Fréttablaðið - 03.02.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 03.02.2022, Blaðsíða 28
jme@frettabladid.is Hvernig á að gera viðskiptavini ánægða? Leyndarmálið er einfalt og felst að stórum hluta í tveggja orða hugmynd: „Ánægt starfsfólk“. Rannsóknir hafa sýnt fram á þá staðreynd að þrír af hverjum fjórum viðskiptavinum hætta að eiga viðskipti við fyrirtæki vegna slæmrar þjónustu. Þetta þýðir að 75% af viðskiptavinum leita annað til þess að fá það sem þeir þurfa. Herb Kelleher, framkvæmda- stjóri Southwest Airlines, segir að ef þú hugsar vel um starfsfólkið þitt, þá muni það hugsa betur um viðskiptavini þína. Ánægðir við- skiptavinir Southwest eru líklegri til að kjósa Southwest heldur en að leita til annars flugfélags – og það gerir hluteigendur að sama skapi mjög ánægða. Þetta er eiginlega kerfi sem sér um sig sjálft. Svo í stað þess að biðja starfsfólk þitt að brosa til viðskiptavina, þá felst lausnin kannski í því að gefa starfsfólkinu eitthvað til að brosa yfir. n Ánægja smitast milli fólks Ánægja starfsfólks smitast til ánægðra viðskiptavina. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY sandragudrun@frettabladid.is Samkvæmt forbes.com er lykillinn að ánægðum viðskiptavinum per- sónuleg þjónusta. Viðskiptavinir kjósa að eiga í samskiptum við raunverulega manneskju frekar en einhvers konar vélmenni, eins og snjallmennum sem svara í net spjalli og engin raunveruleg manneskja er hinum megin á línunni. Snjallmenni geta verið hjálpleg þegar svara þarf algengum spurningum og þau spara tíma þjónustufulltrúanna, sem geta þá einbeitt sér að flóknari vanda- málum. En það þarf að vera auðvelt að færa samskiptin frá snjall- mennunum yfir til raunverulegs fólk á einfaldan hátt, ef halda á viðskiptavinunum ánægðum. Kannanir hafa sýnt að samskipti við raunverulegt fólk skila sér í ánægðari viðskiptavinum. n Fólk vill ekki vélmenni Rannsóknir sýna að viðskipta­ vinir vilja þjónustu raun­ verulegs fólks. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY oddurfreyr@frettabladid.is Ánægjuvogin er ekki bara til hér á Íslandi, heldur má finna samsvar- andi starfsemi í Svíþjóð, Banda- ríkjunum og Danmörku. Í Svíþjóð heitir ánægjuvogin Svensk kvalitetsindex og mælingar hafa farið fram síðan 1989. Svíar mæla líka opinbera geirann, svo það má meðal annars kynna sér ánægju Svía með lögreglu, skatta- yfirvöld, skólakerfið og heilbrigð- iskerfið. Niðurstöður fyrir síðasta ár eru komnar á heimasíðuna. Í Bandaríkjunum heitir ánægju- vogin The American Customer Satisfaction Index, eða ACSI, og þar hafa mælingar farið fram frá árinu 1994. Á heimasíðu ACSI er hægt að skoða niðurstöðurnar, en þar í landi eru gerðar fjórar mælingar á ári og ákveðnar atvinnugreinar teknar fyrir hverju sinni. Á síðunni má einnig finna pistla og grein- ingar á mælingunum, ásamt útskýringum á aðferðafræðinni og líkaninu, sem byggir á því sænska. Í Danmörku er það Center for Ledelse sem sinnir mjög svipuðum mælingum og ánægjuvogin, en þau mæla svipaðar atvinnugreinar og hafa stundað mælingar frá árinu 2002. n Ánægjuvogin erlendis Íslenska ánægjuvogin á sér erlendar hliðstæður. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Viðskiptavinir Apótekarans eru ánægðustu viðskiptavinir lyfjaverslana 2019. - lægra verð Við erum í næsta nágrenni! www.apotekarinn.is TAKK, TAKK OG AFTUR TAKK Viðskiptavinir Apótekarans eru ánægðustu viðskiptavinir lyfjaverslana 2020, annað árið í röð. Viðskiptavinir Apótekarans eru ánægðustu viðskiptavinir lyfjaverslana 2021, þriðja árið í röð. 8 kynningarblað 3. febrúar 2022 FIMMTUDAGURÍSLENSK A ÁNÆGJUVOGIN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.