Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2016, Blaðsíða 38

Bjarmi - 01.12.2016, Blaðsíða 38
Ti*íi og (ónlist SIGURJÓN ÁRNI EYJÓLFSSON 1. INNGANGUR Af öllum listgreinunum er tónlistin óhlut- bundnasta og fjölbreyttasta listformið.1 Það kemur vel fram ef við hugum bara að helstu gerðum tónlistar eins og kammertónlist, óperum, mörsum, dægurlagatónlist, jassi, poppi, klassík, rokki, blús, kirkjutónlist o.s.frv. Og við bætast svo ótal stefnur og straumar innan hvers flokks. Við verðum líka vör við að hvert tónlistarform þarfnast síns staðar og sinnar stundar. Tónlist sem leikin er í kvikmyndahúsum er annars eðlis en sú sem flutt er í tónleikasölum. Þessu veldur að tónlist mótast af því rými sem hún erflutt í. Þannig getur dægurlag sem venjulega er flutt á öldurhúsi orðið að játningu og lofgjörð fyrir það eitt að vera flutt í kirkju.2 Þessu veldur eðli tónlistarinnar, það er að hún að tjáir einhverjum eitthvað eins og gleði, sorg, reiði, ánægju eða lýsir einhverju eins og landslagi, atburðum, ferðalagi o.s.frv. Það er eins og tónlistin Ijúki upp nýrri vídd eða sé vídd sem spannar allt sem við þekkjum og setji í nýtt samhengi, enda er hún samofin öllu sem er. Þegar í fornöld greindu menn þetta. Þannig uppgötvuðu fræðimenn í Babýlon og Grikklandi að þau lögmál sem gangur himintunglanna laut væru þau sömu og lágu tónlistinni til grundvallar.3 Það kemur því lítt á óvart að tónarnir, sem allir tónstigar byggja á, stjörnumerkin og mánuðir ársins séu tólf. í samhengi þessa greíndu menn á milli þess sem kallað var (I.) musica humana eða tónlist manna og (I.) musica mundana, tónlist alheimsins. Allt í veruleikanum á hér sinn tón og tölu.4 í Ritningunni er vísað til þessa á einum stað: „En þú [Guðj hefur skipað öllu eftir mæli, tölu og vog“ (Speki Salómons 11.20).® Vísindamenn til forna tengdu þannig tónlistina beint við sköpun Guðs og það hafa þeir gert allar götur síðan.6 Þessu veldur líka að það er eins og rýmið öðlist vídd sína í takti tónlistarinnar og þar sameinist flæði tímans í líðandi stund. 2. GILDISMAT OG TÓNLIST Það kemur því lítt á óvart að tónlistinni hafi verið skeytt við aðra þætti. Menn álitu snemma að bein tengsl væru á milli hennar og siðferðis. Þannig greinir heimspekingurinn Plato (422-347 f.Kr.) á milli góðrar tónlistar sem þjónar velferð ríkisins og slæmrar tónlistar sem ekki gerir það. Plato talar meira segja um hvaða takt- og tóntegundir séu hér hentugar og hverjar ekki. Að mati hans á því ríkisvaldið að tryggja rétt tónlistarlegt uppeldi og koma í veg fyrir að óæskileg tónlist sé flutt. Átökin um hvað teljist góð og hvað sé vond tónlist hafa sem sé staðið lengi. Merkilegt er að til að útiloka nýjungar í tónlist er oft gripið til þess háttar mælikvarða. Vissulega geta slíkar ákvarðanir verið skiljanlegar ef við hugum hér t.d. að austurkirkjunni eða grísk-orþódoxu kirkjunni. Ef við skoðum helgihaldið hjá þeim verðum við vör við að þar er yfirleitt ekki stuðst við orgel eða önnur hljóðfæri við guðsþjónustur. Þetta kemur okkur spánskt 38 | bjarmi | desember2oió
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.