Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.06.2017, Page 29

Bjarmi - 01.06.2017, Page 29
legra trúarbragða sú sama eða svipuð fyrir kristið fólk og kirkjuna. Sömu þættir vilja aftur og aftur blandast kenningu kirkjunnar. Þar eru bæði villuráfandi trúrækni mannsins og tilraunir djöfulsins að leiða okkur afvega aðalógnin. Þegar boðun kirkjunnar snýst um það sem maðurinn á að gera til að frelsast, þegar þagað er um kross Krists, leiðir boðskapur kristinnar kirkju í jafnmikla villu og önnur trúarbrögð. Lúther ásakaði eigin páfa í eigin kirkju á sfnum tíma fyrir að vera antikristur vegna þess að hann sá þetta gerast. Kirkjan þarf því stöðuglega að vera í siðbót. Það hefur enga þýðingu að finna upp nýjar kenningar, sem við höldum stundum fram sem túlkun fyrir samtímann, án þess að snúa sífellt til baka til boðskaparins um Krist og það sem hann hefur gert - og láta það móta okkar kristna samfélag. I stuttu máli getur trúrækni sem leiðir í villu verið alls staðar, samkvæmt Lúther. Þess vegna þarf að boða öllum fagnaðarerindið um Krist, bæði innan kristinnar kirkju og utan kirkjunnar - einnig þeim sem aðhyllast önnur trúarbrögð. Aðeins í Jesú Kristi er guðssamfélag sem frelsar. Þýtt úr sænska blaðinu Budbáraren nr. 3 , 2016 og birt með góðfúslegu leyfi útgefanda, EFS. Þýðing: RG. bjarmi | júní 2017 | 29

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.