Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.06.2017, Page 16

Bjarmi - 01.06.2017, Page 16
ASUMRIN ERU BIBLÍU- VIKUR MEÐ ÚTIVIST OG BIBLÍU- FRÆÐSLU FYRIRFJÖL- SKYLDUR, UNGLINGA OG ÝMSA HÓPA. A aðalfundi krikjunnar með 150 jaáttiakendum. á fundinum voru um 150 manns og stóð hann yfir í sólarhring. Undirritaður tók síðan þátt í árlegri ráðstefnu, e.k. aðalfundi kristniboðs- starfsins í landinu. Hann var haldinn á einum þessara staða, á landsbyggðinni í fjöllunum í Hiruzen, um 500 metra yfir sjávarmáli. Þar rak NLM upprunalega landbúnaðarskóla sem hefur verið lagður af og hefur undanfarið verið rekinn svipaður og sumarbúðir fyrir fólk á öllum aldri, svokallaðar biblíubúðir. SAGA WJELC í STUTTU MÁLI Á ráðstefnu eða ársfund kristniboðanna komu forsvarsmenn kirkjunnar í heimsókn. Þeir tjáðu þakklæti sitt fyrir starf kristni- boðanna öll þessi ár og að hafa komið með hinn lútherska arf með áherslu á Ritninguna, trúna og náðina. Þar að auki er áherslan á lifandi trú og vakningu, náið samband við Jesú og þátttöku leikmanna í starfinu. Fyrstu kristniboðarnir komu árið f 949. Kirkjan sjálf var stofnuð árið 1962 en fyrstu japönsku prestarnir voru vígðir árið 1959. Hlutverk öldunga hefur alltaf verið afar mikilvægt. f upphafi árs 20f7 voru 3.843 manns skráðir í kirkjuna, þar af 637 börn. Af þessum eru margir óvirkir, virkir eru 1739 samkvæmt viðmiðum sem kirkjan hefur sett sér um mætingu og stuðning við starfið. Meðalmæting í kirkju á sunnudögum er 1186, og auk þess 247 böm í sunnudagaskóla. 35 voru skírðir í fyrra, þar af 8 börn, en árið á undan voru 57 skírðir. Góður hópur undirbýr sig nú fyrir skírn á þessu ári. Kirkjur eða söfnuðir eru 42, prestarnir 27 og kristniboðar að störfum 11 talsins. Margir sjálfboðaliðar leggja sitt af mörkum fyrir kirkjustarfið. ANNAÐ STARF Fyrir utan safnaðarstarfið eru deildir eða stofnanir kirkjunnar, þ.e. biblíu- og guðfræðiskólar og biblíubúðir og kristniboðs- og fjölmiðladeildir. Stofnanirnar eru að mati forsvars- manna kirkjunnar afar mikilvægur hluti af kirkjustarfinu. Engin kirkja er með svo margar stofnanir miðað við jafnfáa kirkjumeðlimi. Tveir leikskólar eru reknir af kirkjunni með samtals um 80 börn. Ein deildin er kristniboðsdeild. Kirkjan hefur rekið kristniboðsstarf erlendis í Hong Kong frá 1980. Unglingastarf kirkjunnar er 16 | bjarmi júní 2017

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.