Bjarmi - 01.06.2017, Side 6
ÞESSI
MORGUN-
GANGA MÓT
RÍSANDI SÓL
VAR ÁHRIFA-
MIKILL
AÐDRAG-
ANDI KOMU
Á ÞENNAN
HELGA
STAÐ SEM
BAÐAÐUR
ER BÆNUM
FÓLKS ALLT
FRÁ 7. ÖLD.
gefandi. Ég á þá við daglegar messur
og morgunbænastundir að ógleymdum
einföldum borðbænum sem gátu verið
alveg innblásnar. Sérlega hrífandi var
margvísleg útfærsla á meira eða minna
þöglu helgihaldi en einn dag vorum við í
kyrrð. Litháísk algerlega þögul borðbæn,
sem fólk af öllum tungum gat auðveldlega
tileinkað sér, gleymist ekki. Ekki fremur en
söngur á spænsku (Santo, santo ...) með
afar fallegum og grípandi hreyfingum sem
sama þjóð færði okkur.
Tvö kvöld fengum við heimsóknir
listafólks úr nágrenninu sem söng og
lék á þjóðleg hljóðfæri og fékk fólk út á
gólfíð í hinum virðulega danssal setursins.
ÓgleymanlegurerdanshópurinnNewcastle
Cloggies (klossadansarar). Dansað er á
tréklossum sem gefa tvo smelli fyrir hvert
skref, hæl og tá eða öfugt. Þessa hefð má
að einhverju leyti rekja til kvenna sem stóðu
við vefstólana í köldum verksmiðjuskálum
og stöppuðu niður fótunum til að verjast
kuldanum. Þetta fólk sagði einnig frá ýmsu
úr lífi og hefðum fólksins í Norðymbralandi
á einstaklega lifandi hátt. Og þar sem
keltneskra hefða gætir, að ekki sé talað um
ef frar eru á staðnum, er stutt í dansinn.
Ekki þýddi að bera við getuleysi á þessu
sviði og allt var vel útskýrt og leitt - og svo
sagt: „Ef þú hefur gaman af þessu þá er
það rétt.“
THE NORTHUMBRIA COMMUNITY
Velja mátti um vinnustofur og ég sótti
meðal annars einstaklega áhugaverða
kynningu á The Northumbria Community
undir yfirskriftinni: Drinking from the wells
of Northumbrian Spirituality sem hjónin
Þete og Catherine Askew önnuðust. Þetta
samfélag varð til sem eitt þeirra er sækja
til klaustrahefða en eru hvorki klaustur
né kirkja heldur framlag til að byggja
kirkjuna upp innan frá. Þetta nokkurra
áratuga gamla samfélag var á sínum tíma
tortryggt af kirkjulegum forystumönnum en
nýtur nú trausts og virðingar þeirra. Pete
þjónar t.d. samfélaginu sem prestur ensku
kirkjunnar en meðlimirnir eru fjölmargir í
ýmsum löndum. Einhverjir búa í miðstöð
þeirra - breytilegur hópur - og þar er
bænlíf og ýmislegt til að byggja fólk upp
og afar metnaðarfull útgáfustarfsemi, þar
á meðal tveggja binda verk - samtals um
1650 blaðsíður - Celtic Daily Prayer, með
íhugunarefni fyrir hvern dag ársins (hvort
bindi) og einnig gríðarmikið af alls kyns
bæna- og íhugunarefni og formum fyrir
bænastundir og margvíslegt helgihald. Þau
hjón tóku vel í hugmynd um að heimsækja
ísland á næsta ári og deila með okkur
merkilegri reynslu úr sínu starfi.
Ég þarf dálítinn hlátur, Drottinn
Ég hef fengið nóg
af döprum dýrlingum
og fúlum trúarbrögðum
Ég hef fengið nóg
af syndaleit
og efa um náðina.
Ég þarf dálítinn hlátur, Drottinn,
eins og þú gafst Söru.
6 | bjarmi | júní 2017