Bjarmi - 01.06.2017, Qupperneq 30
Toyohiko Kagawa
- „heilagur Fransis frá Kobe í Japan
RAGNAR GUNNARSSON
Meðan á dvöl minni í Kobe í Japan stóð
í lok mars sl. kynntu norskir kristniboðar
mig fyrir Kagawa - sem reyndar lést árið
1960. En minning hans lifir. M.a. sá ég
kvikmynd sem gerð var um ævi hans og
eins heimsótti ég safn í borginni sem er
helgað minningu hans.
ALHLIÐA UMBÓTASINNI
Kagawa kom víða við, hann starfaði
sem prédikari eða prestur, kirkjulegur
siðbótamaður, verkalýðsleiðtogi, jafnaðar-
sinni, samvinnumaður og trúr lærisveinn
Jesú Krists. Barátta hans fyrir félagslegu
réttlæti minnir á störf dr. Marteins Lúthers
Kings og Móður Teresu. Þrátt fyrir
þrekvirki hans er nafn hans nær óþekkt
á Vesturlöndum og þetta var í fyrsta sinn
sem ég minnist þess að hafa heyrt hans
getið. Saga hans er stórmerk og vel þess
virði að rifja hana lítillega upp hér.
Toyohiko Kagawa fæddist árið 1888 í
Kobe í Vestur-Japan, sonur auðugrar fjöl-
skyldu. Aðstæður hans breyttust til muna
þegar hann varð munaðarlaus fjögurra ára
og flutti til stjúpmóður sinnar. Aftur flutti
hann til frænda síns 15 ára gamall þegar
fjölskylda hans varð gjaldþrota. Frændi
hans kostaði menntun hans og hvatti hann
til að læra ensku af tveimur kristniboðum
öldungakirkjunnar í Ameríku. Á þeim
tíma mætti hann Jesú Kristi í kærleika
og gestrisni kristniboðanna. Þegar hann
var skírður henti frændi hans honum út
en honum var tekið opnum örmum af
kristniboðunum, Logan og Myers sem
studdu hann meðan þeir lifðu.
NÁMSÁRIN
Kagawa var frá unga aldri talinn miklum
gáfum gæddur. Hann fór í háskólanám í
Tokyó og síðan guðfræðinám í Kobe og
útskrifaðist árið 1912. Á þeim tíma vann
hann mikið hjálparstarf í fátækrahverfum
Kobe. Við þau störf kynntist hann Haru
Shiba sem varð eiginkona hans árið 1913.
Árið eftir lá leið hans til Guðfræðiskólans
í Princeton þar sem hann var við nám
næstu þrjú árin. Fyrir utan guðfræðina
las hann m.a. heimspeki, Ijóða- og
bókmenntafræði, viðskiptafræði og líffræði.
Hann kynnti sér vel uppbyggingu og
félagslega innviði bandarísks samfélags.
Segja má að það hafi orðið kveikjan að
uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar og
samvinnuhreyfingarinnar í Japan. Hann
hélt síðar í fyrirlestrarferðir, bæði til Evrópu
og Ameríku og gaf út fyrirlestra sína sem
„Bróðurlega viðskiptafræði“.
GRUNDVÖLLURINN: KRISTUR
Boðun kristinnar trúar var áberandi í lífi
Kagawa. Kveikjan að því að starfa sem
prédikari var þegar hann var vitni að því
hvernig fátækur prestur þjónaði hinum
fátæku. Eitt sumarið meðan hann var við
nám í Kobe prédikaði hann dag eftir dag í
40 daga en féll í yfirlið þegar þeirri síðustu
var lokið. Var hann nánast búinn að ganga
frá sér og orðinn mjög veikur. Hann upplifði
kraftaverk á dánarbeði sínum og sneri
aftur til fyrri þjónustu. Sjálfur bjó hann í
30 | bjarmi | júní 2017