Fréttablaðið - 03.02.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.02.2022, Blaðsíða 16
Því er til að svara að ég treysti mér til að fullyrða að megnið af þeim skáld- verkum sem hafa komið út á íslensku síðustu hálfa öld, hefði aldrei verið skrifað nema fyrir tilverknað þessa sjóðs. Ég hef heyrt f leiri en einn kollega segja að ekkert sé vísara til óvin- sælda og fúkyrða en þegar lista- menn tala um starfslaunasjóði. En mér finnst rétt að sjónarmið heyrist frá einhverjum þeirra sem á þann- ig laun þurfa að stóla, og er að auki ýmsu vanur. Upphaflegum lögum um Launa- sjóð rithöfunda frá áttunda áratugn- um var fylgt úr hlaði einhvernveginn á þá leið að þeir sem helgi ævi sína ritstörfum „ættu ekki að þurfa að búa við meiri fjárhagslega áhyggju“ en gengur og gerist; Sigurður Pálsson, sem varð formaður Rithöfundasam- bandsins ’84 hélt mikið upp á þetta orðalag, en ég var um hríð varafor- maður og tók svo við formennsk- unni ’88-92. Sjóðurinn var samt þannig að því fór fjarri að hann gæti sinnt nefndu hlutverki. Það var þver- pólitískur vilji til að bæta úr því, og við forystumenn RSÍ sátum fundi með þingmönnum og mennta- málaráðherrum þar sem þessi mál voru rædd. Eftirminnilegur einn slíkur var með Sverri Hermanns- syni menntamálaráðherra og þeim sómamönnum Haraldi Ólafssyni og Halldóri Blöndal, sem voru formenn menntamálanefnda þingdeildanna. Við Siggi vorum boðaðir til fundar við þá í turnherbergi Hótel Borgar, og veglegt þótti okkur skáldunum þegar ráðherrann hringdi niður og lét svo aka veitingum, mat og drykk, á vagni inn til okkar og sagði: „Það er ekki hægt að láta ykkur standa með vatnskjaftinn!“ Þarna í formlegu og óformlegu spjalli var sama sagt sem áður, að það yrði að tryggja atvinnuhöfund- um eitthvert lágmarks framfærslu- öryggi; það voru nefnd nöfn manna sem höfðu haft ritstörf að aðalstarfi í áratugi og sagt: Það er ekki hægt að láta svona menn standa uppi tekju- lausa, og ekki komast allir á heiðurs- laun. Úr þessu verður að bæta! Það var svo á Alþingi í byrjun tíunda áratugarins, þegar Svavar Gestsson var menntamálaráðherra og Ólafur Ragnar fjármálaráðherra, að ný lög voru sett um listamanna- sjóði og þar var gert ráð fyrir að veita mætti laun til nokkurra ára til að tryggja afkomuöryggi atvinnu- fólks, og það í víðtækri sátt; ég hafði setið marga fundi með yfirvöldum um málið. Ástæða þess að ég rifja þetta upp, er að núna um daginn kom til árlegra umræðna um þessar launa- greiðslur. Ég ætla ekki að eyða orði í fúkyrðaflauminn um þá aumingja, ölmusumenn og afætur sem hér- lendis starfa að listgreinum eins og bókmenntum, þótt öll slík illyrði gætu verið sígild furða: Á heimasíð- um fréttamiðla og eins á Facebook, þar sem eitthvað var minnst á úthlutunina, brást það tæpast að fylgdi langur hali af fjandsamlegum upphrópunum, en best að kippa sér ekki upp við slíkt. Aðrir viðra kröfur um að þeir einir ættu að starfa að listum sem geta lifað af sölu sinna afurða. Því er til að svara að ég treysti mér til að fullyrða að megnið af þeim skáldverkum sem hafa komið út á íslensku síðustu hálfa öld, hefði aldrei verið skrifað nema fyrir til- verknað þessa sjóðs. Og reyndar gildir það í lengri tíma, ef við lítum til þess opinbera stuðnings sem meistarar liðinnar aldar nutu. Og ástæðan er einföld: Smæð markaðarins. Fólki til upplýsingar þá nema höfundarlaun fyrir skáld- sögu sem nær meðalsölu á Íslandi svona einum til tveimur