Bjarmi - 01.12.2016, Page 63
venjur. Sexur geta lært að þeim er óhætt.
Þær geta eignast öryggi í Jesú Kristi og
lifað án ótta þótt þær viti að lífið bjóði upp
á áhættur.
Sjöan er bjartsýn manneskja. Hún líturá
sjálfa sig sem hamingjusama og hefur mikla
þörf fyrir að allt sé skemmtilegt. Sjöan er
áköf og býryfirgleði og ævintýraþrá. Hún er
stöðugt að skipuleggja spennandi atburði.
Sjöur eru fólkið sem vill „aðra umferð" eða
halda aðeins lengur áfram. Þær lífga upp
á samræður og áhugamálin eru fjölmörg.
Þær vinna að því að allir skemmti sér. Þær
hafa lært að setja upp grímu jákvæðni. Þeim
finnst rútínur leiðinlegar. Veikleikar sjöunnar
eru ýmsir. Þær flýja sorgarhús og forðast
eigin þjáningu og annarra og öll leiðindi.
Stundum endar þessi flótti í neyslu
fíknar. Þroskaðar sjöur horfast í augu
við erfiðar og óþægilegar tilfinningar
sínar. Þær hafa lært að sorgin þarf j
ekki að slökkva gleðina heldur geti
þvert á móti dýpkað hana.
Áttan er með stjórnunaráráttu.
Hún lítur á sig sem sterka persónu
og sjálfstæða. Hún ögrar fólki og
er skipandi, áköf og dugleg. Hún 6
er knúin áfram af því að vera sterk og
sýna hvorki vanmátt né breyskleika. Áttur
breyta andrúmslofti með því einu að mæta
á staðinn. Þærfara ekki hálfa leið, en vinna
hörðum höndum, stefna hátt og geta verið
ásæknar og krefjandi. Þær eru uppteknar
af réttlæti og vilja verja þá sem hafa orðið
undir í lífinu. Þeim líður best haldandi
um stjórnartauma við allar aðstæður.
Meðvitaðar um sjálfa sig veita þær forystu
með valdi - alltaf meðvitaðar um þau sem
eru verr sett og á jaðrinum. Óþroskaðar
áttur geta valtað yfir fólk og rutt því úr vegi
í ákafa sínum. Heilbrigðar áttur hins vegar
temja ákafa sinn og nota hann til góðs. Þær
hafa lært að sjá sig ekki í Ijósi eigin afkasta
og geta afsalað sér eigin valdi. Áttur geta
séð framtíðina í björtu Ijósi þótt aðrir eigi
erfitt með það.
Nían er friðflytjandi og samningamaður.
Hún hefur þörf fyrir sátt og frið og forðast
átök. Henni finnst i lagi að gera hlutina
á morgun. Nían er þægileg og auðveld í
umgengni. Hún hefur mikinn hæfileika til að
sýna samkennd og setja sig í spor annarra. f
rökræðum er hún góður málamiðlari en hún
hjálpar andstæðum fylkingum að sjá málin
frá sjónarhorni hins. Tilhneiging níunnar er
hins vegar að skipta heiminum upp í hið
leysta og hið óleysta sem lýtur að veikleika
hennar - að flýja deilur og átök. Níur geta
látið sem allt sé í lagi þegar svo er ekki og
geta forðast erfið samtöl. Þroskaðar níur
eru sannkallaðir sáttasemjarar og vita hvað
hefur græðandi áhrif. Þær reynast oft góðir
vinir, ráðgjafar og sálgæsluaðilar.
9
GUÐ ER NÁLÆGUR
Enneagrammið byggir á víxlverkan milli
sjálfshjálpar, hjálpar frá öðrum og hjálpar
frá Guði. Nánasta umhverfi okkar hefur
mun skýrari sjón á eðli okkar en við höfum
sjálf. Ómetanlegt er að fá hjálp frá þeim
manneskjum sem við þorum að opna okkur
fyrir og viðurkenna mistök okkar og bresti
fyrir.
Guð hefur alltaf verið nálægur okkur.
En við lokum Guð úti þegar við í sjálfselsku
gerum okkur sjálf að þungamiðju alls: Við
ráðskumst með umhverfið svo að við fáum
það sem við viljum. Við setjum okkur á
hærri stall en aðra: Ég er betri en aðrir því
ég er árangursríkari, fróðari, hjálpsamari,
afslappaðri og svo framvegis.
Við skiljum ekki val annarra og teljum
að okkar eigin ákvarðanir séu betri. Betra
væri ef sæjum að við glímum öll við sömu
grundvallarspurningarnar en beitum ólíkum
aðferðum. Grundvallarspurningar okkar
snúast allar á einhvern hátt um kærleikann.
Við söknum þess að ekki sé litið við okkur og
að við séum ekki viðurkennd, samþykkt og
elskuð eins og við erum. Dýpsta þrá okkar
verður ekki uppfyllt nema af kærleikanum
sjálfum. Dýpsta lækningin á sér þess vegna
stað í persónulegu sambandi við Guð sem
er uppspretta kærleikans. Þegar við höfum
sleppt takinu þá uppgötvum við þörf okkar
fyrir lækningu og við verðum móttækileg
fyrir læknandi kraft Guðs og förum að þora
að trúa því að við fáum það sem við þurfum
hjá Guði.
Styrkur Enneagrammsins er að það
afhjúpar á hvaða sviðum við þurfum
græðslu, hvaða veikleikar valdi
óöryggi og núningi í samskiptum
s við aðra og jafnvel innra með
okkur sjálfum. Sem kristnir
einstaklingar getum við notað
Enneagrammið sem verkfæri til
að finna lækningu, ekki með því að
verða „okkar eigið sjálf' heldur með
því að sjá og upplifa okkur í vaxandi
mæli í Kristi. Kostir okkar og ávöxtur
andans vex síðan fram með því að vera
sönn í eftirfylgdinni við Jesú Krist.
í framhaldsgrein í næsta tölublaði
Bjarma verður fjallað nánar um hvern
persónuleika fyrir sig og Enneagrammið
sem verkfæri á braut heilbrigðra samskipta
og helgunar í Jesú Kristi.
Helstu heimildir:
Bernéli, Marie: Enneagrammet: Om skapelse,
brustenhet og helande. Vitis forlag, 2009.
Bernéli, Marie: Omvandelsen i Enneagrammet.
Vitis forlag, 2015.
Cron, lan Morgan og Stabile, Suzanne: The
Road Back to You: An Enneagram Journey to
Self-Discovery. IVP 2016.
Ebert, Andreas: Enneagrammet som ándelig
veiviser. Verbum 2009.
Rohr, Richard og Ebert, Andreas: The
Enneagram: A Christian Perspective. 2002.
Starke, John: An Evangelical s Guide to the
Ennegram. Whaf s beyond the popular self-
assessment tool making its way to your church.
Christianity Today, November 2016.
bjarmi | descmber 2016 | 63