Bjarmi - 01.12.2016, Síða 62
fyrst í gegnum heilann. Viðbrögðin koma
sem sagt fyrst og hugsunin eftir á öfugt við
höfuðfólkið. Það endurtekur gjarnan sömu
vitleysurnar. Það er upptekið af spurningum
sem tengjast valdi og réttlæti og lítur á lífið
sem vígvöll. Þess vegna er því mikilvægt
að vita hver ræður og hefur völdin. Utan
frá séð virkar það sterkt og sjálfsöruggt en
undir niðri þjáist það af sífelldum efa um
sjálft sig. Það stjórnast af gremju sinni og
er í litlum tengslum við ótta sinn. Reiði er
sú tilfinning sem er minnst beisluð og aðrar
sárar tilfinningar umbreytast auðveldlega í
reiði.
NÍU PERSÓNULEIKAR
Þegar við reynum að finna út hvaða
persónuleikategund við séum er nokkuð víst
að við finnum óþægindi og okkur finnst það
vandræðalegt þegar við lesum lýsinguna á
okkur sjálfum. Við forðumst nefnilega það
sem við óttumst og ógnar okkur. Við höfum
einnig ríka tilhneigingu til að verja sjálfsmynd
okkar.
Ásinn er með fullkomnunaráráttu.
Hann er siðferðilega hugsandi, traustur,
heils hugar og knúinn áfram af löngun til að
lifa á réttan hátt, bæta heiminn og forðast
mistök og skömm. Ásar horfa á heiminn
út frá því hvað sé rétt og hvað rangt. Fólki
ber að fara að settum reglum og sinna sínu
af kostgæfni. Ásar koma strax auga á það
sem er að og mætti betur fara og vilja bæta
þar úr og hjálpa öðrum til þess að gera
slíkt hið sama. Tilfinningalega heilbrigðir
ásar fylgja sannfæringu sinni og búa yfir
mikilli djörfung. Þeir veigra sér ekki við að
fara gegn straumnum ef svo ber undir.
Veikleiki þeirra er hins vegar tilhneigingin
til að dæma aðra hart sem og sjálfa sig.
Ásar verða auðveldlega fyrir vonbrigðum
með annað fólk því þeir upplifa gjarnan
að það bregðist þeim. Þeir þurfa að losna
undan fullkomnunaráráttunni og tileinka sér
þolinmæði Jesú gagnvart brestum annarra.
Tvisturinn er hjálpari. Hann vill að
aðrir þarfnist hans. Tvisturinn er hlýr,
umhyggjusamur og gefur mikið af sér. Hann
er knúinn áfram af þörf fyrir að vera elskaður
og að fólk þarfnist hans. Hann forðast að
horfast í augu við eigin þarfir. Tvistar lifa fyrir
það að þjóna öðrum. Þeir fylgjast með og
vita jafnvel betur en viðkomandi hvers hann
þarfnast, og eru með lausn eða bjóða fram
hjálp áður en spurt er. Þeim líður betur með
að gefa en þiggja. Óþroskaðir tvistar hafa
fyrst og fremst þörf fyrir að aðrir þarfnist þeirra
og þjóna því oft öðrum, ef svo má segja, í
eigin þágu. En dyggð þeirra er augljós og
þegar heilbrigði ræður og sjálfsþekking geta
þeir þjónað öðrum af mikilli fórnfýsi án þess
að þarfnast nokkurs þakklætis eða hróss í
staðinn. Tvistar geta lært að þeir hafi sjálfir
þarfir. Þeir þurfa að meðtaka að í Jesú eru
þeir elskaðir og mikils metnir af Föðurnum
um leið og þeir vaxa í þjónustu sinni án þess
að vænta neins í staðinn.
Þristurinn er framkvæmdaglaður.
Hann álítur sig vinna verkin hraðast og
best. Þristurinn er árangursmiðaður og
meðvitaður um ímynd sína. Hann er með
allan hugann við verkefnin sem þarf að
inna af hendi. Hann er knúinn áfram af þörf
fyrir árangur og forðast með því mistök.