mánaðar- launum, segjum til dæmis banka- manns. En algengt er að það taki tvö ár að fullgera skáldsögu frá því undirbúningsvinna hefst. Ef ég tek dæmi af sjálfum mér þá eru fjórir áratugir síðan ég gaf fyrst út skáldsögu, og eru bækurnar orðnar eitthvað um þrjátíu í allt. Ég hef notið velgengni og fengið ágætar viðtökur hvernig sem á það er litið; f lestar mínar bækur hafa náð góðri meðal- sölu, sem eru svona tvöþúsund ein- tök, og margar mun meira, en með eintakasölu upp á svona áttaþúsund eru bækur við toppinn á jólabóka- listum. En þannig sala, sem atvinnu- höfundar kannski ná á nokkurra ára fresti, færir mönnum kannski sex til sjö mánaðarlaun af því tagi sem ég nefndi. Með öðrum orðum: Það er útilokað að lifa á sölutekjunum og þessu starfi hefði verið sjálfhætt. Ég hef kynnst erlendum höfund- Beint í ormagryfjuna Einar Kárason rithöfundur um sem eiga svipaðan feril í sölu og annarri dreifingu hjá sínum þjóð- um, og ef við bara lítum til annarra Norðurlanda, til dæmis Noregs eða Danmerkur, þar sem búa um það bil tuttugufalt f leiri íbúar, þá eru met- sölubækur þeirra að fara í fimmtíu til hundraðþúsund eintökum. Og þannig sala tryggir mönnum laun og af komuöryggi til margra ára. Auk þess sem þóknanir í þessum löndum fyrir útlán á bókasöfnum eru margfalt meiri. En vert er þess þó að geta að í öllum helstu menn- ingarlöndum í okkar heimshluta veita yfirvöld styrki til að semja bókmenntir; menn vilja ekki búa í samfélögum án þeirra. Menn spyrja hvort ekki séu tekjur af erlendum útgáfum, en fyrir hefð- bundin skáldrit eru þær yfirleitt ekki miklar; lönd og forlög er mis- stór, prósentur lægri fyrir þýddar bækur og það þarf að borga þýð- endum – algengt er að höfundur fái frá nokkrum tugum þúsunda króna upp í nokkur hundruð. Ég þekki þetta sjálfur: Til eru eitthvað um sextíu erlendar útgáfur á mínum bókum; semsagt ein og hálf að með- altali á ári þessi fjörutíu ár. Svo oft hafa komið vel þegnar sporslur sem kannski grynnka yfirdrátt í bili. Um afkomuöryggi er það að segja að á hverju hausti fylla menn út ítar- lega umsókn um að fá laun næsta ár. Furðu flókna, og með hverju ári æ ítarlegri. Sér í lagi fyrir höfunda sem fólk þekkir af fyrri bókum, og helst þarf að gefa fyllri lýsingu á verki komandi árs en höfundurinn er kannski búinn að gera upp við sjálfan sig – að auki þurfa menn sjálfir að gera grein fyrir listrænu gildi komandi verka! Svo er beðið fram í miðjan janúar eftir svari, og þá kemur í ljós í hversu marga mán- uði umsækjandi mun hafa fastar tekjur það árið – fjögurhundruð og eitthvað þúsund á mánuði. Það eru ekki há laun, en munar öllu að fá þó það; hinir sígildu reikningar koma um hver einustu mánaða- mót, og gott að geta mætt þeim. Undanfarin ár hef ég ýmist fengið laun í sex mánuði eða níu, og þakka fyrir það, en það þýðir að það blasa við manni komandi ár svo og svo mörg mánaðamót þar sem ekkert kemur. Þá þarf að finna sér ein- hvern annan starfa, en það er ekki alltaf hlaupið að því. Sjálfur hef ég verið svo lánsamur að ýmsir hafa viljað heyra mig segja sögur, lesa upp eða flytja ræður, en síðustu tvö ár, í kóvídinu, hefur slíkt nær ekkert verið. Og þessar greiðslur eru verk- takagreiðslur, sem þýðir að menn verða að standa sjálfir skil á launa- tengdum gjöldum; borga til dæmis 10% launa í tryggingagjald, sem er að því leyti ankannalegt að fyrir það fæst engin trygging; höfundur sem fær í janúar boð um að hann verði launalaus kannski hálft