Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.12.2016, Qupperneq 60

Bjarmi - 01.12.2016, Qupperneq 60
IYíii persónnleikar NOKKUR ORÐ UM ENNEAGRAMM í KRISTNU SAMHENGI SIGRÍÐUR HRÖNN SIGURÐARDÓTTIR RAGNAR GUNNARSSON í námsleyfi á liðnum vetri og tveggja vikna leiðsögn á sálgæslustofnun í Noregi (Institut for sjelesorg) var Ragnari kynnt svokallað Enneagramm. Vinna hans og sálgætis sneri að því að skoða sjálfan sig, fortíð sína, hvernig honum liði persónulega og í starfi og hvernig hann gæti vaxið og þroskast á göngu sinni með Guði með því að þekkja sjálfan sig betur. Rætur mótunar eru taldar vera í æsku í samskiptum okkar við annað fólk. Persónuleikalýsing hvers og eins, sem Enneagramm hjálpar okkur að uppgötva, bendir á veikleika og bresti en jafnframt styrkleika og tækifæri. Enneagramm hjálpar okkur að skilja að við erum ólík og hvers vegna. Það vísar okkur veg ef við viljum bæta okkur eða styðja við bakið hvert á öðru. Það sýnir okkur einnig hvernig guðsmynd okkar mótast af persónuleika okkar og hefur áhrif á samfélag okkar við Guð. Við hjónin ætlum að reyna að gefa innsýn í þetta verkfæri sem Enneagrammið er. MERKING OG UPPRUNI Orðið enneagramm er samsett úr ennea (níu) og gram (sem í þessu samhengi mætti þýða sem lýsingu, kortlagningu eða uppdrátt). Enneagramm mætti því þýða sem Níupersónuleikalýsing. Misjafnt er eftir bókum á hvaða persónuleika er byrjað og endað og sjálfur fann Ragnar sig heima í síðustu lýsingunni, í bók eftir Richard Rohr. „Satt að segja var það sérstök upplifun að sjá hvað margt átti vel við um mig, bæði jákvætt og neikvætt, þó svo að um almenna lýsingu væri að ræða,“ segir Ragnar. Fólk sem hefur þroskast mikið og breyst þarf hugsanlega að minnast þess hvernig það var um tvítugt til að finna alveg réttu lýsinguna. Áhuginn á Enneagramm hefur vaxið ört á liðnum tveim áratugum og nokkur fjöldi bóka verið gefinn út, vefsíður settar upp og námskeið haldin eftir að ýmsir enduruppgötvuðu þessa aldagömlu speki. Áhugi sumra sálfræðinga og sálgæsluaðila hefur eflaust ýtt undir áhugann. Kaþólikkinn Richard Rohr á þó trúlega mestan þátt í að koma hugsun Enneagrammsins á framfæri í kirkjulegu samhengi. Ekki er auðvelt að gera grein fyrir upphafinu enda birtist Enneagrammið í margvíslegu samhengi, trúarlegu og ver- aldlegu. Um tíma töldu sumir að þessi fræði væru upprunnin meðal súfista, hugleiðsluhreyfingar innan íslam. En síðan hefur komið í Ijós að ræturnar eru eldri. Má þar nefna eyðimerkurfeðurna á fyrstu öldum kristninnar en þeir hafa trúlega fengið viskuna úr gyðingdómi þó svo erfitt sé að staðhæfa það. Eflaust hefur spekin slípast til en grunnhugsunin sú sama og hún var fyrir mörgum öldum. SJÁLFSMYNDIN Sjálfsmyndin er miðlægt hugtak í Enneagramminu en hún er sú takmarkaða mynd sem við höfum gert okkur af okkur sjálfum. Sjálfsmyndin mótar hugsun okkar, líf og störf. Hún gefur okkur gildi og gerir okkur fær um að stjórna og hafa áhrif á umheiminn: Ef ég er hjálpsöm þá líkar fólki við mig. Ef ég er sterk þá keyrir mig enginn niður. Ef ég fylgi reglunum get ég fundið mig örugga o.s.frv. Sjálfsmyndin er ómeðvituð og situr svo djúpt að hún stjórnar næstum öllu sem við gerum og látum vera að gera. Sjálfsmyndina viljum við gjarnan sýna. Hún tengist verðleikum okkar og þess vegna viljum við ógjarnan sleppa takinu á henni. Þegar við byrjum að vinna í okkur sjálfum með hjálp Enneagrammsins, og verðum meðvitaðri um sjálfsmynd okkar, sjáum við hve mikill styrkur hennar er. Að efast um réttmæti hennar vekur upp mikinn mótþróa hið innra með okkur. Boðskapur Enneagrammsins er: „Þú ert miklu meiri en sú mynd sem þú hefur gert þér af sjálfri eða sjálfum þér, þú þarft ekki að halda svonafast í sjálfsmynd þína, slepptu takinu á henni.“ Sjálfsmyndin endurspeglar hvernig við upplifum stöðu okkar í heiminum en þrjú mismunandi viðhorf finnast: Ég er stærri en umheimurinn. Ég verð að laga mig að umheiminum. Ég er minni en umheimurinn. 60 | bjarmi | desembei’2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.