Fréttablaðið - 03.02.2022, Blaðsíða 41
Ég vildi
láta dans-
arana
dansa í
íslensku
landslagi
og þá
fannst mér
enginn
annar en
RAX koma
til greina.
Hvíla sprungur er nýtt dans-
verk eftir Ingu Maren Rúnars-
dóttur sem frumsýnt verður í
Borgarleikhúsinu á morgun,
föstudaginn 4. febrúar.
Um titilinn segir Inga Maren: „Upp-
haf lega var titill verksins annar
en svo kom í ljós að verk í Borgar-
leikhúsinu var með þann sama
titil þannig að ég þurfti að breyta
heitinu. Síðastliðið sumar var ég
að keyra úti á landi með fjölskyld-
unni. Ég var með minnisbók og
skrifaði niður hugmyndir að titlum
og reyndi að grafa mig inn í hugar-
ástand okkar mannanna. Þá kom
þessi titill, Hvíla sprungur.
Í lífinu förum við gjarnan á sjálf-
stýringu og tökum margar ómeð-
vitaðar ákvarðanir og burðumst
með óunnin mál. Þetta sé ég eins
og sprungur í huganum sem hægt
er falla ofan í. Við höfum öll orðið
fyrir áföllum sem fylgja okkur en ef
maður er duglegur að vinna í sínum
málum þá er maður kannski ekki að
falla ofan í sprungur.“
Dofið fólk
Verkið er um klukkutímalangt og
þar dansa fjórir dansarar í landslagi
af myndum eftir RAX, Ragnar Axels-
son. Tónlistin er byggð á tónverkinu
Sprungur í huganum
Inga Maren er
höfundur dans
verksins Hvíla
sprungur sem
sýnt verður
í Borgarleik
húsinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Dansarar dansa í landslagi af myndum eftir RAX. MYND/RAX
Quadrantes eftir Óttar Sæmundsen
og Stephan Stephensen.
Þegar hún er beðin um að lýsa
dansinum segir Inga Maren: „Ég sá
fyrir mér keðju. Þegar við erum úti
í búð eða úti að keyra þá eru allir í
röð. Ég er að vinna með þessa pæl-
ingu um frekar dofið fólk sem eltir
hvert annað. Dansarar eru alls ekki
dofnir í dansinum, en þeir eru í sjálf-
stýringarmótinu og elta hver annan
þar til einn brýst út en fer um leið að
ríghalda í annan einstakling. Aðrir
tveir einstaklingar glíma við sitt
hlið við hlið og sjá ekki hvor annan,
eru hálfpartinn fyrir hvor öðrum,
dansa saman en eru í eins konar
ástandi.“
Dásamleg samvinna
Inga segir að kveikjan að verkinu
hafi verið saga hennar sjálfrar. „Við
erum samt ekki að vinna með mína
sögu heldur kviknaði hugmyndin
upp úr henni. Ég ólst upp á heimili
þar sem var einstaklingur sem var
mér ekki hliðhollur. Ég segi að ég
hafi fyrir vikið orðið meistari í að
fela mig. Í verkinu tengi ég þetta við
náttúruna og árstíðirnar og breyt-
ingar, eins og þegar rjúpan skiptir
um lit. Ég vildi láta dansarana dansa
í íslensku landslagi og þá fannst
mér enginn annar en RAX koma til
greina og hann var til í að vera með.“
Júlíanna Lára Steingrímsdóttir
gerir búninga og leikmynd. Þær
Inga Maren hafa áður unnið saman
að verkunum Ævi og Dagdraumar
sem hlutu samtals sex Grímutil-
nefningar. Inga Maren hlaut tvenn
verðlaun fyrir Ævi, sem dansari og
danshöfundur ársins.
„Við Júlíanna vorum saman í
menntaskóla og höfum unnið mikið
saman. Við vinnum vel saman, skilj-
um hvor aðra og erum óhræddar
við að segja skoðun okkar. Hún er
dásamleg og verulega flink að koma
með lausnir,“ segir Inga Maren. ■
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
kolbrunb@frettabladid.is
Ljósa hliðin er yfirskrift sýningar á
málverkum eftir Hauk Dór í Gallerí
Fold. Sýningin stendur til 5. febrúar.
Í kynningu á sýningunni segir:
Málverk hans virðast við fyrstu sýn
einföld og óhlutbundin en þegar
glöggt er skoðað skynjar áhorfand-
inn andlit, dýr eða aðrar verur í
formunum. Sumum verkanna mætti
jafnvel líkja við eins konar dýragarða
þar sem margbrotið mann- og dýra-
líf flæðir yfir myndflötinn. Formin
eru hrein og skörp en öðlast eigið líf
á myndfletinum. Í öðrum myndum
skynjar áhorfandinn dularfullan
svip fortíðar sem leiðir hann til Afr-
íku og að list frumbyggja sem Hauk-
ur Dór hefur löngum hrifist af. ■
Ljósa hliðin í Gallerí Fold
Haukur Dór sýnir í Gallerí Fold.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
kolbrunb@frettabladid.is
Björk Níelsdóttir sópran, Erla Dóra
Vogler mezzósópran, Eyjólfur Eyj-
ólfsson tenór, Hafsteinn Þórólfsson
barítón og Eva Þyri Hilmarsdóttir
píanóleikari halda tónleika á lands-
byggðinni á næstunni. Flutt verða
ný lög eftir Þórunni Guðmunds-
dóttur. Lögin skiptast í þrjá flokka
eftir efni: Sumarlög, Matarlög og Lög
um ástina.
Tónleikarnir verða haldnir í Tón-
listarmiðstöð Austurlands, Eskifirði
17. febrúar klukkan 20.00, Egils-
staðakirkju 18. febrúar klukkan
20.00, Bergi, Dalvík, 19. febrúar
klukkan 16.00 og Hofi, Akureyri,
20. febrúar klukkan 16.00. ■
Lög Þórunnar flutt víða um land
Björk, Erla, Eyj
ólfur, Hafsteinn
og Eva leggja í
tónleikaferða
lag.
FIMMTUDAGUR 3. febrúar 2022 Menning 25FRÉTTABLAÐIÐ