Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.2016, Side 59

Bjarmi - 01.12.2016, Side 59
BÓKAKYNNING HVOLF i/o.wjf?/uúff f/nyj jnpwuupivj cion Nýlega kom út Ijóðabókin Hvolf eftir Guðmund Karl Brynjarsson, sóknarprest í Lindakirkju sem um tíma sat í ritnefnd þessa ágæta tímarits, Bjarma. Bjarmi hafði samband við Guðmund Karl vegna útgáfu bókarinnar til að fá að vita meira um þennan merkilega grip. Að sögn höfundar eru Ijóðin samansett úr leiftrum minninga og drauma, hugsunum um bresti mannanna, glímu trúarinnar og hina sönnu von. í bókinni bregður einnig fyrir mörgum af persónum Gamla testamentisins, þekktum og síður þekktum, þar sem þær eru látnar takast á við lífið í nútímanum. Bókin er óvenjuleg fyrir margra hluta sakir. Til dæmis er hún lesin á hvolfi og henni er flett frá hægri til vinstri. Þegar bókin er opnuð kemur í Ijós að lesmálið er innsiglað í himnu sem þarf að rífa til að geta lesið bókina. Guðmundur Karl segir útlit og uppsetninguna vera hluta af tjáningu bókarinnar og að himnan umlyki Ijóðin og tengi þau saman frá hinu fyrsta til hins síðasta. bjarmi | desemberzoió | 59

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.