Bjarmi - 01.12.2016, Side 42
SAMHENGI AFBROTA OG SKAMMAR
Athyglisvert er hve lítið samhengi er oft á
milli brota eða vanrækslu annars vegar og
hins vegar sektarkenndar og upplifunar á
skömm.
Fólk sem ekki má vamm sitt vita getur
verið heltekið af skömm en harðsvíruðustu
afbrotamenn að mestu lausir við hana.
Sektarkennd má í grófum dráttum
skipta í tvo flokka:1
a) Viðeigandi og rökrétt sektar-
kennd, þ.e. vegna einhvers sem
hefur verið sagt eða gert sem hefur
skaðað einhvern.
b) Hugsýkisektarkennd (nevrótísk).
Slík sektarkennd er lítið háð þeim
skaða sem valdið hefur verið heldur
stjórnast af þeim innri sársauka
sem orð, gerðir eða hugsun veldur.
Mjög sterk, inngróin vitund um að
vera sek.
Þess má geta, að við lifum á tímum
upplausnar margra gilda og mismunandi
hugmyndir um hvað teljist rétt eða rangt,
dynja á okkur úr ýmsum áttum. Það kann
því að vera erfitt að hafa góða samvisku og
skýra vitund um að fylgja því rétta. Þetta
veldur vanda sem getur ratað inn á borð
þeirra sem fást við sálgæslu eða geðræn
vandamál.
Um orsakir réttmætrar, hlutlægrar sekt-
arkenndar og þá oft meðfylgjandi skamm-
ar þarf vart að fjölyrða.
TILURÐ ÓRÉTTMÆTRAR SKAMMAR
Hugsýkisektarkennd getur mótast í upp-
eldi og eða vegna ýmissa áfalla sem fólk
verður fyrir. Hún getur jafnvel erfst að
einhverju leyti,2 þ.e. fólk getur tekið inn á
sig skammartilfinningu úr fjölskyldunni án
þess jafnvel að þekkja orsakir þess að fólk
skammaðist sín.
Afbrot valda ekki alltaf mikilli sekt-
arkennd og skömm en skömm þróast oft
vegna einhvers sem fólk hefur orðið fyrir
og ber engan veginn ábyrgð á. Þetta er
t.d. þekkt hjá fólki sem hefur orðið fyrir
einhvers konar misnotkun sbr. slagorðið
um að „skila skömminni þangað sem hún
á heima." Þarna er um að ræða skýr dæmi
um mun skammar og sektar.
Hjá fólki og þá sérstaklega börnum
er tilhneiging til að reyna að setja hlutina
í rökrétt, sanngjarnt samhengi. Barn sem
verður fyrir miklu ofbeldi, vanvirðingu,
vanrækslu eðamisnotkun hefur tilhneigingu
til að kenna sér um. Hafa ber í huga hve
ung börn eru háð þeim sem annast um
þau og að þetta fólk er nánast fullkomið
I augum barnsins. Það getur ekki áttað
sig á breyskleika foreldris en tekur fremur
á sig ábyrgð á því sem illa fer. Því finnst
að það hljóti á einhvern hátt að hafa unnið
til þessarar meðferðar. Þetta er fyrir barni
rökrétt orsakasamhengi sem vissulega
getur framkallað skömm.
Að sjálfsögðu getur hlutlæg og huglæg
sektarkennd blandast saman I ýmsum
hlutföllum.
Skömm er stundum beitt sem stjórn-
tæki (fjölskylda, vinnustaður, söfnuður
o.s.frv.) þ.e. að fólk er niðurlægt með
ýmsum hætti til að halda því auðsveipu
undir valdi. í trúarlegu samhengi er þetta
skelfileg misnotkun sem brýtur fólk mjög
illa niður og getur skaðað mynd þess af
Guði alvarlega.3
EINKENNI
HUGSÝKISEKTARKENNDAR
Það einkennir hugsýkisektarkennd að
hún: a) Læknast ekki við einhvers konar
játningar-(aflausnar)ferli, b) beinist að
fremur léttvægum atriðum eða ímyndum
(hugsunum) og tilfinningum, c) dugar
sjaldnast til að bæta úr einhverju eða skapa
varanlegar breytingar á hegðun, d) kann að
skapa einhvers konar sjálfsrefsingarhvöt.4
Fólki með hugsýkisektarkennd getur
létt við að „vera barið niður" t.d. af harðri
predikun (léttir að vanlíðan).
Hugsýkisektarkennd tengist einhvers
konar sálarlegum vanþroska, ótta við
refsingu eða höfnun. Slík sektarkennd er
oft sprottin af því að finna sig brjóta gegn
einhverju banni foreldra sem orðið hefur
inngróið hjá viðkomandi.5 Þarna er um
vissa þráhyggju að ræða fremur en frjálsa,
rökræna siðferðilega dóma. Skömmin er
þá oft undirliggjandi ótti við að nást, vera
afhjúpuð og hljóta refsingu.6
Óeðlileg eða illviðráðanleg sektarkennd
tengist gjarnan of ströngu gildakerfi. Náðin
kemst ekki að og þörf er fyrir heilbrigða,
kristilegra samvisku þar sem kærleikur
Guðs knýr áfram fremur en ótti. Sjúklegri
sektarkennd verður varla af komið í
skyndingu - sjálfsfyrirgefning er m.a. nauð-
synleg. Hugsýkissektarkennd sem tengist
léttvægum atriðum kann einnig að vera
hula yfir eitthvað dýpra undirliggjandi.
Þrálátri, hamlandi sektarkennd fylgir oft
einhvers konar lögmálshyggja (hvort sem
hún telst orsök eða afleiðing) - tilhneiging
til að hafa reglur að viðmiði í líf sínu fremur
en grundvallarsjónarmið. Þessu fylgir
gjarnan fullkomnunarárátta.
NEIKVÆÐAR AFLEIÐINGAR
SKAMMAR
Skömm fylgir skert sjálfsvirðing, skert
félagsgeta og einmanaleiki - neikvæð til-
finning fyrir því að vera öðruvísi - ekki
fyllilega gjaldgeng. Úthverft fólk á reyndar
til að auglýsa skömm/sérleika sinn með
ýkjukenndum hætti - hneykslanlegum
trúðslátum, líkum þeim sem við sjáum í
dönsku gamanþáttunum Klovn þar sem
gert er út á að fara út fyrir velsæmismörk.
Skömm skerðir frelsi og að einhverju
leyti persónuþroska og virkar sem viss
stýring (stjórnin tekin af fólki í einhverju
samhengi).
Skömm fylgir tilhneiging til að draga
sig í hlé, fara í felur, og minnimáttarkennd,
stundum tengd því að tilheyra hópi sem
litið er niður á. Skömm hefur að gera með
tengsl eða afstöðu gagnvart sjálfum sér,
Guði og öðru fólki.7 Skömm getur gengið
svo nærri fólki að það svipti sig lífi.
SKÖMM OG FÍKN
Rannsóknir benda til að skömm, jafn-
vel þó að tilefnið sé óljóst, sé oft undirrót
áráttuhegðunar eða fíknar. Mikilvægter, eins
og áður segir, að greina á milli raunverulegrar
sektar og skammartilfinningar svo sem hjá
þolendum misnotkunar.
42 | bjarmi | desember20ió