Þegar þristurinn vill ná árangri er mjög
líklegt að honum takist það. Velgengni er
honum mikilvæg og mistök ferleg. Hann
getur gripið til þess ráðs að leika og þóst
vera færari og betur að sér en hann í
raun er. Veikleiki hans er að vinna of mikið
og að líta á samskipti við annað fólk sem
verkefni til að ná árangri. Dyggð þristsins
er trúmennska. Heilþrigðir þristar sýna
mikla hollustu. Þeir velja heiðarleika framar
árangri. Þeir hafa lært mikilvægi hvíldar
og að takmarka þá stjórnun sem hlýst af
tölvupóstum og símum. Þannig geta þristar
lært að verðleikar þeirra eru ekki bundnir
árangri og fundið sanna hvíld í Jesú Kristi
frá verkum sínum.
Fjarkinn er einstaklingshyggjumaður.
Hann lítur á sig sem sérstakan og er
sannfærður um að vera öðruvísi en aðrir.
Fjarkinn er upptekinn af stfl, er rómantískur,
skapandi og næmur. Hann forðast
hversdagsleika og það sem er venjulegt.
Hann lætur stjórnast af tilfinningasemi og
hefur mikla þörf fyrir að aðrir skilji hann. Hann
er í stöðugri leit að sannri upplifun og því sem
er ekta. Veikleiki hans felst í ýktri naflaskoðun
en einmitt vegna hennar sér hann ranglætið
í eigin fari mjög vel, eins og annarra.
Fjarkar geta lært, að þótt þeim finnist fólk
misskilja sig, þá sér Guð þá og þekkir
og á þann hátt geta þeir tileinkað sér
miskunnsemi Jesú, í stað þess að líta niður
á það. Heilbrigður fjarki getur hjálpað fólki
og samfélögum að átta sig á og að setja
orð á tilfinningar allt frá gleði til sorgar. Hann
kann einnig að sýna þolinmæði í þrautum
og hefur þroskað með sér leið til að koma
sér út úr sjálfsvorkunn.
Fimman er rannsakandi, laustengd
fólki og út af fyrir sig. Hún er knúin áfram
af þekkingarþorsta og djúpri þörf fyrir
sjálfstæði. Fimman les leiðbeiningar og
handbækur og pælir í öllu. Hún treystir
hugsunum sínum frekar en tilfinningum.
Sjálfsmyndin byggir á því að skilja samhengi
alls og gera þann skilning að sínum. Fimmur
njóta þess að velta vandamálum fyrir sér
löngu áður en það er tímabært. Þeim
hættir til að draga sig til baka frá fólki og
hugsa og greina alla hluti. Sú tilhneiging
getur virkað á fólk sem afskiptaleysi.
Þroskaðar fimmur tjá elsku sína gjarnan
með því að greina og leysa vandamál, draga
úr spennu og draga allt sem hulið er fram í
Ijósið. Verk þeirra skipta oft miklu fyrir heilu
samfélögin. Innan guðfræðinnar eru verk
þeirra gjarnan meistaraverk þar sem þær
tengja hina ýmsu þætti Biblíunnar saman
og draga fram fjársjóði sem aðrir sjá ekki.
Fimmur geta þroskað með sér gjafmildi í
samskiptum við aðra í stað þess að vera
inni í sér, uppsvelgdar í sínu.
Sexan er efasemdamanneskja. Hún
ímyndar sér gjarnan hið versta enda knúin
áfram af ótta og stöðugri leit að öryggi. í
huga sexunnar er heimurinn hættulegur.
Sexur taka ekki skjótar ákvarðanir því
slæmar ákvarðanir geta haft hræðilegar
afleiðingar í för með sér. Þær taka helst ekki
áhættu því ófyrirsjáanlegar aðstæður eru
hættulegar og ástæða til að forðast þær.
Sexur geta sýnt mikla hollustu og halda sér
trúfastar á sínum stað, því það er öruggast.
Þær eru bæði trúar og tryggar, standa
stöðugar og skjóta rótum. Þær forðast
gjarnan aðstæður og fólk sem truflar fastar
62 | bjarmi | desember2oi6