Fréttablaðið - 03.02.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.02.2022, Blaðsíða 6
Sautján hundruð her- menn verða sendir frá Fort Bragg í Norður- Karólínu til Póllands og 300 til Þýskalands. Þá verða þúsund her- menn sem eru nú í Þýskalandi sendir til Rúmeníu. Átök í Ástralíu Lögregla í Canberra, höfuðborg Ástralíu, átti í átökum við mótmælendur skammt frá þjóðarbókasafninu. Mótmælendurnir voru að mótmæla bólusetningu gegn Covid-19 og vildu ná eyrum forsætisráðherra landsins. Átök hófust þegar lögregla ákvað að flytja þá frá bókasafninu og á annan stað. Þúsundir hafa tekið þátt í mótmælum gegn bólusetningum eða sóttvarnaaðgerðum í landinu, undir merkjum frelsis. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA benediktboas@frettabladid.is FERÐALÖG Langflestir sem hingað komu í fyrra, eða um níu af hverjum tíu, voru í fríi, samkvæmt könnun Ferðamálastofu. Um  fimm pró­ sent voru í heimsókn hjá vinum og ættingjum og um tvö prósent í við­ skiptatengdum tilgangi. Í könnuninni segir að breytt ferðamy nstur veg na kóróna­ veirunnar hafi leitt af sér lengri dvöl erlendra ferðamanna en hefur tíðkast. Dvaldi fólk hér 8,2 nætur að jafnaði. Meðaldvöl var rétt innan við sjö nætur 2020 og 2019. Skráðar gistinætur voru yfir fimm milljónir árið 2021 samkvæmt Hag­ stofunni. Það er 1,8 milljónum fleiri en 2020. Um helmingur gistinátta var á hótelum og fjölgaði þeim um 65 prósent. Þrjár af hverjum fimm hótelgisti­ nóttum í fyrra voru tilkomnar vegna Íslendinga og Bandaríkja­ manna. Nýtingin á hótelher­ bergjum fór niður fyrir 15 prósent á landsvísu fyrstu fjóra mánuði ársins, en fór hæst í ágúst, eða í 77 prósent. n Ferðamenn gistu einni nótt lengur  Sólsetur við Jarðböðin við Mývatn heilla marga. MYND/SANDRA HLÍN benediktboas@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA „Þótt svona stjórn­ sýsla hafi í áranna rás verið hug­ my n d a u p p s p r e t t a h ö f u n d a ódauðlegra listaverka, eins og „Yes Minister“ eða „Little Britain“, finnst fyrirtækjum sem hljóta þessa með­ ferð það yfirleitt ekki fyndið,“ segir meðal annars í umsögn félags atvinnurekenda um frumvarp til laga um framhald lokunarstyrkja. Þar er sögð saga af fyrirtæki sem var í hópi þeirra sem fengu ekki lokunarstyrk í fyrstu bylgju farald­ ursins árið 2020, af því að skattayfir­ völd töldu að það hefði getað haldið úti starfsemi í einhverri mynd, í stað þess að loka fyrirtækinu. Yfirskatta­ nefnd staðfesti ákvörðun Skattsins þess efnis. „Það er að sjálfsögðu gjörsamlega óþolandi fyrir fyrirtæki að vera sett í þá stöðu að loka starfsemi sinni í góðri trú, haldandi að þar með sé verið að taka þátt í mikilvægum sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda, en svo leggi embættismenn Skattsins og yfirskattanefnd á sig mikla vinnu við að finna leiðir til að greiða þeim ekki lokunarstyrk,“ segir í umsögn­ inni. Þá er bent á að enginn atvinnu­ rekandi geri sér að leik að loka starf­ seminni og gera sjálfan sig tekju­ lausan og að í framtíðinni muni fyrirtæki hugsa sig vel um hvort þau loki, komi svipuð staða upp aftur. „Óhætt er að álykta að reynsla fyrirtækisins, sem hér er fjallað um, af framkvæmd á lokunarstyrkjaúr­ ræðum stjórnvalda er á þann veg að forsvarsmönnum þess myndi ekki detta í hug að fara eftir fyrirmælum um að loka starfseminni, kæmi sú staða upp í framtíðinni í samhengi þessa faraldurs eða annarra.“ n Mikil áhersla á að borga ekki út lokunarstyrki Frá fyrstu bylgju þegar fyrirtækjum var lokað hverju á fætur öðru. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ólafur Stephen- sen, formaður Félags atvinnu- rekanda Samtals 11.500 hermenn frá Bandaríkjunum verða senn í viðbragðsstöðu í Evrópu vegna liðssafnaðar Rússa við landamæri sín að Úkraínu. Varnarmálaráðuneyti Banda­ ríkjanna segir hermönn­ unum ekki ætlað að berjast í Úkraínu. Rússar segja Banda­ ríkin vera að hella olíu á eldinn. arib@frettabladid.is ÚKRAÍNA Joe Biden, forseti Banda­ ríkjanna, hyggst senda þrjú þúsund bandaríska hermenn til Evrópu, til viðbótar við þá 8.500 sem eru þar nú þegar í viðbragðsstöðu vegna spennunnar á landamærum Rúss­ lands og Úkraínu. Sautján hundruð hermenn verða sendir frá Fort Bragg í Norður­Kar­ ólínu til Póllands og 300 til Þýska­ lands. Þá verða þúsund hermenn sem eru nú í Þýskalandi sendir til Rúmeníu sem er meðlimur í NATO eins og Pólland. Bæði Pólland og Rúmenía eiga landamæri að Úkra­ ínu. Þúsundir hermanna frá aðildar­ ríkjum Atlantshafsbandalagsins, NATO, eru einnig í nágrannalönd­ um Úkraínu. Vladímír Pútín, forseti Rúss­ lands, sagði við blaðamenn í fyrra­ dag að Vesturríkin væru að reyna að egna Rússa til að hefja stríð í Úkraínu. Um hundrað þúsund rússneskir hermenn eru nú nálægt landa­ mærum Úkraínu. Pútín, sem hafði ekki tjáð sig opinberlega í rúman mánuð, sagði að NATO og Banda­ ríkin hefðu hunsað yfirlýsingar Rússa. John Kirby, talsmaður banda­ ríska varnarmálaráðuneytisins, sagði við blaðamenn í gær að hreyf­ ingar á herliði tengdust spennunni. „Hermennirnir eru ekki að fara að berjast í Úkraínu,“ sagði Kirby. Hann kvað herliðið sent til að uppfylla varnarskyldur gagnvart bandalagsþjóðum í NATO „Hreyf­ ingarnar eru ekki varanlegar. Þær eru gerðar til að bregðast við núver­ andi aðstæðum.“ Al­Jazeera hefur eftir Dmitry Novikov, formanni utanríkismála­ nefndar rússneska þingsins, að Bandaríkjamenn séu að hella olíu á eldinn. Rússar líti á þetta skref sem afturför í friðarumleitunum. n Bandaríkjaforseti sendir hermenn til Austur-Evrópu Úkraínski herinn stóð fyrir heræfingum í vikunni. Talið er að núverandi her- styrkur Rússa við landamæri ríkjanna dugi ekki til innrásar. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 6 Fréttir 3. febrúar 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.