Fréttablaðið - 03.02.2022, Blaðsíða 4
Mér var ekki boðið
efsta sætið á lista
uppstillingarnefndar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrr-
verandi formaður Eflingar
Sólveig Anna þáði ekki sæti
á listanum sem Ólöf Helga
leiðir nú í formannskjöri. Sól-
veig segir að henni hafi ekki
verið boðið efsta sætið. Þriðji
frambjóðandi til formanns
Eflingar segir að Sólveig sé
ábyrg fyrir heimsmeti í starfs-
mannaveltu.
bth@frettabladid.is
VERK ALÝÐSMÁL Sólveigu Önnu
Jónsdóttur, fyrrverandi formanni
Eflingar, sem sækist nú aftur eftir
formannsembætti í félaginu, var
boðið sæti á listanum sem Ólöf
Helga Adolfsdóttir, varaformaður
Eflingar leiðir.
Þetta staðfesta þær báðar. Heim-
ildum Fréttablaðsins innan Eflingar
ber þó ekki saman um hvort Sól-
veigu Önnu bauðst að leiða listann.
„Mér var ekki boðið efsta sætið
á lista uppstillingarnefndar,“ segir
Sólveig Anna, en vildi að öðru leyti
ekki tjá sig um málið.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins hafði meðlimur í uppstill-
ingarnefnd hjá Eflingu samband við
Sólveigu Önnu áður en hún ákvað
að bjóða sig aftur fram til formanns-
embættisins, eftir að hafa sagt af sér
í nóvember á síðasta ári.
Ljóst varð í gær þegar frestur
rann út, að þrír myndu berjast um
formannsstöðuna, Guðmundur
Baldursson bílstjóri auk Sólveigar
Önnu og Ólafar.
Mikill hiti er í baráttunni. Kom
fram í gær, byggt á fyrirspurn frá
Guðmundi, að kostnaður Eflingar
vegna starfsmannamála á þremur
árum hafi í formannstíð Sólveigar
Önnu verið tæpar 130 milljónir
króna.
Í þættinum Fréttavaktinni á sjón-
varpsstöðinni Hringbraut, hélt Guð-
mundur Baldursson því fram að um
40 manns á skrifstofu Eflingar hefðu
á skömmum tíma sagt upp eða verið
sagt upp. Hann sagði að það hlyti
að vera heimsmet í starfsmanna-
veltu í ekki stærra félagi. Fram kom
að mikill sálfræðikostnaður hefði
skapast af væringunum.
Hvorki Guðmundur né Ólöf vildu
í gær ganga svo langt að segja að
skrifstofan hefði verið óstarfhæf,
en starfsmaður þar, sem óskaði
eftir nafnleynd í samtali við Frétta-
blaðið, sagði að rætt hefði verið í
fyrrahaust að ráða öryggisvörð á
skrifstofuna vegna ástandsins þá.
Ólöf Helga staðfesti á Hringbraut
að hún og Sólveig Anna töluðust
ekki lengur við.
Í fyrrahaust studdi Sólveig Anna
málshöfðun Ólafar gegn Icelandair
með ráðum og dáð, í svokölluðu
hlaðkonumáli, en síðan hefur orðið
mikil breyting á sambandi þeirra
tveggja.
Starfsmenn á skrifstofu Eflingar
sem Fréttablaðið ræddi við um for-
mannsslaginn í gær, segja ástandið
óþolandi. Einn viðmælandi sagðist
búa sig undir að missa starf sitt á
næstunni, en það ylti þó á úrslitum
kosningarinnar.
Þrátt fyrir ólguna munu margir
félagsmenn telja að Sólveig Anna
sé sigurstranglegust í kjörinu, enda
sé hún besti talsmaður verkalýðs-
baráttu sem kostur sé á, þrátt fyrir
samstarfsörðugleika.
