndin Ben Húr var frumsýnd
hér á landi og víða um heim fyrr á árinu.
Myndin segir fræga sögu tveggja vina
sem alast upp saman og svo skilja leiðir.
Sagan gerist á tímum Jesú og hefur áður
verið kvikmynduð, á undan þessari var
stórmyndin Ben Húr sem gerð var 1959,
hlaut verðlaun og gerði garðinn frægan.
Myndin frá 1959 fær einkunnina 8,1 á
IMBD en sú nýja 5,9. í báðum tilvikum er
það sama sagan með sterkum boðskap
eins og skáldsagan sjálf.
28 | bjarmi | desember20ió