Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2017, Síða 8

Bjarmi - 01.06.2017, Síða 8
Tolur í IKihlíunni: Eitt himdrað íúnmtín og þrír! ÓLAFUR JÓHANNSSON „Hann sagði: „Kastið netinu hægra megin við bátinn og þið munuð verða varir.“... Símon Pétur fór í bátinn og dró netið á iand, fullt af stórum fiskum, eitt hundrað fimmtíu og þremur. Og netið rifnaði ekki þótt þeir væru svo margir." (Jóh. 21:6- 11) Talan 153 í þessari frásögn hefur valdið miklum heilabrotum og verið skýrð með ýmsu móti. Hvers vegna er talað um 153 fiska? Ýmsar tilgátur hafa komið fram. ALLT MANNKYNIÐ OG GUÐ? í dæmisögum Jesú er hundrað tala heiðingjanna (=allra þjóðanna utan ísraels) sem verða með í guðsríkinu. Sæðið ber hundraðfaldan ávöxt (Lúk. 8:8 og 15) og hirðirinn á hundrað sauði (Lúk. 15:4). Talar fimmtíu táknar Gyðingana, leifar ísraels sem væntu komu Messíasar. Guð er þríeinn og talan þrír er því tala heilagrar þrenningar sem fullkomnar hjálpræðið. Eitt hundrað fimmtíu og þrír er þannig tala hins fullkomna hjálpræðis sem Guð kemur til leiðar og er ætlað bæði Gyðingum og heiðingjum. SUMMA EÐA MARGFELDI NÁÐARINNAR? Talan 153 er summa allra talna frá 1 til og með 17 og að sama skapi útkoman þegar 17 er margfaldað með 9. Ein skýringin snýst um að 10 tákni lögmálið (sbr. boðorðin tíu) en 7 náðina (sbr. sjö gjafir Andans). Þannig fást 17 og margfaldað með heilagri þrenningu kemur út 51 en 153 þegar aftur er margfaldað með þrenningunni. Flóknari útgáfan af þessari skýringu felur í sér að allar tölurnar frá 1-17 hafi trúarlega skírskotun, talað er um 9 englakóra, 8 sæluboð o. s. frv. Summan 153 stendur þá fyrir þau öll sem náð Guðs nær til með einhverjum hætti. TALA NAFNS? Ein skýringin snýst um að talan 153 sé tala nafns Símonar Péturs: Símon (71) sonur (22) Jónasar(31) Kefas (=klettur/Pétur 29). Önnur skýring fær sömu samtölu út úr orðunum á bak við gríska orðið IXÞYS sem þýðir fiskur en var líka hluti af dulmáli frumkirkjunnar því á grísku eru þetta fyrstu stafir orðanna Jesús Kristur Guðs sonur frelsari. SAMTALA MÓTSAGNANNA? Við yfirlestur þessarar greinar var höfundi bent á forna útlistun Evagriusar frá Pontus. Hann fullyrðiur að 100 sé tala rétthyrningsins, 28 tákni þríhyrninginn og 25 kúluna. í samtölunni 153 renna þessar þrjár mótsagnir saman, rétt eins og fagnaðarerindið yfirskyggir allt sem aðgreinir. 8 | bjarmi | júní 2017

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.