Fréttablaðið - 03.02.2022, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 03.02.2022, Blaðsíða 44
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Við ákváðum að slá til eftir að við vorum búin að prófa okkur áfram og höfðum trú á að við værum með eitthvað gott í hönd- unum. Geir Finnsson, fyrrverandi rit- stjóri Leikjafrétta „Þetta eru án efa viðbrögð Sony við tíðindunum af Microsoft hér um daginn,“ segir Geir Finnsson, tölvuleikjagúrú, um kaup japanska leikjarisans Sony á bandaríska leikjafyrirtækinu Bungie, sem þekktast er fyrir gerð Halo og Destiny tölvuleikjanna. „Bungie hefur átt ríkan þátt í velgengni X-box leikjatölvunnar á Bandaríkjamarkaði með Halo tölvuleikjunum, sem eru meðal vinsælustu tölvuleikja þar í landi,“ segir Geir, en einungis eru tæpar þrjár vikur síðan tilkynnt var um risakaup keppinautar Sony, bandaríska leikjarisans Microsoft, á tölvuleikjaframleiðandanum Activision Blizzard, sem fram- leiðir meðal annars Call of Duty og Warcraft leikina. Geir segir ljóst að þau tíðindi hafi velgt keppinautnum Sony undir uggum, enda takast fyrir- tækin á á leikjatölvumarkaði með X-box annars vegar og PlayStation hins vegar. Með kaupunum getur Microsoft mögulega innan örfárra ára tryggt að risatitlar eins og Call of Duty komi eingöngu út fyrir sínar leikjatölvur, en ekki Play- Station. Samkvæmt tilkynningu um kaupin mun Bungie þó áfram gera tölvuleiki fyrir fleiri leikjatölvur en PlayStation. „Ef til vill má túlka þetta sem velvilja Sony, sem vilja með þessu sýna Microsoft að þau séu tilbúin til að bjóða eigin leiki fyrir Microsoft, í þeirri von að þau útiloki ekki risaleiki eins og Call of Duty, frá PlayStation.“ n Sony bregst við útspili Microsoft n Sérfræðingurinn Hjónin Alex Viðar Santos og Hildur Hlíf Sigurkarls- dóttir renndu sér nýlega inn á frostpinnamarkaðinn, með eigin ávaxtablöndum sem þau kenna við Jaka. Margir ráku upp stór augu þegar Alex, sem er verkfræðingur, hætti í vinnu til þess að hella sér á fullu í frostpinnagerð. svavamarin@frettabladid.is Þegar hjónin Hildur Hlíf Sigurkarls- dóttir og Alex Viðar Santos, voru að prufa sig áfram með hollari valkosti fyrir börnin sín, duttu þau niður á ávaxtablöndur sem hittu í mark hjá krökkunum. Þau ákváðu því að ganga skrefinu lengra og hefja ein- faldlega framleiðslu á frostpinnum, sem þau kenna við Jaka. Þótt íspinnar séu kannski ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug í myrkum og oft hrollköldum janúarmánuði, ákváðu þau að láta slag standa, enda ekki eftir neinu að bíða, og hófu sölu á Jaka í síðasta mánuði. Markaðsrannsóknin sem þau gerðu á börnum sínum í eldhús- inu heima virðist enda hafa skilað áreiðanlegum niðurstöðum, því viðtökurnar hafa verið býsna góðar. „Fólki finnst skrítið að ég hafi hætt í vinnunni minni og farið að framleiða frostpinna,“ segir verk- fræðingurinn Alex, sem tók þarna ískalda stefnubreytingu og segir Hildur hugmyndina hafi sprottið upp úr tilraunastarfsemi í eldhús- inu heima þegar þau voru að reyna að finna hollari kost fyrir börnin sín tvö. „Það kom virkilega skemmtilega á óvart hversu vel blandan heppnað- ist. Við vorum búin að breyta hlut- föllunum og lentum á nokkrum góðum pinnum sem krakkarnir elskuðu,“ segir Hildur ánægð með afraksturinn. Slegið til í miðjum faraldri Eftir nokkrar tilraunir í eldhúsinu sáu þau Hildur og Alex tækifæri sem gæti fært þau nær draumnum, með því að breiða út bragðgott fagnaðarerindið, sem hófst með leitinni að hollari valkosti fyrir börnin þeirra. „Við ákváðum að slá til eftir að við vorum búin að prófa okkur áfram og höfðum trú á að við værum með eitthvað gott í hönd- unum,“ segir Alex og bætir við að gestir og gangandi hafa dásamað bragðið af Jaka. Nafnið kom frá ömmu „Eftir töluverða leit að aðstöðu til að vinna vöruna enduðum við á Eld- stæðinu, sem er deilieldhús í bak- garðinum hjá okkur,“ heldur Alex áfram. Eldstæðið er atvinnueldhús fyrir matarfrumkvöðla og smá- framleiðendur og byggir á deilihag- kerfi og eftir að þau leituðu þangað komust þau svo gott sem alla leið með að láta drauminn rætast. Hildur segir aðspurð að Jaka- nafnið hafi komið upp í fjölskyldu- boði. „Amma mín kom með nafnið í vor og það eiginlega bara smell- passaði. Vinkona okkar Katrín Inga Frantzdóttir hannaði svo myndina af ísbirninum Jaka sem er á umbúð- unum,“ segir hún og hlær. n Fjölskyldan stökk ísköld úr eldhúsinu á klakavagninn Alex og Hildur gerðu ávaxtabragð- tilraunir, með ískalda hollustu barnanna í huga. MYND/AÐSEND Jaki reis upp úr tilraunum hjónanna. MYND/AÐSEND. mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 .................................................... Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU AFMÆLISKRINGLUNNI - fyrir 25-30 manns PREN TU N .IS Þessa vöru þarf að sérpanta. S. 561 1433 Netfang: bjornsbakari@bjornsbakari.is Frjáls framlög enginn kostnaður! www.facebook.com/samferdafoundation Þú finnur okkur á Facebook – ekki hika við að fylgja okkur þar, við gerum góðverk í hverjum mánuði fyrir íslensku þjóðina. Hjá okkur í Samferða er enginn kostnaður og allt rennur óskert til þeirra sem þurfa svo sannarlega á að halda. Þú getur hringt í eftirtalin númer: VILTU GLEÐJA FORELDRA LANGVEIKRA BARNA EÐA FJÖLSKYLDUR ÞAR SEM FORELDRI ER AÐ GLÍMA VIÐ LÍFSÓGNANDI SJÚKDÓM? 907 1081 - 1.000 kr. 907 1083 - 3.000 kr. 907 1085 - 5.000 kr. 907 1090 - 10.000 kr. FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut 28 Lífið 3. febrúar 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.