Bjarmi - 01.06.2017, Blaðsíða 23
áhyggjufullur vegna hennar og reyndi að
tala um fyrir bændum og furstum. Hann
varð að sætta sig við að orð sín um að
halda frið og semja féllu í grýtta jörð. í Ijósi
þessa varð hann ákveðnari í að kvænast.
„Ég ætla að storka djöflinum og áður en ég
dey ætla ég að kvænast Kötu minni sama
hvernig djöfullinn lætur.“12 Mitt í ófriðnum
vildi Lúther undirstrika að Guð væri góður
og sköpun hans öll þótt veruleikinn virtist
um stund mæla gegn því.
Katarína frá Bóra sýndi mikið hugrekki.
Hún, nunnan, gekk að eiga munk, sem
var í banni! Með þvi kallaði hún sömu
bannfæringu yfir sjálfa sig, sem bættist ofan
á þá bölvun sem almennt hvíldi í hugum
fólks yfir hjónabandi munks og nunnu (og
var bannað samkvæmt kononískum rétti).
Það var almannarómur að afkvæmi munks
og nunnu yrði antíkristur.13 Það eitt var nóg.
Hjónaband þeirra hafði því mikilvægt
játningargildi og um leið mótandi áhrif fyrir
kirkjudeild mótmælanda. Einmitt þessi
þáttur varð þess valdandi að þau urðu
fyrir svívirðilegum árásum og rógburði
öll hjónabandsárin.14 Var jafnvel samið
háðsleikrit um hjónalíf þeirra, veggspjöldum
af þeim dreift á götum úti og þeim send
nafnlaus níð- og hótunarbréf. Þau hjónin
létu þó ekki þessar árásir eða varnirnar
gegn þeim ná tökum á hjónabandi sínu,
heldur létu þau leiðast af þeirri þekkingu
sem fólst í réttlætingunni af trú og þeirri
nýju lífssýn sem hún veitti. Lúther tók á
gagnrýni með kímni og lét rógburð ekki
skyggja á gleði þeirra hjóna. Þegar þau
gengu í hjónaband var Lúther 42 ára og
Kataría var 14 árum yngri, eða 26 ára. í
borðræðu segir hann síðar: „Þegar þú situr
við eldhúsborðið: Sjá, hugsar þú, þú varst
um tíma einn, en nú er hún þar. Og í rúminu
lítur þú til hliðar og við hliðina á þér sérð þú
tværfléttur, sem voru ekki þar áður.“15
HEILÖG STOFNUN
f bréfum Lúthers er Katarína ávallt
nærri. Hann skilar ætíð kveðju „frá Kötu,
Evu minni“, eða kallar hana ýmsum
gælunöfnum eins og „kveðjuna sína“,
„mína elskulegu Kötu, „drottningu og
stjórnanda", „keisaraynju" eða „herra minn
Katarínu". Fallegasta kveðjan er líklega
þegar hann nefnir hana „morgunstjörnu
Wittenbergs". Þegar hann skrifar vini sínum
bréf í tilefni fæðingar sonar síns hættir hann
í miðjum klíðum með orðunum: „Þegar
ég skrifa þessa stafi, kallar Kata, sem er
máttfarin, á mig.“16
Hjónabandið varð Lúther tilefni
stöðugs þakklætis og trúarvitnisburðar um
að þessi stofnun væri heilög, guðleg og
dásamleg. En vissulega mæta okkur einnig
í bréfum og borðræðum Lúthers margar
frásagnir um erfiðleika og streð sem fylgir
fjölskyldulífinu. Þannig segir hann á einum
stað: „Guð hefur búið hjónabandinu kross
og heldur honum yfir því," en bætir síðan
við: „Ég mun samt elska og lofsyngja
hjónabandið, jafnvel á dauðastundinni."17
Á sama hátt og Lúther skilgreinir
hjónabandið í Ijósi trúarinnar skilgreinir
hann líf sitt og hlutverk sem faðir barna
sinna út frá trúnni. Börn eru ekki einungis
afleiðing getnaðar samkvæmt Lúther,
heldur gjöf Guðs. Börn gera hjónabandið
að merkustu stofnun sköpunarinnar. Þeim
hjónum varð sex barna auðið á rúmlega
átta ára tímabili; þau eignuðust þrjár
dætur og þrjá syni. í júní 1526 fæddist
Jóhannes, síðan Elísabet, þá Magdalena
(kölluð „Lenchen"), Marteinn, Páll og loks
Margareta í desember 1534. Tvö barnanna
létust ung. Elísabet dó rétt átta mánaða
en Magdalena, sem var augasteinn þeirra
hjóna, lést 13 ára.
Öll voru börnin gjöf Guðs í augum
foreldra sinna og þannig umgengust þau
börnin og gerðu ekki upp á milli dætra
12WA Br. 3, 541 (nr. 900 til Nicolas frá Amsdorf).
,3Kurt Aland, Die Reformatoren, 3. útg., Gutersloh 1983, 38.
14T.d. WA Br. 3, 650 (nr. 956. 28. 12. 1525, bréf Georgs hertoga til Lúthers).
15WA TR 2, 165 (nr. 1656).
,6WA Br. 4, 87 (nr. 1017, frá 8. 6. 1525).
,7WA TR 1,506 (nr. 1007) og WA TR 1,493 (nr. 974).
LÚTHER
HAFÐI
SKIPULAGT
FL.ÓTTA
ÞRETTÁN
NUNNA ÚR
KLAUSTRI
ÍNIMB-
SCHEN
OG EIN
ÚR HÓPI
ÞEIRRA VAR
KATARÍNA
FRÁ BÓRA.
bjarmi | júní 2017 | 23