Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.06.2017, Page 21

Bjarmi - 01.06.2017, Page 21
einungis gagnrýna aflátssöluna. Ef einhver hefði sagt mér að ég færi á ríkisþingið í Ágsborg og eignast eiginkonu og heimili sex árum síðar hefði ég aldrei trúað honum.3 Það vekur athygli að Lúther telur starf sitt sem prófessor, brautryðjanda siðbótarinnar eða ráðgjafa furstans ekki byltingarkenndustu þættina í lífi sínu, heldur þá staðreynd að Guð hafði gefið honum konu og heimili. Þessum einlæga munki! Það stendur upp úr og er í augum hans kraftaverk. Þetta skref var með öllu óhugsandi í samtíð Lúthers áður en siðbótin ruddi sér braut í Evrópu. í annarri borðræðu ítrekar Lúther þetta enn frekar og segir: „Guð gaf mér konu og heimili."4 (þessum orðum kemurfram kjarni kenningarinnar um réttlætinguna af trú sem mótar, eða réttara sagt opnar, manninum nýja sýn á heiminn og lífið. Lúther fær að reyna í Ijósi réttlætingarinnar að líf hans er í hinu smæsta sem hinu stærsta gjöf Guðs. Og hann sér einna skýrast innan fjölskyldu sinnar, sem eiginmaður og faðir, hve dýrmætar gjafir Guðs eru. Við skulum aðeins fara yfir sögu Lúthers út frá þessum sjónarhóli og athuga aðdragandann að því að hann kvæntist Katarínu frá Bóra og hvernig fjölskyldulífi þeirra var háttað. KENNING LÚTHERS UM HJÓNABANDIÐ Það var engin skyndiákvörðun hjá Lúther að kvænast. Ákvörðun sína byggði hann á áralangri íhugun og ritskýringu á textum Ritningarinnar. Rannsóknir hans á hjónabandinu og það sem hann skrifaði um það efni tengdist ekki persónulegum vanda hans, heldur var hann að bregðast við þeirri raunverulegu neyð sem hjónabandið bjó við í samtíð hans sem stofnun samfélagsins. Þessi neyð kom meðal annars fram í þeirri almennu vanvirðingu sem hjónabandinu og fjölskyldunni var sýnd á miðöldum. Ástæðna þessa er að leita í þeirri líkamsfyrirlitningu sem ríkti í kenningu miðaldakirkjunnar um hjónabandið og kynlífið.5 Áhrif grískrar heimspeki, bæði nýplatónismans og Aristótelesar, voru mikil innan kirkjunnar og komu m.a. fram í þeim skilningi að hið veraldlega líf, með öllum sínum holdlegu gæðum, væri einungis skuggi þeirrar andlegu sælu sem biði manna að lífi loknu. Menn áttu að búa 3D. Martin Luthers Werke. Kritische Gesamtausgabe - Tischreden [framvegis skammstafað WA TR], Hermann Böhiaus Nachfolger, Weimar 1883-2009, 2, 165 (nr. 1654). Sjá einnig: WA TR 3, 211 (nr. 3177). 4WATR4, 432 (nr. 4690). 5Um hjónabandsskilning miðaldakirkjunnar, sjá: Ranke-Heinemann, Eunuchen fur das Himmelreich. Katolische Kirche und Sexualitat, 50-67,81-104,158-222; Henri Crouzel, „Ehe/Eherecht/Ehescheidung V. Alte Kirche", Theologische Realenzyklopádie, 9. bindi, Walter de Gruyter, Berlín 1982,325-330; Leendert Brink, „Ehe/Eherecht/Ehescheidung VI. Mittelalter," Theologische Realenzyklopadie IX, Walter de Gruyter, Berlín 1982, 330-336; Hermann Ringeling, Theologie und Sexualitát. Das private Verhalten als Thema der Sozialethik, Gutersloher Verlagshaus Gerd Mohn, Gutersloh 1968, 9-47. bjarmi | júní 2017 | 21

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.