Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.02.2022, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 03.02.2022, Qupperneq 24
Þegar ánægja viðskiptavina er skoðuð milli áranna 2020 og 2021 er hún heilt yfir svipuð. Séu ákveðnir mark- aðir skoðaðir breytist þó ánægjan töluvert. Mælingar vegna Íslensku ánægju- vogarinnar eru í höndum þekk- ingarfyrirtækisins Prósents, sem býður alhliða þjónustu á sviði markaðsrannsókna. Að sögn Trausta Heiðars Haraldssonar, framkvæmdastjóra Prósents, er ánægja viðskiptavina heilt yfir svipuð á milli síðustu tveggja ára, það er frá 2020 til 2021. „Hins vegar er ánægjan að breytast töluvert þegar ákveðnir markaðir eru skoð- aðir. Sem dæmi er mesta ánægjan hjá viðskiptavinum á raftækja- markaði en þar eru Heimilistæki með hæstu einkunn. ELKO fylgir hins vegar fast á eftir.“ Nova mælst hæst frá byrjun Á bankamarkaði hækkar ánægja viðskiptavina um 2,3 stig á milli ára en þar mældist Landsbankinn með hæstu einkunn. „Íslandsbanki og Arion banki fylgja síðan fast á eftir og verður spennandi að sjá hvernig staðan verður í næstu mælingu.“ Fjarskiptamarkaðurinn hækkar á milli ára, að sögn Trausta, en þar hefur Nova mælst hæst allt frá árinu 2009, eða allt frá því fyrirtækið kom á markað. „Við sjáum samt að munurinn á milli fjarskiptafyrir- tækja hefur minnkað síðastliðin sex ár. Það verður því athyglis- vert að fylgjast með því hvernig ánægja viðskiptavina muni þróast á þessum markaði.“ Eldsneytismarkaðurinn lækkar Sá markaður sem hefur lækkað mest á milli ára er eldsneytis- markaðurinn sem mældist 72,2 árið 2020 en fer niður í 68,5 árið 2021, að sögn Trausta. „Líklegasta skýringin þar er almenn hækkun á eldsneytisverði árið 2021.“ Ánægja viðskiptavina hjá versl- unarmiðstöðvunum Kringlunni og Smáralind minnkar einnig á milli ára og segir Trausti líklegt að Covid hafi haft þar mikil áhrif. „Vegna takmarkana í tengslum við Covid voru eðlilega miklu minni möguleikar til að bjóða upp á spennandi og skemmtilega við- burði fyrir viðskiptavini.“ n Og allir starfsmenn hérna eru mjög stoltir af þessu. Jóhann Þórsson 70,1 73,5 73,1 73,5 76,2 70,0 72,2 70,9 64,6 71,1 66,3 65,8 66,0 69,6 77,2 74,8 74,5 74,3 69,4 68,5 69,9 66,9 66,9 66,1 66,0 65,7 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 2020 2021 Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents. MYND/AÐSEND Ánægja viðskiptavina þróast mismikið milli ára Þróun á ánægju viðskiptavina á milli ára eftir mörkuðum 70,1 73,5 73,1 73,5 76,2 70,0 72,2 70,9 64,6 71,1 66,3 65,8 66,0 69,6 77,2 74,8 74,5 74,3 69,4 68,5 69,9 66,9 66,9 66,1 66,0 65,7 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 2020 2021 Alla r a tv in nu gr ei na r Ra ftæ kja mar ka ðu r Fja rs kip ta mar ka ðu r Ri tfa ng av er sla ni r Hús ga gn av er sla ni r M at vö ru mar ka ðu r El ds ne yt ism ar ka ðu r Sm ás öl um ar ka ðu r Ban ka mar ka ðu r Ve rs lu na rm ið st öð va r Ra fo rk um ar ka ðu r Tr yg gi ng am ar ka ðu r Byg gi ng ar vö ru mar ka ðu r 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 n 2020 n 2021 70 ,1 69 ,6 73 ,5 77 ,2 73 ,1 74 ,8 73 ,5 74 ,5 76 ,2 74 ,3 70 ,0 69 ,4 72 ,2 68 ,5 70 ,9 69 ,9 64 ,6 66 ,9 71 ,1 66 ,9 66 ,3 66 ,1 65 ,8 66 ,0 66 ,0 65 ,7 Fríður hópur verðlaunahafa Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2021. . MYND/AÐSEND Jóhann Þórsson, forstöðumaður markaðsmála og forvarna hjá Sjóvá, er stoltur af árangri fyrirtækisins en segir að það sé alltaf hægt að gera betur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sjóvá er efst trygg inga fé laga í Ís lensku ánægju vog inni 2021, fimmta árið í röð, með einkunnina 68,9. Þar er við- kvæðið að það sé alltaf hægt að