Bjarmi - 01.12.2016, Page 49
FRETTAMOLAR
Aiiiiír á Ílalíii
Með aukinni djöfladýrkun vex eftirspurn
eftir hjálp vegna illra afla á Ítalíu
Mjög hefur færst í vöxt að prestar á
Ítalíu séu beðnir um aðstoð vegna illra afla
sem fólk finnur fyrir eða af fólki sem telur
sig haldið af eða undir áhrifum illra anda.
í sumum borgum er stöðugur straumur
fólks til þeirra presta rómversk-kaþólsku
kirkjunnar sem sérhæfa sig í þessari
þjónustu. Di Fulvio er einn þeirra og segir
að greina þurfi vel á milli þeirra sem haldnir
eru illum öndum og þeirra sem þjást af
krónísku þunglyndi eða geðsjúkdómi.
Djöfullinn hefur það hins vegar á dagskrá
að sannfæra fólk um að hann sjálfur sé
ekki til.
Meðal þess sem hjálpar Di Fulvio og
samferðamönnum hans að greina á milli
sjúkra og þeirra sem eru undir áhrifum
Satans er að fylgjast með andlitsdráttum,
raddbeitingu, hverju fólk skyrpir út úr sér,
að fólk talar fornt tungumál sem það hefur
ekki lært, eins og hebresku, forngrísku eða
latínu, óvenjulegur líkamlegur styrkur sem
fólk býr að jafnaði ekki yfir og hörkuleg
viðbrögð við bænum og helgu vatni.
Presturinn nefnir einnig að oft megi rekja
hin illu áhrif til þátttöku í Satans-messum
eða þátttöku í djöflatrúarhópum. Fjöldi
þeirra sem leita á vit töframanna, norna,
sjáenda og stjörnuspekinga hefur aukist
til muna á liðnum árum. Sumir sem veita
þjónustuna nýta sér örvinglaða neytendur,
en meðal þessa fólks eru líka einstaklingar
sem eru djöflatrúar.
Prestar sem reka út ill öfl af fólki nota
krossa, heilagt vatn og bænir sérsniðnar
fyrir tækifæri sem þessi. Til að hjálpa þarf
oft að leiða skjólstæðinginn í gegnum
andlegt ferðalag og ræða við nánustu
ættingja og geðlækna til að útiloka að um
læknisfræðilegan vanda sé að ræða.
http://www.breitbart.com/
london/2016/10/13/report-satanism-
grows-italy-experiencing-boom-exorcisms/
Téo eim á
ferðiimi
Hollenski guðfræðingurinn Téo van der
Weele [frb. Veile], sem á drjúgan hóp
aðdáenda hérlendis, stefnir að því að
heimsækja okkur enn einu sinni. Hann
hefur haldið undraverðu þreki þótt aldur
færist yfir.
Áformað er að hann fljúgi hingað 2.
febrúar á næsta ári og heimleiðis þann 15.
Námskeið verður væntanlega með honum
í Lindakirkju fyrri helgina en gert ráð fyrir að
þá síðari verði hann á Austurlandi. Téo er
þekktur fyrir sína miklu innsýn í sálgæslu
og alúð við að auka skilning á málum fólks
sem orðið hefur fyrir misnotkun og þá
að efla stuðning við slíkt fólk. Hann hefur
beitt sér mikið fyrir grunnþjálfun leikfólks
til sálgæslu og að styrkja samvinnu milli
fagfólks og sjálfboðaliða á þessu sviði.
Með aldrinum virðist Téo leggja meiri
áherslu á hin einföldustu grundvallaratriði
eins og blessandi viðhorf og framgangs-
máta fólks. Áhersla hans í kennslu nú
verður einmitt á blessun en lengra og vel
sótt námskeið hans í fyrra, í Lindakirkju og
Vídalínskirkju, beindist einmitt að því að
blessa. Út frá því spratt „blessunarhópur“
sem hefur hist í Hjallakirkju.
Kristnir
flóttameim
beittir ofbeldi
Samkvæmt skýrslu Opinna dyra (Open
Doors) í Þýskalandi hefur kristið fólk í
sumum flóttamannabúðum í Þýskalandi
mætt ofsóknum og ofbeldi. Hópur ungra
karlmanna réðst á konu frá írak fyrir það
að útbúa sér mat á meðan ramadan,
föstumánuður múslíma stóð yfir fyrr á árinu,
þó svo þeir vissu að hún væri kristin. Synir
hennar urðu einnig fyrir barsmíðum.
Viðtal var tekið við 753 flóttamenn, flestir
þeirra voru kristnir. Flestir höfðu annaðhvort
orðið fyrir morðhótun, líkamlegu eða kyn-
ferðislegu ofbeldi í flóttamannabúðunum,
þar af sögðu 83% hafa upplifað slíkt oftar
en einu sinni. Af skýrslunni má ráða að mörg
fórnarlambanna eigi erfitt með að segja frá
og tilkynna atburðina, bæði vegna skammar
og auk þess er fólk ekki vant því að geta
treyst lögreglunni í heimalandi sínu. Þeir sem
ofbeldinu beita þvertaka gjarnan fyrir eða
eru með allt aðrar útgáfur af því sem gerðist.
Þar fyrir utan óttast fólk afleiðingarnar
fyrir sig sjálft eða nánustu ættingja ýmist í
Þýskalandi eða heimalandinu.
Rúmlega helmingur þeirra sem tóku þátt
í rannsókninni kemur frá Sýrlandi og (rak. Oft
eru hinir seku aðrir flóttamenn, en einnig er
talað um gæslufólk í flóttamannabúðunum
sem brjóti á þeim beint eða með því að
þegja.
Niðurstaða skýrslunnar er að hvetja til
aukinnar aðgreiningar í búðunum, eða að
jafnmargir kristnir og múslímar séu á sama
stað. Einnig að kristið fólk og aðrir trúarlegir
minnihlutahópar búi í sér herbergjum eða
íbúðum, hugsanlega utan búðanna og að
fjölgað sé í hópi gæslufólks sem ekki er
múslímar. Kristið flóttafólk þarf kristið fólk
sem styður við það og sem það getur leitað
til þegar vandamál koma upp.
Tro og mission, nr. 20, 18. nóvember
2016.
VII
bjarmi | desember2oi6 | 49