Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.06.2017, Qupperneq 2

Bjarmi - 01.06.2017, Qupperneq 2
Afmælisárié í ár er þess minnst víða um heim, ekki síst í löndum með lútherskar þjóðkirkjur, að 500 ár eru liðin á þessu ári frá því sem telst upphaf siðbótarinnar, þegar Marteinn Lúther negldi 95 greinar sínar á dyr dómkirkjunnar í Wittenberg. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og fjöldi kynslóða gengið eilífðinni á vit. Enn eru stórar þjóðkirkjur á Norðurlöndunum en þær hafa minnkað og dregið hefur úr krafti þeirra á liðnum áratugum. Lútherskar fríkirkjur hafa sprottið fram fyrr og síðar og af ýmsum ástæðum. Skipulag og stjórnunarumhverfi þjóðkirknanna er einnig nokkuð ólíkt milli landa. Stærstu lúthersku kirkjur heims eru ekki lengur á Norðurlöndum heldur í Afríku, nánar tiltekið í Eþíópíu (Mekane Yesus) og Tansaníu (Evangelical Lutheran Church of Tanzania). Það er hollt að líta til baka og skoða grunninn og arfinn. Lúther var mikill hugsuður og sá margt í skýru Ijósi. Hann lagði í starfi sínu og boðun áherslu á náðina eina, trúna eina og Ritninguna eina. Full ástæða er til að halda þeim arfi á lofti, því að á öllum öldum hættir okkur til að ýta þessu til hliðar fyrir eitthvað annað. í þessu tölublaði minnumst við Katrínar af Bóra, eiginkonu Lúthers og birtum tvær greinar um guðfræði hans, um 1. boðorðið og önnur trúarbrögð. Hvort tveggja á erindi til okkar í samtímanum. Lúther hjálpaði og hefur hjálpað mörgum, beint og óbeint, ásamt öðrum frumkvöðlum siðbótarinnar, til að festast ekki í trúrækni og hefðum eingöngu, heldur að lifa trúnni í nánu samfélagi við Drottin, krossfestan og upprisinn frelsara. Til stendur að kynna Lúther betur á þessu ári. Árið 2017 er jafnframt afmælisár Bjarma sem hefur nú komið út í 110 ár. íslenskt samfélag, heimurinn allur, prenttækni og Bjarmi með hafa breyst mikið á þessum tíma. Umhverfi prentaðra tímarita sömuleiðis. En enn höldum við út í nýtt ár, þrátt fyrir tafir á fyrsta tölublaði ársins, sem skrifast á annir og ferðalög umsjónarmanna þess. Stefnt er að þremur tölublöðum eins og hefur verið í reynd undanfarin ár. Ýmissa grasa kennir í þessu blaði sem endranær, þar sem horft er nær og fjær. Við vonum að lesturinn verði til uppörvunar, gleði, trúarstyrkingar og fræðslu. Áformuð framhaldsgrein um Enneagram sem var kynnt í síðasta blaði verður ekki birt að sinni en stefnt að útgáfu bókar eða heftis vegna umfangs efnisins. Getum við vonandi kynnt það í haustblaði Bjarma og boðið áskrifendum á góðum kjörum. Ragnar Gunnarsson S. Waage ehf. Garðabæ GA SMI'ÐAJÁRN INGI E R Ð I R 5544466 /i /*> HÓPFERÐIR Hjálparstarf 'QTy kirkjunnar Bjarmi í. tbl. m. árgangur, júní 2017. ISSN1026-5244 Útgefandi: Salt ehf í samstarfi við Samband íslenskra kristniboðsfélaga Ritstjórn: Ragnar Gunnarssonn og Vigfús Ingvar Ingvarsson. Prófarkalestur: Þorgils Hlynur Þorbergsson og Vigfús Ingvar Ingvarsson. Afgreiðsla: Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík, sími 533 4900, fax 533 4909. Kennitala Salts: 600678 0789, reikningsnúmer 01x7 26 017476, IBAN: IS18 0117 26017476 6006 7807 89, SWIFT: NBIIISRE Vefslóðir: www.bjarmi.is,www.sik.is og www.saltforlag.is. Netpóstur: ragnar@sik.is Árgjald kr.4.950 (þrjú tölublöð), kr. 5.950 til útlanda. Gjalddagi 1. júní. Verð í lausasölu kr. 1.750. Forsíðumynd: Lightstock Umbrot og hönnun: Emil Hreiðar Björnsson Prentun: Litróf bjarmi.is

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.