Fréttablaðið - 03.02.2022, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 03.02.2022, Blaðsíða 20
Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Tatiana Hallgrímsdóttir, fyrirsæta og forstöðumaður menningarmála hjá The Reykjavik EDITION, er annáluð fyrir sinn klass- íska og vandaða fatastíl og útgeislun. Þrátt fyrir að vera aðeins 28 ára gömul hefur hún komið víða við, búið og starfaði á erlendri grundu og komið að framleiðslu og skipulagningu fjölda menn- ingartengdra viðburða. Tatiana er úr Vesturbænum í Reykjavík og starfaði lengst af sem fyrirsæta. „Sem fyrirsæta hef ég starfað mest í Los Angeles þar sem ég bjó um árabil en einn- ig í Evrópu og Asíu. Síðustu ár hef ég komið að framleiðslu og skipulagningu fjölda menningar- tengdra viðburða og í dag starfa ég sem forstöðumaður menningar- mála hjá The Reykjavik EDITION og sit einnig í framkvæmdastjórn þar. Starf mitt er margþætt en gengur að miklu leyti út á tengsl við skapandi greinar og menn- ingartengda viðburði en ég vinn náið með kynningar- og markaðs- deild okkar og er eins konar félagsleg brú á milli hótelsins og borgarinnar.“ Tatiana hefur líka ástríðu fyrir menningu og mat. „Ég hef brenn- andi ástríðu fyrir kvikmyndum og bókmenntum, ég er einnig mikill matarunnandi og finnst fátt skemmtilegra en að leita uppi góðan mat um allan heim.“ Fær innblástur frá götutískunni í París Ljós blússa frá Orseund Iris og buxurnar frá Cos klæða Tatiönu einstaklega vel, fáguð og virðuleg í fallegu umhverfi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hér er Tatiana geislandi fögur í kjól frá Stine Goya og háum dökkum stígvélum fvrá Stuart Weitzman. Tatiana glæsileg í skyrtujakka frá Farmers Market, kasmírpeysu frá Tri- cot Paris með trefil frá As we grow. Hér er Tatiana í skyrtu með fallegri svartri flauelsslaufu frá Maje. Flottir kragar og pífur Tatiana er ávallt glæsileg þegar kemur að klæðaburði og eftir því er tekið hvert sem hún kemur. Hún ber flíkurnar vel og hugsar fyrir hverju smáatriði. Hefur þú ávallt haft skoðun á því hvernig fötum þú vilt klæðast? „Ég hef alla tíð haft mikla skoðun á því en ég fann minn takt í klæða- burði upp úr tvítugu.“ Hvernig myndir þú lýsa fatastíl þínum? „Klassískur með smá 70’s glam- rokk-ívafi.“ Þegar kemur að vali að sniðum, er eitthvað sem heillar þig frekar en annað? „Ég hugsa mikið um bæði snið og efni. Vel úthugsuð smáatriði á klassískum flíkum eins og flottir kragar, pífur eða síðar ermar heilla mig mest.“ Áttu þér uppáhaldsf lík? „Stine Goya-stjörnukjóllinn minn er óvænt uppáhald síðari ára. Ég keypti hann í Geysi fyrir um fimm árum og finnst alltaf gaman að klæðast honum.“ Áttu þér uppáhaldshönnuð? „Ég klæðist gjarnan íslenskri hönnun en Farmers Market og As we grow eru þar í miklu uppáhaldi. Ég er líka mjög hrifin af íslenska skó- og fylgihlutamerkinu KALDA.“ Tískuvörumerki sem heilla þig mest… „Bella Freud, Saint Laurent, Alexandre Vauthier, Sandro og Maje standa alltaf fyrir sínu.“ Fylgir ekki tískustraumum Þegar kemur að litavali, fylgir þú tískustraumunum hverju sinni eða áttu þér þína uppáhaldsliti sem þér finnst klæða þig best? „Ég fylgi ekki tískustraumum og fæ mestan innblástur frá götutísk- unni í París þar sem konur á öllum aldri kunna virkilega að klæða sig. Mér líður vel í f lestum litum en finnst jarðlitir og dökkblátt klæða mig best.“ Há stígvél þegar mikið stendur til Hvernig myndir þú lýsa skótísk- unni sem þú heillast helst af? „Þegar kemur að skótísku heillast ég að klassík með 70’s ívafi líkt og í fatnaði. Há stígvél þegar það stendur mikið til, rúskinn og svartir lakkskór eru í uppáldi.“ Þegar þú velur fylgihluti, hvað finnst þér vera ómissandi? „Ég er mikið fyrir vandaðar töskur og finnst alveg ómissandi að eiga „statement“ tösku. Þessa dagana er KALDA-taskan mín í sérstöku uppáhaldi.“ ■ S Í G I L D K Á P U B Ú Ð Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is Laxdal er í leiðinniFylgið okkur á FB 50-70%afsláttur StórútSala 4 kynningarblað A L LT 3. febrúar 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.