Bjarmi - 01.06.2017, Síða 24
og sona. í bréfum sínum getur Lúther
yfirleitt þungunar Katarínu snemma
á megðgöngutímanum, enda eru
gleðitíðindin samofin beiðni um fyrirbæn til
handa móðurinni og þeim báðum um að
allt gangi að óskum. Þegar Lúther greinir
svo frá fæðingu barna sinna er fregnin
ætíð bundin þökk fyrir þá miklu náð sem
Guð hefur sýnt þeim hjónum. Og hann
segir: „Þökk sé Guði og dýrð,“ eða: „Lof sé
Kristi og dýrð fyrir að Guð hefur stækkað
fjölskyldu okkar.“ Hér er nauðsynlegt
að hafa í huga að á þessum tíma var
meðganga og fæðing lífshættuleg konum
og það er því ekki að undra að Lúther hafi
verið þakklæti efst í huga fyrir að halda
Kötu sinni og börnunum.
Þegar börn Lúthers og Katarínu
fæddust hvert af öðru varð hjónalíf þeirra
eins og opinberun. í bréfum sínum og
borðræðum vekur Lúther oft máls á því
hve ólík veröldin sé í augum barna og
fullorðinna. Hegðun barnanna varð honum
endalaus uppspretta dæmisagna um
náð Guðs og hvernig menn eiga að taka
við henni. Börnin lifa eins og þau séu nú
þegar í Þaradís og hafa óendanlegan
hæfileika til að læra af umhverfi sínu. Þau
ganga í sjálfsögðu trausti inn í lífið og
taka fullan þátt í lífi hinna fullorðnu. Þeim
er það einfaldlega sjálfgefið. Þannig gefur
„Lenchen" rétt fjögurra ára mikilvægar
ráðleggingar um efnahagsmál á sama tíma
og Hans hægir sér í áhyggjuleysi sínu úti í
horni í vinnuherbergi Lúthers.
Lúther var mjög vökull gegnvart börnum
sínum og það má teljast aðdáunarvert
hve næmur hann var á veruleika þeirra.
í athugunum sínum fylgdi hann ekki
hugmyndum fornmenntastefnunnar um
uppeldismál. Fylgismenn hennar litu á
barndóm og æsku sem vanþróað stig
mennskunnar. Þessi mennska næði
ekki fullum þroska nema hjá fullvaxinni
manneskju. Þessu hafnaði Lúther og
sagði að barnið hefði fulla mennsku og
eigin virðingu.13 Lúther horfði á börnin
með augum trúarinnar og skynjaði að þau
eru manninum gefin af Kristi til að vera
leiðbeinendurfullorðinna um hvað felst í því
að vera Guðs elskað barn (Matt 18.3). Hinir
fullorðnu eiga að læra af hegðun þeirra:
Þau deila ekki, heldur treysta orði Guðs í
hreinni trú sem gamlir þverhausar eiga svo
erfitt með að tileinka sér! Ást og umhyggju
foreldra sinna taka börnin sem sjálfsögðum
hlut; allt fellur þetta þeim í skaut fyrir það
eitt að fæðast í heiminn. Þau borða, dekka,
sofa og gera í bleiu í fangi móður sinnar, allt
í fullkomnu trausti.
Þannig eru þau fullorðnum eilíf
fyrirmynd um hvernig maðurinn á að taka
við náð og kærleika Guðs.19 Lúther snýr
þessu dæmi einnig við og horfir á manninn í
hlutverki barnanna. Hann lætur Guð spyrja
manninn eins og foreldri: „Hvað hefur þú
gert sem veldur því að ég elska þig svo
mikið að ég geri þig að erfingja mínum? Þú
sem skítur, mígur og fyllir húsið með gráti
og öskrum!“20 Og við þessari spurningu er
bara til eitt svar, sem er kærleikurinn sem
Guð ber til mannsins, eins og foreldri til
barns síns.
Lúther var störfum hlaðinn alla sína
ævi og margir kröfðust starfskrafta hans.
Hann var því oft að heiman, en í fjarveru
sinni var hann iðinn við að skrifa heim til
konu og barna. Mörg af þeim bréfum
sem varðveist hafa eru einmitt skrifuð við
slíkar aðstæður. Því miður hafa flest bréf
Katarínu glatast og verðum við því að
skoða líf þeirra í Ijósi bréfa og borðræðna
Marteins Lúthers. Af þeim heimildum sem
við höfum virðist Lúther hafa verið eins og
flestir feður, eftirlátssamari við dætur sínar
en syni. Þegar þau hjón missa Magdalenu,
eða „Lenchen", var það mikið áfall fyrir alla
fjölskylduna.
Lúther greinir frá því að hann hefði ekki
getað gert sér í hugarlund hve missir barns
gengur nærri hjarta mansins og rænir hann
öllum lífsvilja nema vegna þess að þau
hjónin misstu tvö af sínum eigin börnum.
Lengi eftir dauða „Lenchen" fjallar Lúther
um hryggð sína og hve erfitt þau hjón
eiga með að sigrast á sorginni. Þau gráti
þótt þau viti að dóttir þeirra búi í gleði í ríki
lífsins hjá Guði. Hér lokast hringurinn, segir
hann: Það er ekki verk foreldranna að kalla
börnin til lífsins, heldur þiggja þau barnið
úr hendi Guðs. Þannig hverfur barnið aftur
til þess sem gaf það. Og í þessari trú er
tekist á við sorgina og allt endanlega falið í
hendurGuði. Mörg bréf sem Lúther skrifaði
gagngert til þess að hugga fólk sem misst
hafði ástvini sína hafa varðveist. Hvernig
hann ber sig við að hughreysta aðra í
Ijósi eigin hryggðar í bréfunum, og hversu
einarðlega hann bendir á Krist í sorginni,
lætur engan ósnortinn.
FJÖLSKYLDULÍF INNAN
KLAUSTURVEGGJA
En kjarni fjölskyldulífsins varsamband þeirra
hjóna, Marteins og Katarínu. Hjúskaparár
þeirra urðu samtals tuttugu og eitt. Lúther
skrifar á einum stað: „Margir eiga konur,
en fáir finna konu.“21 Hér varar hann við að
blanda saman ást og fyrstu hrifningu. Ástin
er meira en slík hughrif, hún er eitthvað
sem vex og nærist af áralangri tryggð og
vináttu. Hjónaband þeirra Katarínu var
mótað af samspili trúar og reynslu, en
það gekk ekki átakalaust. Hér verður aftur
að hafa í huga þær aðstæður sem þau
bjuggu við. Þegar þau gengu í hjónaband
áttu þau ekkert nema hvort annað. Lúther
var févana munkur og prófessorslaun
hans nægðu rétt tii að framfleyta honum.
Þau hjónin fengu til umráða klaustrið sem
nú hafði verið yfirgefið af munkunum -
öllum nema Lúther! Þetta er gríðarlega
“Karin Bornkamm, „Gott gab mir Frau und Kinder," Wartburg-Jahrbuch, Sonderband Eisenaoh 1996, 75.
19WA 29, 190 (Predigum 27. 12. 1529).
20WA TR 1,505 (nr. 1004).
21CI 2, 351 (Vom ehelichen Leben 1522).
24 | bjarmi | júní 2017