Bjarmi - 01.06.2017, Page 22
sig undir hana og einn meginþátturinn
í. þeim undirbúningi var að forðast allt
sem tengdist holdinu, þar á meðal samlífi
kynjanna. Hjónabandið var að vísu lofað
af kirkjunni í Ijósi nauðsynjarinnar, enda
gegndi það mikilvægu hlutverki í viðhaldi
þjóðarinnar og uppeldi barna. Hin andlega
stétt var hins vegar yfir hjónabandið sett;
samlífi hjóna féll undir synd og var jafnvel
gert að inntaki hennar. Auk þess var
hjónabandið skilgreint sem sakramenti
og í Ijósi þess voru bundnar við það
ýmsar forskriftir sem kirkjan notfærði sér
til að ná taki á samvisku fólks.6 Við þetta
allt bættist að margir prestar bjuggu
með konum sínum í óvígri sambúð, oft í
sárri fátækt. Konur þeirra og börn voru
réttindalaus í sambandi við framfærslu
og erfðir. Prestarnir voru síðan þjakaðir af
samviskubiti í allri þjónustu.
í Ijósi skilnings Ritningarinnar
á hjónabandinu hafnaði
Lúther allri slíkri tvíhyggju
og öllum tilraunum til
að hefja meinlætið yfir
daglegt líf fólks.7 Hann
hvatti m.a. presta
til þess að kvænast
sambýliskonum sínum
og létta þar með af
samvisku sinni. Lúther
sagði við prest sem
átti við þennan vanda
að glíma að hann
skyldi „kvænast konu
sinni og búa með henni
sem eiginkonu hvort sem
páfi leyfði það eða ekki'L8 Hið
sama ráðlagði hann þeim ungu nunnum
og munkum sem vildu ekki né gátu haldið
skírlífisheit sitt.
Lúther hafnaði alfarið þeim skilningi að
meinlætalíf væri hafið yfir hjónabandið og
benti á þá blessun sem Guð hefur gefið
1524 að sjálfur gæti hann lítt staðið í
hjónabandshugleiðingum, maður sem á
hverri stundu gat átt von á því að verða
brenndur sem trúvillingur.10 Það er því
ekki að undra að ákvörðun Lúthers um
að kvænast Katarínu frá Bóra hinn 13.
júní 1525 hafi komið eins og þruma úr
heiðskíru lofti. Þó var þetta ekki eins óvænt
og ætla mætti. Lúther hafði skipulagt flótta
þrettán nunna úr klaustri í Nimbschen og
ein úr hópi þeirra var Katarína frá Bóra.
Þar sem nunnurnar áttu í engin hús að
venda bjuggu þær í Ágústínusarklaustrinu
í Wittenberg og með tíð og tíma fundu þær
sér nýjan starfsvettvang og gengu margar í
hjónaband. Katarína frá Bóra var orðin ein
eftir og gekk illa að koma henni fyrir. Þessu
olli stolt hennar, sögðu menn, og hversu
ákveðin hún var og ósveigjanleg. Lúther
reyndi eftir mætti að finna mannsefni handa
henni og mælti með hinum og þessum,
en hún hafnaði þeim öllum og skrifaði
að lokum eigin lista yfir hugsanleg
mannsefni. Á honum voru tvö
nöfn, þ.e. Lúthers og vinar
hans. Til eru ýmsar sögur
um það að Katarína
hafi ávallt ætlað sér
að giftast Lúther,
en hér vitum við
góðu heilli minna
en við vildum.
Lúther skrifar í bréfi
til vinar að hann líti
svo á að það sé
vilji Guðs að hann
taki Katarínu að sér
og biður Guð að veita sér
hamingjusamt hjónaband.11
Hér verðum við að huga að sögulegu
samhengi til þess að skilja þann jarðveg
sem hjónaband þeirra Katarínu og
Marteins er sprottið úr. Bændauppreisnin
geisaði um allt Þýskaland. Lúther var mjög
því. Á einum stað segir hann að Guð hafi
skapað karl og konu til þess að þau dragist
hvort að öðru og að það sé vilji hans að
þau njóti hvort annars. Þessi löngun er
svo sterk sem raun ber vitni af því að
Guð hefur bundið hana við sköpunarorð
sitt. Og Orð Guðs stendur og blessun
þess þótt maðurinn sé fallinn. Að karl og
kona dragist hvort að öðru og njóti samlífs
samræmist góðum vilja Guðs. Og þar sem
þetta er vilji hans getur maðurinn ekki
sett .^ílílltlllk nokkur lög eða
reglur um einlífi
sem hindra
hann.9 Lúther
benti þó á
að vissulega
væru til
undantekningar frá þessu, en þær væru
sjaldgæfar.
AÐDRAGANDI AÐ HJÓNABANDI
Lúther skrifaði vini sínum, Spalatín, árið
8Luthers Werke in Auswahl [framvegis skammstafað Cl], útg. Otto Clemen, Verlag von Walter de Gruyter & Co, Berlín 1933-1936, 2, 340-345.
7Sigurjón Árni Eyjólfsson, „Ágrip af kristnum hjónabandsskilningi," Skírnir, haust 1998, 307-338.
8CI 2, 397.
9„Eine christliche Schrift an H.W. ReiRenbusch, [...] sioh in den ehelichen Stand zu begeben," WA 18, 275 (1525).
10D. Martin Luthers Werke. Briefwechsel [framvegis skammstafað WA Br.j, Hermann Böhlaus Nachfolger, Weimar 1883-2009, 3, 394 (nr. 800 til Spalatíns 30. 1. 1524).
"WA Br. 3, 482 (nr. 860 til Jóhanns Ruhls 25. 4.1525).
22 | bjarmi | júní 2017