Bjarmi - 01.06.2017, Side 11
'Lúkas 2.19. ' ^ -i _
Þýðendur forðast e.t.v. orðið „ihugun" vegna
hugrenníngatengsla við austræn trúarbrögð.
'Um þennan rugling, sjá t.d. hina ágætu bók: Veier til
helhet: Lær á meditere i kristen tradisjon, sem norski
presturinn Anna Ramskov Laursen hefur skrifað.
Verbum2011. .
er í fyrirrúmi. Hér er gengið út frá þeim
skilningi að kristin bæn, í hvaða mynd sem
er, sé samfélag við Guð.
Kristin íhugun eða hugleiðsla leiðir
almennt ekki til þess að bæn sem beiðni
eða fyrirbæn sé vanrækt og bæn sem
íhygli (íhugun/hugleiðsla) skýrir oft fyrir
iðkendum, hvar brýnast er að taka til
hendinni og gefur kraft til þjónustu í
kærleika.
Svarið við spurningunni um hvað átt sé
við með orðinu íhugun hlýtur, í stuttu máli
sagt, að vera, að það fari mikið eftir því
hver talar eða ritar og út frá hvaða hefð.
M.a. hvort um hversdagslega málnotkun
er að ræða eða guðfræðilega faglega.
Sé vísað til gamalla kristinna hefða þá er
merkingin að verja ótrufluðum tíma í að
einbeita sér að biblíutexta eða viðlíka efni
til þess að nálgast Guð, styrkja tengslin við
hann og verða fyrir meiri áhrifum frá veru
hans og vilja.
Sé orðið notað undir áhrifum frá
þýðingum á umfjöllun um trúariðkun í
hinum fjarlægari Austurlöndum, má ætla
að orðið „íhugun“ merki hugleiðslu sem
ekki snýst um tiltekið efni heldur einhvers
konar andlega æfingu sem varla þarfnast
tiltekins innihalds.
Sem dæmi um hefðbundna kristna
íhugun mætti nefna „Jesúbænina“ sem
ættuð er úr austurkirkjunni en er nú
útbreidd um öll Vesturlönd. Hún byggist á
endurtekningu orðanna: „Drottinn, Jesús
Kristur, miskunna þú mér (syndaranum)“
víst jafnan í huganum og stundum með
tengingu við öndunina.
Það sem hér er kallað „gamalgróin"
hefð er þó ekki einhlítt hjá þeim sem hafa
ritað um guðfræði kristinnar trúariðkunar.
Dæmi um það væri að finna innan
hefðarinnar frá Ignatíusi Loyola (1491-
1556) þar sem algengt er að rita um
hugleiðslu (contemplation) þó að um sé að
ræða íhugun þ.e. ígrundun efnis.
SÍÐARI TÍMA RUGLINGUR
Löngu síðar kom annað til sem vísar (
hina áttina (þ.e. að skilja Ihugun sem
hugleiðslu). Það var þegar verið var að
þýða og kynna texta úr trúarbrögðum
urlanda á 19. öld í
3á voru kristnar hefðir á sviði
^unar og hugleiðslu almennt ekki
íikið þekktar (héist innan klaustra)
iir sem þýddu voru lítt kunnugir
hefðum. Því var austræn iðkun,
sem greinilega fellur undir það sem
hefðbundið var að nefna hugleiðslu
(contemplation) á Vesturlöndum, þýdd
sem íhugun (meditation), að segja má
fyrir misskilning. Þannig hefur það orðið
hefð, þegar iðkendur vísa til austrænna
hugleiðsluaðferða, að nefna þetta
„íhugun“ (t.d. talað um innhverfa íhugun).3
Rétt er að taka fram að hugleiðsla
að kristnum skilningi stefnir ekki að því
að tæma hugann heldur opna hann fyrir
blessandi áhrifum Guðs. Stundum er sagt
að íhugun byggi öðrum þræði á því sem
við gerum en hugleiðingin sé alfarið Guðs
verk. í báðum tilfellum er næði mikilvægt
hvort sem setið er inni í stofu eða gengið
um úti í náttúrunni. En „að vera til staðar“,
láta hvorki hið liðna né umhugsun um hið
ókomnatrufla lifun augnabliksins. Það sem
nú er farið að kalla „núvitund" hefur alltaf
verið miðlægt í kristinni íhygli og bænahefð.
FORMIÐ EKKI AÐALATRIÐI
Að sjálfsögðu geta mörkin á milli íhugunar
og hugleiðslu orðið óljós. íhugun getur t.d.
leiðst yfir f hugleiðslu. Hvort tveggja má
kalla bænaform, þá hlið bænarinnar sem
snýr að hlustun á það sem Guð vill tjá
okkur í orði sínu og anda, Hin hliðin væri
bæn þar seif tjáning okkar gagnvart Guði