Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.06.2017, Qupperneq 34

Bjarmi - 01.06.2017, Qupperneq 34
og löngunin óx eftir að fá að þjóna Drottni. Um aldamótin samþykkti kirkjan að bjóða upp á það sem kallast Special Ordination Course, sem var sérstakt hraðnámskeið fyrir presta. Ástæðan var vöxtur starfsins og aukin þörf fyrir presta þar sem kristniboðunum hafði fækkað. Þörfin fyrir fleiri presta var orðin brýn. Venjulega fara prestar í fjögurra ára prestaskóla í suðvesturhluta Keníu. Við fengum að taka okkar nám á svipaðan hátt og predikunarnámið og vorum að því loknu með um tveggja ára nám. Við fengum m.a. kennara frá prestaskóla kirkjunnar í Matongo sem kenndu okkur. Ég var síðan vígður prestur ásamt fleira fólki sem tók þátt í þessu námskeiði. Hvað tók þá við? Ég var sendur til starfa í hlíðum Mt. Elgon, meðal Sabot-þjóðflokksins, en það starf var nýtt á vegum kirkjunnar. Þar hafa síðan vaxið fram sex söfnuðir og starfið gengur vel. Þetta var hluti af útbreiðsluverkefni kirkjunnar sem hófst einnig um aldamótin og hafði sem markmið að ná enn lengra út en áður, einkum til jaðarsvæða Þókot- héraðs og út fyrir héraðið til annarra þjóðflokka. Og síðan varst þú beðinn um að stýra útbreiðsluverkefninu? Já, þegar kristniboðarnir sem höfðu sinnt því voru farnir, var ég beðinn um að taka að mér að halda utan um þetta starf. Útbreiðsluverkefnið er mjög mikilvægt. Allir eiga að fá að heyra fagnaðarerindið um Jesú. Við horfum annars vegartil afskekktra staða innan Pókothéraðs, þar sem ekkert kirkjustarf er rekið og hins vegar út fyrir héraðið til annarra svæða og þjóðflokka. Þar má nefna Sabot sem ég nefndi áðan og er ekki lengur hluti af verkefninu, en einnig starf kirkjunnar meðal Túrkanamanna norður af Pókot og Baringo sem er Austur- Pókot og Marakwet, á jaðri héraðsins sömuleiðis. Útbreiðsluverkefnið nær einnig inn í Úganda, en þar búa um 140 þúsund Pókotmenn sem landamærin aðskilja frá Keníu. Starfið þar er í góðum vexti. Dæmi þar um er að Skúli skírði rúmlega 100 manns þar fyrir tveimur árum. Á einum staðnum hefur söfnuðurinn byggt upp kirkju úr múrsteinum og fengið stuðning fyrir bárujárni frá Kristniboðssambandinu. Fyrir það viljum við líka þakka kærlega. Gengur starfið alls staðar vel? Því miður hafa verið ýmis vandamál á vegi okkar. Það stærsta er þjófnaður á nautgripum, þ.e. einhverjir fara frá einum þjóðflokki til annars að nóttu til að ræna þar nautgripum. Oft hefur komið til átaka og fólk verið drepið á báða bóga og síðan eru hefndarleiðangrar og þetta tekur seint enda. Spennan vex og öryggisleysi og tortryggni hamla daglegu lífi fólks. Sem betur fer höfum við séð þetta breytast, ekki síst með því að fólk verður kristið og afhendir yfirvöldum vopnin sín. Áður var spenna milli Pókotmanna í Keníu og Karamoja í Úganda. Þar er nú friður. Eins milli Turkanamanna og Pókotmanna. En því miður er vaxandi spenna milli Pókot og Marakwet sem hefur hamlandi áhrif á starf okkar þar. Ég fékk einmitt fréttir af því nú eftir að ég kom hingað til íslands. Við höfum séð hvernig hlutirnir breytast þegar 34 | bjarmi | júní 2017

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.