Bjarmi - 01.12.2016, Page 32
Látill Heímixr
ÞÓ MARGT SÉ ÓLÍKT EIGUM VIÐ MARGT SAMEIGINLEGT
KARÍTAS HRUNDAR PÁLSDÓTTIR
Karítas Hrundar Pálsdóttir stundaöi nám
í japönsku við Waseda háskóla í Tókýó
síðastliðið skólaár. f síðasta tölublaði
sagði hún frá upplifun sinni og þátttöku
í safnaðarstarfi í lchigaya kirkju, sem er
lútersk kirkja í Tókýó. Þá lýsti hún messu
í lchigaya kirkju og bar hana saman
við það messuform sem hún er von úr
þjóðkirkjunni á íslandi. Hér segir Karítas
nánar frá safnaðarstarfinu og kynnum
sínum af fólkinu í söfnuðinum.
Síðastliðið haust ferðaðist ég yfir hálfan
hnöttinn til að stunda nám í japönsku við
Waseda háskóla í Tókýó. Þegar ég kom
fyrst til Japan var margt sem kom mér
„spánskt" fyrir sjónir. Að mæta í kirkju í
Japan var engin undantekning. En þrátt
fyrir að margt í lchigaya kirkju væri ólíkt því
sem ég var vön heima á íslandi upplifði ég
mig strax heima. Ástæðuna tel ég vera hve
vel söfnuðurinn tók á móti mér.
Fyrst þegar ég kynnti mig fyrir fólki í
kirkjunni voru viðþrögðin eins og ég hafði
oft upplifað áður í Japan. Viðmælandinn
endurtók nafnið mitt: „Karítas. h 'J ?
X. Ka-ri-ta-su“. Síðan bætti hann við
afsakandi: „Ég er hræddur um að það
eigi eftir að taka mig langan tíma að læra
nafnið þitt.“ Ég brosti bara og skyldi það
mæta vel. Ég átti sjálf erfitt með að muna
öll japönsku nöfnin. Ég gat ekki nýtt sömu
minnistækni og á íslandi. Þarna var engin
Guðrún eins og frænka mín eða Snorri
eins og Snorri Sturluson, heldur nöfn á við
Yuri, Yoko, Masato, Kentaro og Kazuki.
En svo var það einu sinni sem einhver
sagði: „Ah! Karitas eins og háskólinn". Ég
skildi ekki við hvað var átt. Síðan þá kom
það nokkrum sinnum fyrir að fólk tengdi
nafn mitt við þennan háskóla. ii ) 9 X/
Karitasar háskóli er kaþólskur kvennaskóli
í Tókýó. Mér finnst skemmtilegt að nafnið
mitt, sem kemur úr latínu, þekkist ekki
einungis í Evrópu heldureinnig ÍJapan. Það
32 | bjarmi | desember20ió