árið eða meira og finnur enga aðra launa- vinnu, á samt engan rétt á, segjum, atvinnuleysisbótum. Það sást við síðustu úthlutun að sjóðurinn virðist ekki ráða við að styðja þá höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref. Og svo er þraut- reyndum atvinnuhöfundum upp úr þurru mjög óhátíðlega synjað um öll laun. Eðalskáld eins og til dæmis Þórarinn Eldjárn, Pétur Gunnarsson og Steinunn Sigurðardóttir, fengu á dögunum þvert nei við umsóknum um stuðning til að skrifa sína næstu bók, eftir hálfa öld við ritstörf af snilld og ómældum hæfileikum. Eftir að hafa skoðað málið er svo að sjá að fólki sé varpað fyrir róða um sjötugt. Margir höfundar hafa skrifað sínar bestu bækur á efri árum; Knut Hamsun skrifaði snilldarverk tæplega níræður. Mun það gagnast íslenskri menningu að fólk á borð við Þórarin og Steinunni leggi pennann á hilluna? Og aftur: Þetta eru allt verktakagreiðslur; launagreiðendur hafa aldrei lagt fimmeyring í lífeyrissjóð fyrir þetta góða fólk. Og svo er hitt: Margir sem hafa í áratugi og af alúð sinnt einhverjum starfa, þykja þess verðir að fá ein- hverja umbun við starfslok; biðlaun, starfslokasamning, eftirlaun – eitt- hvað; jafnvel bara partí með ræðu, skálað, þökkuð góð störf. En lista- fólkið; þar er ekkert, því er leyft að útfylla langa og óraflókna umsókn um laun, en er svo í rauninni bara sagt að éta það sem úti frýs. Það má standa með vatnskjaftinn! ■ Það er ljótt að skrökva. Fyrir dóm- stólum þykir það reyndar ekki til- tökumál að sakborningar í nauð- vör n hag ræði sannleikanum, noti jafnvel lygina sem síðasta hálmstráið og verji sig að öðru leyti einnig með kjafti og klóm. Þá reynir sem fyrr á fagmennsku bæði lögmanna og dómara. Til þeirra eru gerðar miklar kröfur, bæði að lögum og siðareglum, og flestum eru þær skyldur heilagar. Þar geta ósann- indi aldrei orðið tilgangur sem helgar meðalið. Og þar má heldur aldrei blanda lögmanni og skjól- stæðingi hans saman í eitt lið. Allir gera einfaldlega sitt besta til þess að sakborningur fái sem besta vörn, réttlátustu málsmeðferð og sann- gjarnan dóm. Fæstir lögmenn leyfa sér nokkru sinni að fara út fyrir þennan ramma. Á því eru þó því miður und- antekningar. Ein þeirra leit dagsins ljós á fésbókarfærslu kollega míns, Sigrúnar Jóhannsdóttur lögmanns, og í kjölfarið á netmiðli DV og þar á eftir Fréttablaðsins. Ef laust var sá fréttaflutningur lögmanninum síst á móti skapi enda féll hann þar í þá freistni að skrökva að blaða- mönnum beggja miðla og samsama mig að auki skjólstæðingi mínum í verjendastörfunum. Fésbókarfærsla Sigrúnar, og stóra skrökið, hefst á þessu: „Jæja, þá er enn einn dómstóllinn búinn að taka fyrir ásakanir Steinbergs í minn garð og komast að þeirri niðurstöðu að ekkert sé hæft í þeim.“ Þetta draga viðmælendur hennar í blaða- mannastétt meðal annars saman í það að hluti af málsvörn minni hafi á tveimur dómstigum verið „skotinn niður“ og að „Landsréttur og Héraðsdómur hafa vísað á bug ásökunum Steinbergs Finnboga- sonar lögmanns“. Sigrún veit auð- vitað að þetta er rangt og kannski veit hún líka að auðvitað verð ég að svara skrökinu og hrekja það. Hið rétta er einfalt. Fyrirliggj- andi málsgögn og vitnisburðir staðfesta aðkomu Sigrúnar að smölun á skjólstæðingum, meðal annars uppástungu hennar um auglýsingu eftir brotaþolum undir fölsku nafni og móttöku hennar á mögulegum kærendum. Dóm- stigin tvö töldu þetta hins vegar ekki skipta máli hvað varðaði