Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.06.2017, Qupperneq 40

Bjarmi - 01.06.2017, Qupperneq 40
Guð elskar þig eíus og þú ert VASSULA RYDÉN Útdráttur úr prédikuri Vassulu Rydén í Háteigskirkju 6. júní 2017 í endursögn og þýðingu Maríu Ágústsdóttur (ritningarvers eru inn- skot þýðanda). Þegar Guð kallaði mig til þjónustu við sig var ég algjörlega óundirbúin. Ég hafði ekki notið neinnar trúfræðslu, hvað þá guðfræðimenntunar, fór aldrei í kirkju, ekki einu sinni á jólum og páskum og kunni engar bænir nema Faðir vor sem ég hafði lært í skóla. Svo gerðist það árið 1985 þegar ég var búsett í Bangladesh, vegna starfa eiginmanns míns fyrir Sameinuðu þjóðirnar, að Guð ávarpaði mig á mjög sérstakan hátt. Fyrst var það engillinn minn - við eigum okkur öll engla - sem vitraðist mér og sagði við mig: „Guð elskar þig.“ Bara þetta sem segir svo óendanlega mikið. MISKUNN GUÐS Ég varð mjög hissa þar sem ég lifði algjör- lega veraldlegu og sjálfhverfu lífi, var í klúbbum, spilaði tennis og málaði. Með englinum gekk ég í gegnum gríðarlega erfitt þriggja vikna tímabil þar sem ég sá sjálfa mig með augum Guðs og fann sterka þörf fyrir að iðrast. Mér fannst ég vera fullkomlega óverðug þess að Guð nálgaðist mig og spurði hann: Flvers vegna valdir þú mig, sem veit ekki neitt um þig og kann ekki einu sinni að biðja? Svar Guðs var að einmitt þess vegna hefði hann valið mig, þegar f móðurkviði; ég væri ómálaður strigi sem biði þess að Guð málaði á mig mynd sína. Svo sagði Guð mér að ég ætti að lesa í Biblíunni. Þá kom babb í bátinn því ég átti enga Biblíu og vissi ekki hvar ég ætti að fá hana þar sem ég bjó í múslimalandi. Guð benti mér á ameríska skólann og þar fann ég Biblíu. Þegar ég fór að lesa, það var í Sálmunum, skildi óg ekki eitt einasta orð. Það var eins og orðin væru á ókunnu tungumáli. Þannig sýndi Guð mér hvað ég átti eftir að læra mikið. Guð sagði mér einnig að biðja bæn Jesú, Faðir vor. Fyrst bað ég of hratt og ekki með nógu mikilli innlifun. Okkur hættir til að gera það, jafnvel að hugsa um eitthvað annað á meðan við þyljum bænarorðin. Guð var ekki ánægður fyrr en ég hafði farið með bænina að minnsta kosti fimmtíu sinnum! Mér fannst eins og ég væri að bæta Guði upp öll þau skipti sem ég hafði ekki beðið til Hans, míns Himneska Föður. En Guð er fljótur að fyrirgefa. Jafnvel áður en iðrunarbænin er komin fram á varir okkar, um leið og hún verður til í hjartanu, fyrirgefur Jesús. Og hann réttlætir okkur líka í eigin augum. Þannig sagði hann við mig að það væri ekki mín sök að ég hefði lifað veraldlegu lífi og hunsað Guð öll þessi ár. Enginn hafði kennt mér, enginn sagt mér frá. Þannig var mér sýnd miskunn þó að ég hefði hagað mér heimskulega fram að þeim tíma að ég varð nothæft verkfæri 40 | bjarmi | júní 2017

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.