Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2017, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.06.2017, Blaðsíða 10
Hvað er íhugim? VIGFÚS INGVAR INGVARSSON Þetta orð kemur oftar við sögu nú síðari árin en löngum fyrr. Merkingin er þó oft óljós eða fljótandi og því fer fjarri að einhugur sé um notkun þessa hugtaks. En í þeirri andlegu leit sem er ríkur þáttur í lífi svo margra í okkar samtíð er oft minnst á íhugun og margir iðka eitthvað sem þeir kalla íhugun. Óljós merking orðsins á sér margar orsakir. Eitt er það, að orðið er notað í ósérhæfðu daglegu máli (að íhuga) um það, að ígrunda eitthvað eða velta vöngum yfir einhverju. Og svo jafnframt í sérhæfðari merkingu um einhvers konar markvíssari huglæga eða trúarlega iðkun. Á því sviði gætir einnig ruglings sem á sér sögulegar rætur. Þegar um er að ræða fremur faglega notkun orðsins, innan kristinnar hefðar, þá er þetta þýðing á gömlu erlendu hugtaki. íhugun er þýðing latneska orðsins „meditatio“. Það leysir þó ekki allan vanda að vísa tíl frumhugtaksins en bakgrunnur orðstofnsins „med“ vísar til þess að fást við eitthvað með einbeittum og endurteknum hætti. Hér er látið ógert að kafa ofaní hebreska hugtakið (hagá) sem að baki býr í Gamla testamentinu en það felur alltaf í sér hljóðþátt, einhvers konar muldur. ÍHUGUN OG HUGLEIÐSLA Ekki er hægt að fjalla um hugtakið „meditatio" (íhugun) án þess að geta um annað hliðstætt hugtak, „contemplatio“ (contemplation, hugleiðslu, ásæi). Það hefur verið notað um trúarlega iðkun í kristni þar sem áherslan hvílir ekki á sérstöku ígrundunarefni heldur fremur á kyrrð og orðlausri leit eftir návist Guðs á líðandi stundu. Orðið íhugun (meditatio) hefur í kristni frá fornu fari og með rætur í gyðingdómi verið notað um kristilega ígrundun einhvers efnis og þá einkum lesefnis úr Ritningunni eða annarra helgra texta. Það hefur einnig verið notað um það þegar annars konar efni, t.d. mynd, er notað sem kveikja að ígrundun guðlegs veruleika. í jólaguðspjalli Lúkasar rekumst við á dæmi um þetta þegar María íhugar frásögn hirðanna af atburðunum á Betlehemsvöllum.1 En hér (sbr. nefnda ruglingslega hugtakanotkun) er ígrundun Maríu kölluð „hugleiðsla" sem vissulega stenst sé horft til hversdagslegrar málnotkunar.2 Hefðbundið íkristni í aldanna rás er þó að tala og rita um „íhugun“ þegar átt er við trúarlega ígrundun einhvers „efnis" - það er íhugað út frá einhverju. Sem minnisreglu mætti segja að í kristinni hefð sé jafnan eitthvað „í“ íhuguninni. Um annað lykilvers í þessu samhengi, í Biblíunni, Sálm 1.2.... hugleiðir lögmál hans dag og nótt“ gildir það sama. Hér er hversdagsleg málnotkun tekin fram yfir gamla guðfræðilega hefð. Þarna er augljóslega verið að íhuga „efni“. 10 | bjarmi | júní 2017 n

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.