sekt eða sýknu umbjóðanda míns. Á því annars vegar og hinu hins vegar, að þau hafi „vísað á bug“ þessum ásök- unum mínum er mikill munur. Framganga Sigrúnar á opinber- um vettvangi, rangtúlkanir hennar og svig framhjá sannleika málsins, er þess eðlis að ég hef farið þess á leit við Lögmannafélag Íslands að hún verði minnt á þær lögmanns- skyldur sem flestir í stéttinni hafa alla daga í hávegum. Í Morgunblað- inu í gær er vitnað í tæplega tuttugu ára gömul varnaðarorð þáverandi forsætisráðherra í áramótaávarpi og ég vil leyfa mér að taka undir þau heilshugar: „Furðu margir segja hálfsatt eða ósatt og virðast ekki leiða hugann eina örskotsstund að heiðri sínum og orðstír og það sem lakara er, enginn hermir fram- komuna upp á viðkomandi og ótrú- lega mörgum virðist sama. Menn yppa öxlum og láta kyrrt liggja. Slíkt kann að standast um skamma hríð, en verður að þjóðarböli, þegar til lengdar lætur.“ ■ Ljótt skrök  Steinbergur Finnbogason lögmaður Hið rétta er einfalt. Skilningur á lífinu og því hvað sé mikilvægt, mótast af því samfélagi sem við lifum í. Við erum þátttak- endur í menningu okkar frá vöggu til grafar. Við berum með okkur þá menningu sem við erum innlimuð í og hugsum og bregðumst við í sam- ræmi við hana. Við erum þó ekki endilega meðvituð um hana. Í heim- inum í dag er hlutgerving á fólki rík. Fólk horfir í ríkum mæli á hvert annað utan frá, sem aðskilið hvert frá öðru. Þetta veldur tengslaleysi sem leiðir til einmanaleika og minni hlut- tekningar manna á milli. Konur hafa ekki farið varhluta af þessu. Þær eru skoðaðar utan frá, sem hlutir og „feg- urð“ þeirra talin skipta miklu. Fegurð kvenna í vestrænum samfélögum er álitin felast í því að þær séu ungar, grannar og með stinn brjóst. Slík er staðalímynd hinnar fullkomnu konu og því betur sem hún uppfyllir þessa ímynd, því flottari er hún talin og hamingjusamari. Öll viljum við vera vel heppnuð, flott og hamingjusöm. Á bak við þetta áhorf á konur liggja gífurlega sterk og grimm öfl markaðarins og feðraveldisins. Fjár- málaleg öfl, þar sem fjöldi manns hefur atvinnu af því að halda á lofti þessari ímynd og fyrirtæki stór- græða. Þá burðast feðraveldið með vald sem enginn ræður við, því valdið spillir. Valdið sem slíkt getur orsakað ótta og sársauka hver sem á heldur. Sársauka, ekki einungis hjá þeim sem fyrir verður, heldur einnig þeim sem á heldur. Sannast margkveðin vísa undanfarinnar tíðar: „Við erum saman í þessu.“ Hvernig getum við byggt upp samfélag sem er vinsamlegra þeim lífrænu, mannlegu verum sem við erum? Hvernig samfélag viljum við byggja, þannig að við þurfum ekki að auka þjáninguna á vegferð okkar um lífið? Heimur okkar allra er að hluta til tengdur og að hluta til aðskilinn. Ekk- ert okkar getur unnið að því sem við höldum okkar hagsmuni, á hverjum tíma, án tengsla við hina sem í sam- félaginu búa. Þannig verður sú/sá sem fyrir valdinu verður og sú/sá sem beitir því, fremur tengd en aðskilin. Allt samfélagið verður fyrir áhrifum. Vandinn er samfélagslegs eðlis vegna viðhorfa í menningu okkar, en síður bundinn við þá einstaklinga sem hlut eiga að máli. Við sem byggjum þessa jörð berum ábyrgð á því mannlífi sem hér blómstrar, eða þeirri þján- ingu sem verður. ■ Menning valdsins Þuríður Ólafía Hjálmtýsdóttir sérfræðingur í klínískri fjöl- skyldusálfræði og stofnandi sálfræði- þjónustunnar Sálarró.is 16 Skoðun 3. febrúar 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.