gera aðeins betur. „Það er ekki svo langt síðan Sjóvá var neðst tryggingafélaga; ef við förum aftur til áranna 2009, 2010 og 2011 þá var Sjóvá neðst í Ánægju- voginni. Það er búið að breytast töluvert,“ segir Jóhann Þórsson, for- stöðumaður markaðsmála og for- varna, og bætir við að ákveðið hafi verið að snúa þessu við árið 2015. „Þá var gott fólk á fundi og ákvað að nú væri kominn tími til að breyta. Tekin var ákvörðun um að rýna í hvað væri verið að gera og leggja áherslu á þjónustu við viðskipta- vinina með það að markmiði að vera efst í Ánægjuvoginni. Það tókst árið 2017. Þá var Sjóvá orðin efst og svo var einnig árin 2018, 2019 og 2020 og var marktækur munur 2019 og 2020. Núna er Sjóvá efst, þó að það sé ekki marktækur munur, þann- ig að við erum ekki bara búin að ná markmiðinu heldur erum við búin að koma okkur fyrir efst. Í dag erum við búin að vera efst tryggingafélaga fimm ár í röð,“ segir Jóhann. „Ég held að það séu ekki mörg fyrirtæki á Íslandi þar sem allir í fyrirtækinu hafa það eina sameiginlega markmið að horft er á hversu ánægðir viðskiptavinirnir eru. Og allir starfsmenn hérna eru mjög stoltir af þessu.“ Áhersla á ánægju viðskiptavina Jóhann segir að mikilvægt sé að starfsmenn Sjóvár hlusti á viðskiptavinina. „Við erum ekki að selja húsgögn eða raftæki. Hjá Sjóvá er varan sjálf svolítið óáþreifanleg þangað til fólk lendir í einhverju áfalli en þá reynir svolítið á okkur að vera til staðar fyrir fólk sem er að klessa bílinn sinn, brjóta einhverja heimilis- muni eða lenda í innbroti. Við þurfum náttúrlega að vera f ljót en við þurfum líka að taka tillit til alls í umhverfinu og vera svolítið mannleg. Þegar fólk er að nota þjónustuna okkar þá viljum við að upplifunin sé svolítið öðru- vísi heldur en hjá þeim sem eru tryggðir annars staðar. Stundum er áherslan að borga tjónið eins hratt og hægt er en við viljum vinna tjónið eins vel og kostur er þannig að viðskiptavinurinn verði ánægður. Starfsfólk okkar hefur umboð til að vinna úr málum. Við erum ekki með símaver sem virkar þannig að starfsmenn reyni að koma við- skiptavininum úr símanum eins hratt og hægt er til að reyna að ná að taka næsta símtal heldur er lögð áhersla á að hlusta á viðskipta- vininn í símanum og gefa honum eins mikinn tíma og þarf sem og að vera viss um að skilja bæði þarfir og væntingar viðskiptavinarins og að málið sé leyst í lok símtals, hvort sem verið er að fara yfir tryggingar eða aðstoða við smáa letrið í einhverjum skilmála.“ Vilja breyta upplifun af tryggingum Efst tryggingafélaga fimmta árið í röð. Er hægt að gera betur? „Það er alltaf hægt að gera aðeins betur. Þessi setning kom upp á fundi innanhúss. Sjóvá fékk í fyrra hæstu einkunn sem tryggingafélag hefur fengið og þá var rætt um hvort þetta væri ekki komið. Og upp úr því kom þessi setning: „Það er alltaf hægt að gera aðeins betur.“ Við sjáum að Sjóvá er hvergi nálægt hæstu einkunnum fyrir- tækja á íslenskum markaði heilt yfir þannig að við vitum að það er hægt að fara mjög hátt. Til að gera það þurfum við væntanlega að toga allan tryggingamarkaðinn með okkur; við þurfum að breyta upplifun Íslendinga heilt yfir af tryggingum: Bæði hvað það er að kaupa tryggingu og vera tryggður og hvaða þjónustu fólk má vænta þegar það lendir í tjóni. Og það er hellingur sem þarf að vinna þar og við erum að glíma við þetta á hverjum einasta degi. Þannig að við vitum að það er ekki bara hægt að gera betur heldur þurfum við að gera betur. Annars kemur einhver annar og tekur þetta af okkur.“ n Efst tryggingafélaga fimmta árið í röð 4 kynningarblað 3. febrúar 2022 FIMMTUDAGURÍSLENSK A ÁNÆGJUVOGIN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.