Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.06.2017, Side 36

Bjarmi - 01.06.2017, Side 36
E/sfa hús biblíubúðanna í Hiruzen iMi fólk verður kristið, við vonum að það gerist þarna líka. Hverju öðru hefur starfið skilað? Það varðar mestu að Jesús er frelsari og Guð vill að við játum hann sem frelsara og Drottin. Hann hefur tekið á sig sekt og synd okkar. Hann gefur eilíft líf, við þurfum ekki að óttast dauðann og þaðan af síður að óttast forfeðraandana lengur. Það sem þjakaði okkur áður og rændi lífsgleðinni er nú horfið. Alls staðar þar sem fagnaðarerindið er boðað og tekið við því verður gleðin hvað mest yfir því að Jesús hefur gefið okkur nýtt líf í samfélagi við sig, eilfft líf. Við þurfum ekki að lifa í ótta og óvissu. Jesús hefur sigrað dauðann og vald hins illa. Við þurfum að varðveitast í þessari trú og þess vegna þurfum við líka að huga að hjörtum okkar, að þar sé rými fyrir Jesú. Trúin hefur víðtæk áhrif. Þetta sjáum við til dæmis í því að umskurður stúlkna er næstum úr sögunni á þeim svæðum sem kirkjan starfar, en er enn vandamál þar sem starfið er nýtt og heyrir undir útbreiðsluverkefnið. Þessi breyting er ótrúleg, ekki síst miðað við það hve útbreiddur og mikilvægur umskurður stúlkna var í samfélaginu. Eins sjáum við mikla breytingu á fjölskyldulífinu og stöðu kvenna. Áður voru konurnar álitnar vera eign karlsins, enda greiddir fyrir þær allt að 30 nautgripir til fjölskyldunnar þegar gifting var ákveðin. Konur voru látnar þræla, bera við og vatn, annast og bera börnin meðan því var sinnt og eins að sjá um alla matseld og hafa matinn tilbúinn fyrir karlinn á réttum tíma. Konur fóru fyrstar á fætur og síðastar að sofa. Karlarnir höfðu það náðugt og litu eftir nautgripunum, eða létu krakkana um það, en héngu í skugga trjánna, hvíldu sig og ræddu málin. Kristnir karlar fara ekki svona með konur sínar heldur vinna hjónin saman, ræða saman og deila ábyrgð og skyldum á verkefnum heimilisins. Að sjálfsögðu er þetta ekki orðið sama jafnrétti og hér en breytingarnar á stuttum tíma eru ótrúlegar og sterkur vitnisburður um mátt fagnaðarerindisins. Hvað getur þú sagt okkur um starf kirkjunnar í dag eftir tæplega 40 ára kristniboð og fræðslustarf í héraðinu? Starfið hefur borið mikinn ávöxt. Það er Guðs verk sem hann hefur unnið vegna trúfesti ykkar sem hafið sent okkur kristniboða. Ég áttaði mig á því þegar ég kom hingað að kristniboðarnir hafa vissulega lagt á sig mikið, farið langa leið og yfirgefið ýmis þægindi til þess að koma fagnaðarerindinu alla þessa leið til okkar. Við erum óendanlega þakklát fyrir það og þeim sem hafa gefið fjármuni til starfsins og beiðið fyrir því til þess að þetta gæti gerst. Ég er ekki viss um að fólk viti hvað þetta hefur breytt miklu og verið mikilvægt fyrir okkur. Án þessa starfs ættum við ekki Jesú. Og ég persónulega veit ekki einu sinni hvernig líf mitt væri eða hvort ég væri sjálfur á lífi. í dag starfar kirkjan á 250 stöðum. Fimmtíu af þessum söfnuðum eru ávöxtur útbreiðsluverkefnisins á liðnum 15 árum. Söfnuðirnir skiptast í 40 sóknir með 5-8 söfnuðum í hverri sókn. 27 prestar eru að störfum, um 100 prédikarar og tæplega 20 djáknar. Þetta fólk heldur starfinu gangandi ásamt fjölda sjálfboðaliða, bæði í safnaðarstjórnum og öðrum verkefnum. Samtals eru rúmlega 12 þúsund manns í kirkjunni og góður hópur er á skírnarnámskeiðum og verður skírður um páskana. Þú hefur reynt varðveislu Guðs í lífi þínu? Já, oft og mörgum sinnum hefur Guð varðveitt mig frá illu. Óvinur sálarinnar reynir að ráðast að þeim sem vinna að 36 | bjarmi | júní 2017

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.