Bjarmi - 01.06.2017, Blaðsíða 7
Jarrow við Tyne, Sf. Paul's klausfur,
sfofnað á 7. öld.
í St. Mary's kirkjunni (anglikönsk)
kynnti Kate Tristram - sagnfræðingur
og guðfræðingur, fyrrum prófessor við
Durhamháskólaog meðal fyrstu kvenpresta
í ensku kirkjunni - okkur söguna með
smitandi innlifun. Oswald konungur, sem
ungur dvaldist í útlegð á eynni lona, kallaði
eftir liði þaðan til að kristna ríki sitt. Sá sem
leiddi það verk var Aidan en hann kom
árið 635 með hóp munka með sér. Hann
hafði annan hátt á en tíðkaðist gjarnan við
kristniboð á þessum tímum. Fór gangandi
og vopnlaus um þorpin - þar sem jafnvel
konur báru beitta hnífa - og ræddi við fólk
sem jafningja eftir að hafa lært tungumál
engilsaxa en fyrst túlkaði konungurinn fyrir
hann. Miðstöð fékk hann að reisa, látlaust
timburklaustur, á Lindisfarne.
Megi ég vera aleinn með Guði
eins og frekast má verða.
Gerðu mig að eyju,
eins og er flóðaldan dregur vötnin
fast upp að ströndinni, aðgreindan,
einan með þér, Guð, helgaðan þér.
Búðu mig síðan, með útfallinu,
undir að færa önnum köfnum heimi,
handan eyjunnar, návist þína,
heiminum sem ryðst inn á mig
þar til vötnin koma á ný
og umlykja mig hjá þér.
Bæn heilags Aidans - sótt í bækling St.
Mary's kirkjunnar á Lindisfarne
En ég bið þig um að þurfa ekki að bíða
þar til ég verð níræð
og barnshafandi.
Skoska kirkjan
Á HELGRl EYJU
Af margvíslegri gefandi reynslu slær ekkert
út lokadag okkarflestra „pílagrímanna“ með
för út í Lindisfarne (Holy Island). Þann stað
hafa margir heyrt nefndan sem viðmiðun
um upphaf víkingaaldar - árás víkinga árið
793 á hið merka klaustur eyjarinnar sem
er landföst hluta sólarhringsins á háfjöru.
Eins og pílagrímum sæmir gengum við
flest yfir leirurnar í kjölfar útfallsins, rúmlega
þriggja kílómetra leið. Varað var við
gúmmístígvélum, þau eru sleipari og geta
setið föst í eðju, frekar skyldi fólk ganga
berfætt sem nokkrir gerðu. Við hjónin
fórum bil beggja, fórum úr gönguskónum
við dýpsta álinn sem útfallið hafði skilið eftir
og brettum vel upp skálmarnar (ég flutti
jafnvel léttbyggða Litháa yfir).
Þessi morgunganga mót rísandi sól
var áhrifamikill aðdragandi komu á þennan
helga stað sem baðaður er bænum fólks
allt frá 7. öld. Á þessari allstóru eyju er
afmarkað fallegt um 500 manna þorp en
þar er víst örtröð ferðafólks á sumrum. Ekki
hafa eyjaskeggjar freistast til að skemma
umhverfið með nýjum hótelbyggingum
en nóg er af veitingastöðum og ýmsum
afdrepum fyrir gesti, að ekki sé minnst
á kirkjur og klausturrústir. Jafnvel á
pósthúsinu fást bækur um kristið trúarlíf
og helga sögu eyjarinnar.
Okkar beið heitt kaffi og ósvikið
meðlæti í miðstöð „Samfélags Aidans
og Hildu" (The Open Gate) sem býður
ýmiss konar uppbyggingardvalir eða
einstaklingsbundin tækifæri til hvíldar og
uppbyggingar eftir óskum og þörfum
fólks. M.a. er ekki óalgengt að útbrunnir
prestar leiti þarna hælis um hríð. „Hafið
bara samband“ - var sagt við okkur.
Leiðsögumaður okkar, Þenny Warren,
er einmitt í forystuhópi þessa samfélags.
Meðal skipulagðra kyrrðardvala eru þær
sem flétta fuglaskoðun inn í dagskrána en
eyjan og leirurnar eru einstök fuglaparadís
jafnvel með lunda og kríur. Þetta er staður
sem kvaddur er með söknuði.
Jarrow við Tyne, Sf. Paul's klausfur, sfofnað á 7. öld.
bjarmi | júní 2017
7