Bjarmi - 01.06.2017, Síða 4
A jslóðnm
helgra manna í
IVorðTmbralandi
VIGFÚS INGVAR INGVARSSON
Minnist leiðtoga ykkar sem Guðs orð hafa
til ykkar talað. Virðið fyrir ykkur hvernig ævi
þeirra lauk og tíkið eftir trúþeirra. Heb 13.7
Það er þakkarefní að fá að heimsækja
staði og fólk sem iðkun kristinnar trúar
hefur mótað og þar sem gestum er
fagnað af einlægri hlýju. Þessa naut ég á
Norðymbralandi og í Durhamskíri í nýliðnum
marsmánuði ásamt Ástríði Kristinsdóttur
eiginkonu minni og vinkonu okkar Sigríði
Halldórsdóttur prófessor á Akureyri.
Norðymbraland (Northumberland) var
víst óljóst heiti í hugum okkar, hvað þá
að við þekktum sögu þess eða sérstöðu.
En margt lærðum við í nokkurra daga
dvöl í þessari nyrstu sýslu á austanverðu
Englandi. Þetta er strjálbýlasta sýsla
Englands og íbúafjöldinn er tæplega
á við hérlendis - borgin Newcastle er
stjórnunarlega sér sem „sýsla" (county).
Fyrr á öldum var þarna kjarninn í
stundum stóru konungsríki og mörkin við
Skotland hafa verið fljótandi. Áhrifa gætir
frá keltneskri menningu og sömuleiðis
heyrast gömul orð úr máli engilsaxa á
Newcastle-svæðinu. Þar er að finna
sérstaka mállýsku, geordie, með nokkur
kunnugleg orð eins og „barn“ eða „kalt“.
Þarna má hlusta á hina sérstöku
sekkjapípu sem ekki er blásið í, eins og
hjá Hálandaskotum, heldur er lítill físibelgur
knúinn með olnboganum og pípurnar eru
lokaðar í endann. Harpan var þarna einnig
til staðar. Hrun kolavinnslunnar og víst
fiskveiðanna líka hefur komið hart niður
á íbúunum en til sveita sýnist mest um
sauðfjárrækt.
Það markar sérstöðu í kirkjusögu
Norðymbralands að svæðið var alfarið
kristnað frá Lindisfarne af írskum munkum úr
klaustrinu á eynni lona, vestan við Skotland.
Það einstaka fólk, sem kom mikið
við sögu þess að rótfesta kristni þarna,
var í forgrunni dvalarinnar í Minsteracres,
myndarlegu kyrrðarsetri suðvestur af
Newcastle og er raunar sunnan núverandi
marka héraðsins við Durhamskíri.
Þarna vorum við íslendingarnir á vegum
samtakanna Spiritual Directors in Europe -
ég í fimmta sinn í slíkri árlegri dvöl á ýmsum
stöðum í Evrópu. „Markmið slíkrar dvalar
mætti í sem fæstum orðum segja vera að
skerpa vitundina um návist Guðs og deila
reynslu. Einnig að jarðbinda og útvíkka
reynslu sína með því að tengjast lífi og sögu
fólks í landi gestgjafanna." Áður hefur verið
greint frá slíkum dvölum í Bjarma og sagt
lítið eitt frá hefð andlegrar fylgdar.
GJAFMILDIR AUÐMENN
Silvertop-fjölskyldan, sem auðgaðist mjög
á námavinnslu, byggði Minsteracres-
setrið á 18. öld og stækkaði margsinnis
síðar, bætti m.a við sambyggðri kirkju
fyrir kaþólska söfnuðinn en fyrir var stór
4 | bjarmi | júní 2017