Nær 20.000 virkir félagar í Eflingu
eru á kjörskrá. Ólöf Helga segist
telja það ágæta þátttöku ef 5.000
manns greiði atkvæði. Hún hvetur
félaga til að nýta kosningaréttinn. n
Buðu Sólveigu Önnu á lista Ólafar
Reiknað er með að þúsundir félagsmanna Eflingar taki þátt í kjöri um formann. Sólveig Anna berst fyrir endurkomu.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
birnadrofn@frettabladid.is
MENNTAMÁL „Unnið er að því að
auka menntunarkröfur til áfengis-
og vímuefnaráðgjafa til samræmis
við eðli starfsins, og er horft til þess
að námið verði á háskólastigi,“ segir
í skrif legu svari heilbrigðisráðu-
neytisins við fyrirspurn Frétta-
blaðsins.
Eins og Fréttablaðið greindi frá
fyrr í vikunni geta fíknifræðingar
hér á landi ekki fengið starfsleyfi frá
Embætti landlæknis. Með menntun
sinni og vinnu geta þeir ekki upp-
fyllt skilyrði fyrir leyfinu sam-
kvæmt reglugerð. Nám í áfengis- og
vímuefnaráðgjöf, sem fram fer á
heilbrigðisstofnunum SÁÁ, felur
í sér sömu kröfur og skilyrði og
útlistuð eru í reglugerðinni, sam-
kvæmt upplýsingum á vefsíðu SÁÁ.
Vagnbjörg Magnúsdóttir, fíkni-
fræðingur, segir ógerlegt fyrir aðra
en þá sem fari í gegnum það nám,
að uppfylla skilyrðin.
Í svari ráðuneytisins segir að
mótaðar hafi verið hæfniskröfur og
starfaprófíll fyrir áfengis- og vímu-
efnaráðgjafa, sem ráðuneytið hafi
af hent Háskóla Íslands fyrir gerð
námskrár. Áhugi Háskólans á því
að koma náminu á fót liggi fyrir,
með fyrirvara um fjármögnun
þess.
„Heilbrigðisráðuneytið og félags-
málaráðuneytið hafa átt í sam-
starfi um þetta mál, enda einhuga
um markmiðið, auk þess sem bæði
ráðuneytin hafa samþykkt að
styrkja háskólann til að hægt sé
að undirbúa námið og koma því af
stað,“ segir í svarinu.
Þá haf i ráðuneytið kannað
afstöðu SÁÁ til breytinga á náminu,
hún sé jákvæð.
„Næsta skref heilbrigðisráðu-
neytisins er að leita til ráðuneytis
háskólamála, til að afla upplýsinga
um stöðu þessa máls og mögulega
fjármögnun námsbrautarinnar til
framtíðar.“ n
Unnið að því að auka kröfur til áfengis- og vímuefnaráðgjafa
Meðferðarstöðin Vogur.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
birnadrofn@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Um 90 prósent
barna fimm ára og eldri eru í virku
eftirliti hjá tannlækni hér á landi,
samkvæmt mælaborði tannheilsu,
á vef Embættis landlæknis.
Einungis rétt rúmt 51 prósent
þriggja ára barna er í virku eftirliti
hjá tannlækni og um 82 prósent
fimm ára barna. Hlutfallið er hæst
meðal tólf ára barna, 95,8 prósent.
Frá árinu 2013 eru tannlækningar
barna greiddar að fullu af ríkinu,
fyrir utan 2.500 króna árlegt komu-
gjald. n
Mörg börn eru í
virku tanneftirliti
Í heimsók n hjá tannlækni.
TRYGGÐU ÞÉR RAM Í FORSÖLU
BJÓÐUM UPP Á 37”-40”
BREYTINGAPAKKA
ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16
R A M
BÍLL Á MYND: RAM 3500 LARAMIE CREW CAB MEÐ 37” BREYTINGU, KASTARAGRIND OG LJÓSKÖSTURUM
benediktboas@frettabladid.is
LÖGREGLA Byrlun er ekki sjálfstætt
brot í refsilöggjöf og er því ekki sér-
stök skilgreining í kerfum lögreglu
um byrlun lyfja. Því er engar upp-
lýsingar eða tölfræði til um byrlanir
og ekki ljóst hve margir hafa verið
handteknir vegna gruns um byrlun
og hversu margir ákærðir. Þetta
kemur fram í svari Jóns Gunnars-
sonar dómsmálaráðherra, við fyrir-
spurn Lenyu Rúnar Taha Karim,
varaþingmanns, um byrlanir. n
Engar upplýsingar
til um byrlanir
4 Fréttir 3. febrúar 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