Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2016, Blaðsíða 34

Bjarmi - 01.12.2016, Blaðsíða 34
AUGU FÉLAGA MINNA HVÍLDU ÖLL Á MÉR. PRESTURINN STÓÐ YFIR MÉR OG FYLGDIST EINNIG ÁHUGA- SAMUR MEÐ stafrófinu voru handskrifaðir og það vafðist fyrir mér að lesa rithöndina. Það varð til þess að ég þurftí oft að giska á hvaða stafur stæði á blaðinu. Enn þá erfiðara fannst mér þó að syngja þegar textarnir voru skrifaðir með kanji (kínverskum táknum) í þland við hiragana. Þar sem ég var ekki viss hvernig átti að lesa allt kanji-ið þurfi ég að sleppa sumum orðum og taka um leið passlega langt hlé áður en ég söng það næsta. Þá leið mér eins og þegar ég syng „Djúp og breið" í sunnudagaskólanum á íslandi og á að sleppa „djúp“ eða „og“. Svo var það eitt sinn sem sr. Asano, presturinn í lchigaya kirkju, kom til mín og sagði að hann þyrfti að tala við mig áður en ég færi heim. Ég hugsaði ekki meira um það og gleymdi mér eftir messuna við að skreytta jólatréð í kirkjunni. Stemmingin var notaleg og eftirvænting jólanna lá í loftinu. Við skreyttum tréð með slaufum og máluðum könglum sem kona úr söfnuðinum hafði útbúið. Eftir það fórum við upp í safnaðarheimilið og borðuðum hádegismat saman eins og venjulega. Við unga fólkið sátum saman og spjölluðum eftir matinn eins og við gerðum svo oft. Mér hálf brá þegar sr. Asano kom til mín aftur því ég var búin að gleyma því að hann ætlaði að tala við mig. f þetta skiptið rétti hann mér hvítt umslag og sagði: „Þetta er til þín.“ „Hvað er þetta?“, spurði ég hissa. Hann sagði að það væri mitt að kömast að því. Augu félaga minna hvíldu öll á mér. Þresturinn stóð yfir mér og fylgdist einnig áhugasamur með. Upp úr umslaginu tók ég hvítt A4 blað sem hafði verið brotið í þrennt. Á blaðið var skrifuð kveðja. Hún var á íslensku. Ég var hissa. Hvernig stóð á þessu? Hvaðan kom eiginlega þetta bréf? Ég leit upp og reyndi að lesa eitthvað úr svipbrigðum sr. Asano en hann bara brosti. f bréfinu stóð: „Elsku Karítas. Heimurinn er svo sannarlega lítill. Dásamlegt að fá tækifæri til þess að senda þér kveðju. Gangi þér sem allra best í öllu því sem þú ert að fást við þarna í langtíburtistan. Guð geymi þig elsku Karítas. Þín Magga Sv.“ Til 34 | bjarmi | desember20i6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.