Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2016, Blaðsíða 54

Bjarmi - 01.12.2016, Blaðsíða 54
HALLGRÍMUR ER MJÖG UPPTEKINN AF HVERFULLEIK TILVERUNNAR OG YRKIR NOKKRA SÁLMA UM FALLVELTI MANNLÍFSINS Píslarsögunnar, hann lýsir því sem gerist út frá frásögn guðspjallanna og leggur út af því í einföldu máli og stuttum setningum, sem hvert barn skilur. Því fylgir síðan eintal skáldsins við sína eigin sál („Sál mín, skoðum þá sætu fórn“ o. s. frv.) og hvaða lærdóm, trúarlegan og siðferðilegan, megi af efninu draga. Sérhver sálmur endar svo í raun á áminningu, bæn og lofgjörð. Skáldið stillir sjálfum sér upp gagnvart þjáningum Jesú sem syndaranum, sem Jesús deyr fyrir. Dauði Jesú á krossi er alltaf það líknarmeðal, sem verður hans frelsun frá eilífum dauða og vörn fyrir „þeim háa dómi“. Hallgrímur er alltaf einhvern veginn hann sjálfur í sálmunum, lífsreynsla hans og djúp lífsspeki skín þar hvarvetna í gegn. Hann er þar alltaf með syndavitund sína á eintali við Guð sinn, um leið og hann bendir öðrum á hjálpræðisveginn, veginn til lífsins. Þetta tjáir hann á persónulegan hátt með margs konar orðalagi, eftir því sem píslarsagan gefur tilefni til hverju sinni, með þeirri trúarauðmýkt og andagift, sem gengur hverri manneskju til hjarta. Kannski er þar að finna einn leyndar- dóminn að vinsældum Passíusálmanna, þeir ná til hjartans. í Hallgrímskveri eru fimm Passíusálmar; hinn fyrsti, áttundi, tuttugasti og fimmti, fertugasti og fjórði og fimmtugasti sálmur, auk formálans. Guðhræddum lesara heilsun, sem jafnan fylgir hverri útgáfu. Um það má deila, hvaða sálma skuli taka í slíka útgáfur, þar sem pláss er takmarkað, en vart orkar það tvímælis, að áðurnefndir fimm sálmar standi meðal hins besta. Aðrir sálmar og kvæði En víkjum nú að öðrum sálmum og kvæðum Hallgríms. Áður var minnst á Samúelssálma, sem standa nokkuð að baki Passíusálmunum, enda lauk skáldið ekki við þá og segist í formála þar ekki hafa „djúpfundinn skáldskap stundað". í Hallgrímskveri koma fyrir augu margir kunnuglegir sálmar, en líka allmargir sálmar og kvæði, er lítt hafa komið fyrir augu almennings fyrr. Kennir þar margra grasa, og marga perluna er þar að finna. Ég nefni sem dæmi morgun- og kvöldsálma, nýárssálma og sálma er tengjast árstíða- skiptum, sem margir eru afar fallegir. Þar sér Hallgrímur hönd Drottins að verki, sem vakir yfir mönnum og málleysingjum, þótt margt breytist. Þá má nefna huggunarsálma. Þekktur er sálmurinn „Guð er minn Guð þó geisi nauð“ (Hugbót), sem Hallgrímur orti, eftir að bær hans í Saurbæ brann sumarið 1662. Óvíða kemur innilegt trúartraust hans betur fram en í lokastefi hvers erindis þessa sálms: „Nafn drottins sætt fær bölið bætt/ blessað sé það án enda. “ Hann var líka bænheyrður, því sagt er, að bærinn hafi verið endurreistur það haust með aðstoð sóknarfólks. Mannlífið er hverfult Hallgrímur er mjög upptekinn af hverfulleik tilverunnar og yrkir nokkra sálma um fallvelti mannlífsins. Ýmsir kannast við sálminn „Um fallvalt heimslán, Allt heimsins glysið, fordildin fríð,“ sem ekki er í Hallgrímskverí. Þar er hins vegar kvæðið „Um fallvaltleik mannlífsins," er svo byrjar: „Mannsins stuttur er, ég inni,/ andardráttur í nösunum." Þar varar skáldið sterklega við því að setja traust sitt á auðæfin, því auðurinn sé fallvaltastur alls og hjálpi engum á dauðastundinni. „ . . . lítið sálu líknar þinni/ þótt liggi féð í kösunum. “ Þar eru það hin eilífu verðmæti trúarinnar, sem ein gilda, „. . . á Jesúm sannan son Guðs treysta/ sálunni mun þarflegast." Þetta er sá rauði þráður, sem liggur gegnum hverfulleikakvæði skáldsins. Að treysta ekki á efnisleg gæði, heldur Jesúm Krist einan, krossfestan og upprisinn, sem engum bregst. í Ijóðum sínum varar Hallgrímur við hvers kyns ágirnd og auðsöfnun, því ágirndin er „undirrót allra lasta“, eins og hann yrkir í 16. Passíusálmi. Þetta vers í 16. Sálmi hlýtur að höfða sterkt til okkar fslendinga nú um stundir, eftir að við höfum upplifað afleiðingar græðginnar á eigin skinni. Hér og víðar er Hallgrímur bitur og hreinskiptinn í sinni átíeilu. 54 | bjarmi desember20ió
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.