Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2017, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.06.2017, Blaðsíða 18
Engír giiMeysingjar UM LÚTHER OG FYRSTA BOÐORÐIÐ TOMAS NYGREN Hið góða verður gjarnan að okkar hættulegustu syndum. Lögmálið getur orðið fagnaðarerindi. Engir guðleysingjar eru til. Tomas Nygren skrifar um þrenns konar afleiðingar þess hvernig Lúther lítur á fyrsta boðorðið: „Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.“ Staðhæfingin: „Engir guðleysingar eru til“ hljómar eins og vitleysa. Samkvæmt ýmsum rannsóknum í Svíþjóð skilgreina milli 6 og 17% sig sem guðleysingja. Eins og venja er ráðast niðurstöður og hundraðshlutfall þátttakenda að hluta af því hvernig spurt er og að hluta til af því hverjir hafa verið spurðir og kjósa að svara, sem getur m.a. skýrt þá breidd sem þarna birtist. En það að maður trúi ekki á neinn guð segir í rauninni ekkert um það hvort maður eigi sér sinn guð eða ekki. Að minnsta kosti ekki ef byggt er á hugsun Lúthers þegar hann skilgreinir hvað telst vera guð, þegar hann útskýrir fyrsta boðorðið í Fræðum sínum hinum meiri. „Guð nefnist sá, sem alls góðs er vænst af, og sem leitað er til í allri neyð. Að hafa Guð er þannig ekki annað en að treysta á hann af öllu hjarta og trúa á hann og eins og ég hef oft sagt, er það einungis hjartans traust og trú, sem gerir greinarmun á því, hvort um er að ræða Guð eða skurðgoð."1 Með þessa greinargóðu skilgreiningu á því hvað felst í trú á guð, verða guðleysingjar í rauninni guðstrúar. Öll eigum við eitthvað sem við treystum á, felum líf okkar í hendur, bindum vonir við, og sem í takt við það stýrir lífi okkar. Við erum öll afhjúpuð sem óhjákvæmilega trúuð. Spurningin er einungis hvaða guð við höfum. Þar með erum við komin að næstu fullyrðingu. Að „hið góða verður gjarnan að hættulegustu syndum okkar“ er eðlileg afleiðing þess að halda sig við skilgreiningu Lúthers á því hvað guð er. Mesta freisting flests kristins fólks er ekki fólgin í því sem augljóslega er eitthvað slæmt eða illt. Það hefur sjaldan aðdráttarafl. Allt sem hins vegar er gott og dásamlegt, sem við þráum, er erfðara að höndla og láta skipa sinn rétta sess: Ástarsamband, gott kynlíf, fallegur og vel þjálfaður líkami, góð geðheilsa, spennandi sjálfsmynd og sjálfsskilningur, gott starf og starfsframi, að vera frægur, ævintýraferð, eigin íbúð, góður bíll, að börnunum mínum vegni vel í lífinu... Allt sem ég hugsa um á þennan hátt: „Ef þetta gerist ekki verður líf mitt tilgangslaust,“ eða „nái ég þessu ekki gefst ég upp,“ er í raun sá guð sem ég á. Flest er þetta jákvætt, góðar gjafir Guðs sem við höfum fullan rétt á að leita eftir og meta mikils. En einmitt þess vegna er það einnig það sem getur orðið hjáguð - það sem laðar mest og erfiðast er að 18 | bjarmi | júní 2017

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.