Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.12.2016, Qupperneq 40

Bjarmi - 01.12.2016, Qupperneq 40
40 | bjarmi | desembei 20i6 aðstæðum hennar. Þar átti hver fullvaxinn karlmaður að vera fær um að lesa úr Rítningunni og tóna texta hennar. Þar voru líka bænir og sálmar sungin. í heimildum er ekki talað um hljóðfæraleik, en þær eru af skornum skammti. Fyrsta heimildin um guðsþjónustu synagógunnar er frá fjórðu öld e.Kr. en þar er að finna frásagnir um sálmasöng.12 í ritum Nýjatestamentisins er þónokkuð fjallað um tónlist og vægi hennar. Eins og þekkt er, safnaðist frumsöfnuðurinn saman í heimahúsum þar sem fagnaðarerindið um Krist var flutt og sálmar sungnir.13 Sálmar frumsafnaðarins eru margir hverjir meistaralega ortir, um það vitna t.d. sálmurinn í Filíppíbréfi (Fil 2.6-11) eða Kærleiksóðurinn í Fyrra Korintubréfi (1Kor 13). I Opinberun Jóhannesar lýsir sjáandinn, Jóhannes, í mörgum sýnum, dýrð og lofsöngvum guðsþjónustunnar á himnum. í sýnunum koma fram kórar af englum og öðrum himneskum verum sem flytja lofsöngva frammi fyrir Guðí (Op 4.11). í sýnunum er gerð grein fyrir heilu atriðunum úr guðsþjónustunni á himnum (Op 5.9-14; 7.9-12: 8.2; 14.2-3; 15. 2-4). Og allir taka þátt í henni, menn af öllum kynþáttum og alls staðar að af jörðinni. Píslarvottar mynda kóra og leikið er undir á ýmis hljóðfæri. Staðreynd er að þessar lýsingar Opinberunarbókarinnar hafa mótað bæði guðsþjónustur sem og kirkjubyggingar kristninnar.14 Að lokum: Páll postuli segir á einum stað: „...og ávarpið hvert annað með söngvum, lofsöngvum og andlegum Ijóðum. Syngið og leikið fyrir Drottin í hjörtum yðar.“ (Ef 5.19). Af þessum orðum er Ijóst að tónlistin er ekki bundin við guðsþjónustuna eina, heldur býr hún í hjörtum fólks. Af ofangreindu er Ijóst að í Ritningunni er fólk hvatt til þess að iðka tónlist, bæði í lífi og leik. Hún setur ekki fram reglur um hana eða hvers konar tónlist eigi við í helgihaldi. En menn geta hér vel tekið mið af orðum Páls:..allt er ykkar. En þið eruð Krists [...] Allt er mér leyfilegt, en ekki er allt gagnlegt" (1Kor 3.22-23; 6.12). Við getum þannig nýtt það sem við viljum fyrir guðsþjónstuna - við svo að segja skírum það og bjóðum velkomið. í lokin - svo við komum aftur að orgelinu sem sumir kalla drottningu hijóðfæranna: Það komst eftir nokkrum krókaleiðum inn í guðsþjónustuna og var þar þróað áfram svo óhætt er að segja að það sé orðið að meginhljóðfæri þar í lofsöngvum og huggun. Er það ekki enn eitt dæmið um náð Guðs, Guðs sem tekur allt og alla að sér og leíðir til góðs? 'Christoph Albreoht, „Die gottesdienstliche Musik", Handbuch derLiturgik, útgf. Hans-Christoph Schmidt- Lauber, Michael Meyer-Blank og Karl-Heinrich Bieritz, 3. útgáfa, Vandenhoek & Ruprecht, Göttingen 2003, 413-435. Johann Hinrich Claussen, Gottesklánge - Eine Geschichte der Kirchenmusik, C. H. Beck, Munchen, 2014. 2Þannig eru tilraunir manna til að skilgreina tónlistina út frá sjálfri sér og þá án þess að tillit sé tekið til tíma, staðar og áheyranda, lítið annað gagnslítil heilabrot. Það henti m.a. Igor Strawinsky 1882-1971, Christoph Albrecht, „Die gottesdiensliche Musik", 414. 3Hans Schavernoch, Die Harmonie der Spháren - Deí Geschichte der Idee des Weiteinkiangs und der Seeieneinstimmung, Verlag Karl Alber Freiburg/Munchen 1981. “Grísku heimspekingarnir veltu þessu mikið fyrir sér þ.á. m. Pýþagóras (570-51 f. Kr.). 5Taka hér inn um tónlistina hjá Þlato úr Poletia og Nomoí-Ríkið og Um iögin. 6Um þetta er m.a. fjallað í ritverki Thomas Mann, Doktor Fástus, Fjölvaútgáfan, 2000, þýð. Þorsteinn Thorarensen. 7Fyrsta orgelið (orgel gr. öpyavov órganon „verkfæri", „tæki", „Organ") var búið til af verkfræðingnum Ktesbios árið 246 f.Kr. í Alexandríu. Nafnið sem það fékk fyrst var „hydraulis" (gr. ööwp (hydor) „vatn“ og (aulos) ,,rör“), en með hjálp vatns var hægt að knýja vindbelgi sem blésu f bronsrör er gáfu frá sér tón. Rómverjar yfirtóku orgelið af Grikkjum og notuðu til að leika á við skemmtanir m.a. í hringleikahúsum sínum, bæði þegar skylmingarþrælar voru látnir takast á eða þegar kristnir píslarvottar voru drepnir. Síðar fékk það sinn stað við keisarahirðina og var leikið á það við hátíðleg tækifæri. Það nær fyrst útbreiðslu á 8.-9. öld (vestur-rómverska-rfkinu og á miðöldum í Evrópu eða á 10. og 11. öld en þá er farið að nota það við guðsþjónustur í stærri kirkjum. Johann Hinrich Claussen, Gottesklánge, 143-156. eJohann Hinrich Claussen, Gottesklánge, 17-30. 9Johann Hinrich Claussen, Gotteskiánge, 33-34. “Christoph Albrecht, „Die gottesdienstliche Musik", 415. Johann Hinrich Claussen, Gottesklánge, 22. "Safnaðarhús gyðingdómsins á öldunum fyrir og eftir Krists burð. 12Christoph Albrecht, „Die gottesdienstliche Musik", 415. Johann Hinrich Claussen, Gotteskiánge, 33- 13Um er að ræða eitthvað í líkingu við það sem Þjóðverjar kalla „Hausmusik". Johann Hinrich Claussen, Gottesklánge, 35. 14Otto Böcher, Johannes Offenbarung und Kirchenbau - Das Gotteshaus als Himmelsstadt, Þathos, Neukirchen- Vlyun, 2010.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.