Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.06.2017, Side 25

Bjarmi - 01.06.2017, Side 25
ASTIN ER MEIRA EN SLÍK HUGHRIF, HÚN ER EITTHVAÐ SEM VEXOG NÆRIST AF ÁRALANGRI TRYGGÐ OG VINÁTTU. stór bygging og viðhaldskostnaöur mikill. Að afhenda þeim þetta hús til umráða er líkt og að láta févana hjónum eftir litla skólabyggingu til heimilisnota nú á dögum. Siðbótin hafði margar afdrifaríkar afleiðingar. Mótmælendur voru oft reknir í burtu eða þurftu að flýja heimili sín. Stöðugur „flóttamannastraumur" var til Wittenberg. Leituðu margir á náðir Lúthers og bjuggu lengri eða skemmri tíma hjá þeim hjónum. Katarína gerði sér fljótlega grein fyrir því að fjárhagsleg staða heimilisins yrði að batna ef ekkert átti undan að láta. Hún brá á það ráð að leigja stúdentum herbergi og sjá þeim fyrir fæði. Þannig rak hún svo að segja stúdentagarð í klaustrinu. Auk þess tóku þau hjónin að sér mörg fósturbörn um skemmri eða lengri tíma og þau opnuðu hús sitt fyrir sjúklingum og hlúðu að þeim. Slíkt lá í eðli þeirra þar sem klaustrin voru frá fornu fari einnig sjúkrahús, sértaklega nunnuklaustrin. Þegar mest var um að vera bjuggu um 40 til 50 manns hjá Lúther og Katarínu, en að meðaltali voru um 30 manns í heimili. Þess ber að geta að Katarína naut hér dyggs stuðnings nunnu sem flúið hafði úr sama klaustri og var hún hjá þeim hjónum alla tíð. Þá má reikna með að upp undir tíu vinnukarlar og -konur hafi starfað undir stjórn hjónanna. Katarína var því „húsmóðir" og húsrekstrarstjóri á heimilinu. Hún tók síðar á leigu bóndabýli og hóf svínarækt og margt fleira. Það var því ekki bara góðlátlegt grín þegar Lúther kallaði hana „Drottin sinn og Herra". Heimilið sem hún rak jafngildir meðalstóru fyrirtæki nú á dögum, en fjármálin voru jafnan í höndum hennar. Ekki svo að skilja að Lúther hafi setið úti í horni með bjarmi | júní 2017 | 25

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.