Bjarmi - 01.06.2017, Qupperneq 41
Guðs. Drottinn Jesús Kristur ætlaði sér
að sanna óþrjótandi þolinmæði sína og
kærleika á mér á undursamlegan hátt,
kærleika til allra annarra sem síðar myndu
setja traust sitt á hann, traust til eilífs lífs.
Já, og slást í för með Guði sem er eilífur
konungur.1
í upphafi, þegar Jesús var að móta
mig, sagði hann við mig: „Lækkaðu róminn
enn meira svo að þú heyrir aðeins Mína
rödd; hneigðu höfuð þitt þannig að Mitt
höfuð sjáist; lægðu sjálfa þig svo að Ég geti
lyft þér upp til Mín. “ 26.9.91
Ég þakka Krísti fyrir að hafa gefið mér
styrk og þrautseigju til að halda áfram að
þjóna honum.
EINING KIRKJUNNAR
Fyrsta spumingin sem Jesús bar upp við
mig var: „Flvort húsið er mikilvægara, húsið
þitt eða húsið Mitt?“ Svar mitt var: „Flúsið
Þitt, Drottinn," það er Kirkjan. Hann sagði:
„Endurlífgaðu húsið Mitt, fegraðu húsið
Mitt, og sameinaðu húsið Mitt...“
Þannig beindist opinberun Guðs þegar
í upphafi að málefni sem ekki bara varðar
minn persónulega trúarþroska heldur á
erindi við heiminn allan og Kirkju Krists
sérstaklega. Aftur spurði ég Guð: „Hver er
ég að flytja þennan boðskap áfram sem
ekkert kann og veit um kristna trú?“ En
með innri eyrum mínum heyrði ég skýrt
og greinilega að einmitt ég ætti að fara og
segja frá. Hér er dæmi um nýleg skilaboð
sem sýna hversu mikilvægt þetta er:
„Til þess að þið getið sameinast
kringum eitt altari og átt saman hlutdeild í
líkama Mínum verðið þið að læra að elska,
því að þið vitið öll að einn erlíkaminn og einn
andinn, einn er Drottinn, ein trú, ein skírn,
einn Guð og Faðir allra, sem er yfir öllum
með öllum og í öllum2 - og þið hryggið
anda Minn með því að halda áfram að vera
dreifð og ófús að gefa hvert öðru hlutdeild
í sakramentum Mínum og leyndardómi
Heilagrar kvöldmáltíðar, vitandi þetta; (...)
því hversu oft hef Ég ekki sagt að Ég sé
einn Guð?“ 2.6.15
„Ég býð ykkur öllum í dag að biðja um
einingu; til að eining geti orðið þurfið þið að
elska hvert annað, forsenda einingar er að
þið séuð auðmjúk og hlýðin.“ 8.1.91
En ástina vantar. Eining verður aðeins
möguleg þegar kirkjurnar læra að elska
Jesú Krist heils hugar.
AÐ GEFA GUÐI HJARTA SITT
„Hvorki fórnir né bænavökur, erfiðisvinna
né hvers kyns lofsamleg verk Mér til heiðurs
gleðja Mig jafnt og sál sem kemur með
hjarta sitt í hendi sinni og býður Mér það og
gerir þannig ást sína á Mér kunna, jafnvel
þó að það hljómi eins og hjal barnsins..."
9.9.97
Þannig er það, því að Guð sér og
les hjarta þitt og huga.3 Hann gleðst yfir
einíaldleika, auðmýkt og barnslegri trú.
Hann gleðst þegar við erum eins og börn
því að, eins og hann sagði mér, börn leyfa
honum að móta sig til þess sem hann vill
að þau séu.
„Mitt ríki er gefið fátækum í anda og
þeim sem hrópa: „Guð, miskunna þú
mér, syndaranum." Mitt ríki er aðeins gefið
börnum og lítillátum, þeim sem kunna að
hrópa: „Abba!“4 19.6.95
„Sá sem finnur Mig finnur lífið5, sæll er
sá maður sem uppgötvar Mig6 og lærir
að þekkja Mig; nú hef Ég gefið þér brauð
lífsins til þess að á þeim degi sem þú
stendur frammi fyrir hásæti Mínu getir þú
komið með hendur þínar fullar af góðum
ávöxtum og fært Okkur fórn þína.“ 9.9.97
1 Jer 10.10a: En Drottinn er hinn sanni Guð, hann er lifandi Guð og eilífur konungur.
2Ef 4.4-6: Einn er líkaminn og einn andinn eins og Guð gaf ykkur líka eina von þegar hann kallaði ykkur. Einn er
Drottinn, ein trú, ein skírn, Guð og faðir allra, sem er yfir öllum með öllum og í öllum.
3Sálm 26.2: Rannsaka mig, Drottinn, og reyn mig, prófa nýru mín og hjarta.
4Róm 8.15b-16: Þið hafið fengið þann anda sem gerir mann að barni Guðs. i þeim anda áköllum við: „Abba, faðir."
Sjálfur andinn vitnar með anda okkar að við erum Guðs börn.
50rðskv 8.35.
6Eða „finnur“ sbr. Préd 7.27 eða „komist að raun um“ sbr 2Mós 8.6.
Vassula Rydén
Vassula Rydén er af grískum ættum en
fædd í Egyptalandi. Hún hefur búið víða
um heim vegna starfa eiginmanns síns
og talar, auk grísku, ensku, arabísku og
frönsku. Frá árinu 1985 hefur Vassula
fengið spámannlegar vitranir, boðskap
frá Guði, sem hún miðlar undir heitinu
True Life in God eða Hið sanna líf í
Guði. Vassula skrifar niður boðskapinn
sem hún heyrir innra með sér með afar
sérstakri rithönd sem er allt önnur en
hennar eigin. Hún hefur talað í hátt í 90
löndum og bækur hennar hafa verið
þýddar af sjálfboðaliðum á 43 tungumál.
Fyrstu eintökin af íslenskri þýðingu
voru afhent í tilefni af heimsókn hennar
hingað til lands. Þetta er í annað sinn
sem Vassula talar á íslandi. Árið 2004 var
samkoma með henni í Hallgrímskirkju en
að þessu sinni í Háteigskirkju.
Vassula Rydén hefur beitt sér fyrir
einingu kristinnar kirkju og friði á milli
trúarbragða og fengið margvíslegar
viðurkenningar og verðlaun fyrir störf sín
en hún þiggur ekki laun fyrir vinnu sína.
Hjálparstarfið Beth Myriam eða Hús Maríu
er rekið á vegum sjálfboðasamtakanna
True Life in God og bænahópar eru
starfræktir víða um heim. Á tveggja ára
fresti hittist fólk úr þessum bænahópum
ásamt fjölda presta úr margvíslegum
kristnum söfnuðum í pílagrímsferðum á
merka staði kristninnar. Sjá www.tlig.org.
MÁ
bjarmi | )únÍ20i7 | 41