Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2016, Síða 43

Bjarmi - 01.12.2016, Síða 43
bjarmi desember 2016 43 S k ö m m getur verið eins og eldsneyti fíknar. Innri ófullnægja og vanlíðun kallar á einhverja deyfingu. Mikilvægt er að átta sig á þeim misskilningi að fíklar kunni ekki að skammast sín - það er frekar að þeir skammist sín svo mikið að þeir geti hvorki horfst í augu við sig sjálfa eða aðra án þess að vera undir deyfandi áhrifum. Skömmin hamlar þá að viðkomandi geti breytt um stefnu, horfst í augu við stöðu sína og unnið úr málum. Margir hafa heyrt um mann sem gengið hefur undir nafninu Lalli Johns. Hann var þekktur að því að fara inn og út úr fangelsi áratugum saman. Svo gerðist það að sjónvarpið tók viðtal við hann á Litla-Hrauni. Hann var allt í einu spurður álits, virtur sem viðmælandi í Kastljósi. Hann fékk jafnframt að opna á og orða sársauka vegna óréttlætis sem hann hafði verið beittur en hafði legið í þagnarbanni. í kjölfarið fékk hann viðurkenningu á að hafa verið beittur alvarlegu ofbeldi. Hann lauk sinni þáverandi afplánun - síðan hefur hann ekki komið inn fyrir fangelsisdyr. Málið er þá ekki að taka sig á og losna þannig við skömmina, nei, það snýst um að losna undan skömminni til að geta tekið sig á. BIBLÍULEGT HUGTAK Skömm er vissulega biblíulegt hugtak sem birtist strax þegar Adam og Eva fela sig í skömm sinni fyrir Guði og oft er þess óskað og spáð í Gamla testamentinu, að óvinirnir verði sér til skammar. Útskýringar á eðli og afleiðingum skammar eru þó ekki auðfundnar. í guðspjöllunum er hins vegar mikil áhersla á að mæta neikvæðum afleiðingum skammar. Jesús gengur um og reisir fólk upp undan skömm. Alls kyns niðurbrjótandi niðurlægingu vegna kyns, kynþáttar, sjúkleika, starfs o.s.frv. Og þá í mörgum tilfellum vegna vangetu til að fylgja flóknum og erfiðum reglum sem fólki var talin trú um að væri forsenda bæði viðurkenningar og virðingar samfélagsins og þess að vera samþykkt af Guði. Þarna birtist sá skilningur Jesú að • syndin sé ekki einstök verk heldur fremur : afstaða (sem vissulega hefur áhrif á verkin). í Nýja testamentinu hefur orðið J synd (gríska, hamartía) merkinguna „afr , 'Sjá Howard Clinebell, Basic Types of Pastoral Care & Counseling : Resources for the Ministry:of ; Healing and Growth, 1984, 14f. 2Sumt í þessari grein er byggt á kennslu Téo van der Weele og bók hans, From Shame to sjá greinina „Frá skömm til friðar - sálgæsla og stuðningur við þolendur kynferðislegrar misnotkun Kirkjuritið 2. tbl. 1999. 3Sjá greinina „Trúarlegt ofbeldi", Bjarmi 3. tbl. 2004, um guðsmyndina, sjá Guð sem kemur á óvart 4Clinebell, 150. 5Sama, 141. 6Sama, 142. TRE (þýska guðfræðiorðabókin) 30. bindi, „Scham", 65 (65-72). Tólf sporin -Andlegt ferðalag - Vinnubók, nýjasta útg. er frá 2015. i' 9

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.