Fréttablaðið - 03.02.2022, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 03.02.2022, Blaðsíða 48
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is Kolbeins Marteinssonar n Bakþankar Fólk sem hefur lesið handbækur um félagsfærni, eða er einfaldlega félagslega fært, veit að besta leiðin til að tengjast fólki er að nálgast það út frá því sem við erum sammála um. Horfa á það sem við eigum sameiginlegt, frekar en það sem sundrar okkur. Horfandi á vinamengi mitt og samfélag í gegnum þá samfélags- miðla sem ég nota: Facebook, Instagram og Twitter, sé ég sífellt meiri tilhneigingu þessara miðla til að sundra í stað þess að sameina. Þessi þróun helst vafalítið í hendur við sífellt minnni notkun okkar á til dæmis Facebook, sem er í dag kominn á leiðinlegan fermingarald- ur. Í dag sendir miðillinn mér helst tilkynningar um hvað sé að gerast í grúbbum sem ég er í, þangað til ég afþakka frekari tilkynningar. Síðan er reglulega stungið upp á að ég sendi hjartnæma afmæliskveðju til einhvers sem ég vann með eða þekkti fyrir langa löngu og hef ekki hitt árum saman. Samhliða sjá þessir miðlar að besta leiðin til að halda okkur inni og fá af okkur tekjur frá auglýs- endum, er að sýna okkur efni sem heldur okkur við efnið. Sleggju- dómar, svívirðingar og átök fá miklu meira áhorf og virkni en hófsamar rökræður. Skýrt dæmi um þetta er að reglulega fæ ég að sjá vini mína úthúða hver öðrum í rifrildi um bólusetningar, þar sem niðurstaðan er engin. Um leið og við líkum við færslu eða deilum, er okkur sjálfkrafa skipað í skotgrafir skoðana og sam- félagsmiðlarnir sýna okkur í kjöl- farið færslur og upplýsingar sem þeir telja að séu okkur velþóknan- legar. Niðurstaðan er einhliða áróður, þar sem samkennd okkar einskorðast við þá sem deila með okkur skoðunum og aðeins þeim. Það er góð latína að vera stundum sammála um að vera ósammála, nema þegar mótaðilinn er asni. n Sundrung dagskrárgerðarkona MAKKARÓNUR EVUBLEIKUR MARENGS- TOPPAR KARAMELLA TÍRAMÍSÚ BERJAKEIMUR VANILLU- DRAUMUR PISTASÍA Skoðaðu litina á byko.is Eva Laufey Kjaran „Frá því ég var lítil þá hef ég verið hrifin af fallegum litum og þá sérstaklega pastellitum. Ég gerði því litakort sem endurspeglar það. Þessa kósý og notalegu stemningu.“ ár í röð!*5 A th ug ið a ð lit ir p re nt as t a ld re i 1 00 % r ét t e n hæ gt e r að fá m ál að ar li ta pr uf ur í ve rs lu nu m B YK O Takk fyrir! *Skv. könnun Íslensku ánægjuvogarinnar 2017, 2018, 2019, 2020 og 2021 á ánægju viðskiptavina á byggingavörumarkaði. Nýtt litakort Astafuel 170 ml Energy 60 hylki Astaxanthin Íslenskt, 60 stk. Mangó (kg) Apptilboð dagsins HEILSUDAGAR Í NETTÓ 50% inneign í appinu! Appsláttur: Öskudags- búningar Fermingar- skraut Faxafeni 11, 108 Reykjavík www.partybudin.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.