Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2017, Síða 15

Bjarmi - 01.06.2017, Síða 15
kirkjur dreifast yfir nokkra staði í vesturhluta Japans. Elsta hús biblíubúðanna í Hiruzen. MIÐSTÖÐ í KOBE Undirritaður heimsótti Japan í mars sem leið til að hitta kristniboðana, fá innsýn í starfið og átta sig betur á þörf og aðstæðum. Ferðin lá fyrst til Kobe sem er borg með um 1,5 milljónir íbúa og er samvaxin Osaka og er enn fjölmennari. Kobe komst í heimsfréttir þegar hrikalegur jarðskjálfti reið þar yfir 17. janúar árið 1995. Skjálftinn var upp á 6,9 stig og stóð yfir í 20 sekúndur. Upptökin voru aðeins 20 km frá höfninni og á 16 km dýpi. Fjöldi fólks, um 140 þúsund, dó og langan tíma tók að byggja upp þau mannvirki sem eyðilögðust og koma fólki (um 300 þúsund) úr bráðabirgðahúsnæði í húsnæði til frambúðar. Áhersla var lögð á að læra af reynslunni og byggja sterkari hús í framtíðinni. Segja má að það sé eins gott því sumar byggingarnar eru 40 hæða Á tindi Rokkófjalls, uppfyllinqinq Rokkóeyjar í baksýn. háar og sú hæsta sem undirritaður sá 55 hæðir. í Kobe rekur WJELC biblíuskóla, guðfræðiskóla, leikskóla og kirkju og þar eru einnig skrifstofur kristniboðsins. Leifur Sigurðsson og kona hans Katsuko búa í úthverfi Kobe, sem byggt er á uppfyllingu og heitir Rokkó-eyja. Starfsstöð þeirra er kirkja sem staðsett er í kjallara blokkarinnar sem er við hlið þeirra sem þau búa í. Hlutverk þeirra er m.a. að ná til nýrra og sinna unglingastarfi kirkjunnar. í heimsókn minni tók ég m.a. þátt í aðalfundi kirkjunnar og flutti þar kveðjur frá SÍK og eins Kristniboðs- og hjálparstarfsnefnd kirkjunnar. Þátttakendur bjarmi | júní 2017 | 15

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.