Fréttablaðið - 03.02.2022, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 03.02.2022, Blaðsíða 38
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Guðmundsdóttir lést á líknardeild Landspítalans, mánudaginn 31. janúar síðastliðinn. Bestu þakkir til starfsfólks krabbameins- og líknardeildar Landspítalans. Útförin verður auglýst síðar. Jón Sigurðsson Ólafía Karlsdóttir Jónas Hafsteinsson Björn Gunnar Karlsson Íris Hulda Jónsdóttir Auðbjörg Jónsdóttir Árni Björn Hilmarsson Enika Hildur Jónsdóttir Guðvarður B. Pétursson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar elskulega móðir, eiginkona, tengdamóðir, amma, systir, frænka og vinkona, Auður Friðriksdóttir listakona, Kleppsvegi 140, lést í faðmi barna sinna á Mörkinni þann 21. janúar sl. Útförin fer fram 7. febrúar kl. 15 í Fossvogskirkju. Sérstakar þakkir til starfsfólks Markarinnar. Babou Alex N�dure Fatou N�dure Ragnar Magnússon Adama N�dure Abdou Saine Salomon N�dure og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, Davíð Benedikt Gíslason lögmaður, Fornuströnd 12, Seltjarnarnesi, lést á heimili sínu laugardaginn 29. janúar. Jarðarför verður auglýst síðar. Brynhildur Þorgeirsdóttir Eva Björk Davíðsdóttir Þorgeir Bjarki Davíðsson Guðrún Ásgeirsdóttir Anna Lára Davíðsdóttir Viðar Snær Viðarsson Benedikt Arnar Davíðsson Brynhildur Ýr Þorgeirsdóttir Eva María Gunnarsdóttir María Gísladóttir Einar Kristinn Hjaltested Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ingimar G. Jónsson prentari, Gullsmára 9, Kópavogi, lést á Landspítalanum 18. janúar. Útför hans fer fram frá Lindakirkju fimmtudaginn 3. febrúar klukkan 15. Streymt verður frá athöfninni á www.lindakirkja.is/utfarir/ Valgerður Ingimarsdóttir Jón Ingimarsson Kristín Halla Traustadóttir Eyjólfur Ingimarsson Margrét Árný Gunnarsdóttir Guðrún H. Ingimarsdóttir Gunnar Hauksson barnabörn og barnabarnabörn. Merkisatburðir 1605 Víkurkirkja í Reykjavík vígð af Stefáni Jónssyni, Skál- holtsbiskupi. 1917 Bandaríkin rifta stjórnmálasambandi við Þýskaland. 1930 Útvegsbanki Íslands tekur við af Íslandsbanka hinum eldri. 1944 Hótel Ísland við Aðalstræti í Reykjavík brennur til kaldra kola. Einn maður ferst í brunanum. 1959 Rokkstjörnurnar Buddy Holly, Ritchie Valens og The Big Bopper farast í flugslysi. 1981 Litla-Brekka við Suðurgötu í Reykjavík, síðasti torf- bær borgarinnar, er rifinn. Þar bjó Eðvarð Sigurðsson alþingismaður. 1990 Þjóðarsáttin undirrituð. 1991 Fárviðri gengur yfir Ísland og veldur miklu eigna- tjóni. Sterkasta vindhviða sem mælst hefur á Ís- landi, 237 km/klst., mælist í Vestmannaeyjum. 1944 Bandarískar sveitir taka Marshall-eyjar. Vínbúðin, sem fagnar aldar­ afmæli í dag, á sér langa og kafla­ skipta sögu. arnartomas@frettabladid.is „Tímamótin sækja vel að okkur, enda ekki öll fyrirtæki og stofnanir sem fagna aldarafmæli,” segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, á hundrað ára afmæli Vínbúðarinnar. „Við fögnum, ásamt starfsfólkinu öllu, stórum tímamótum og munum á afmælisárinu gera ýmislegt til að minna á afmælið.” Þann 3. febrúar 1922 var Áfengisverzl­ un ríkisins, ÁVR, fyrst sett á laggirnar. Þrátt fyrir að bann við áfengissölu hefði verið lagt á hér á landi upp úr aldamót­ unum, kom í ljós að áfengi hvarf ekki úr vörslu landsmanna, sem olli miklum deilum á fyrri hluta aldarinnar. Í kjöl­ farið voru lög um einkasölu ríkisins sett á árið 1921, sem veittu ríkisstjórninni einni heimild til að f lytja inn og selja áfengi með meira en 2,25% af vínanda. „Í upphafi voru einungis seld spænsk léttvín í verslununum þar sem sala á sterku áfengi var bönnuð, en smám saman var vöruúrvalið aukið,“ segir Sigrún Ósk. „Það var ekki fyrr en árið 1935 sem lögunum var breytt og sala á sterku áfengi var leyfð.“ Tóbakseinkasala ríkisins tók svo til starfa árið 1932 en það var ekki fyrr en árið 1961 sem fyrirtækin voru sam­ einuð undir nafni Áfengis­ og tóbaks­ verslunar ríkisins – ÁTVR. Kaflaskil með Kringlunni Ýmis kaflaskil hafi átt sér stað í langri sögu Vínbúðarinnar, þar á meðal árið 1987 þegar Kringlan var fyrst opnuð. „Þetta var fyrsta verslunin þar sem viðskiptavinir gátu sjálfir valið vörur úr hillunum, en áður fyrr hafði við­ skiptavinurinn þurft að standa fyrir framan afgreiðsluborðið og biðja um ákveðnar vörur,“ segir hún. „Það var oft erfitt, enda ekki allir með franskan eða þýskan framburð á hreinu. Fyrir vikið endaði það oft með því að viðskiptavin­ urinn stundi upp við afgreiðslumann­ inn: „Láttu mig bara hafa eitthvert gott rauðvín.““ Þá var af létting bjórbannsins árið 1989 einnig veigamikið í áfengissögu landsins. „Þegar banninu var aflétt 1. mars árið 1989 voru sjö tegundir bjórs í boði, en þær eru nú 509 í versluninni Heiðrúnu,“ segir Sigrún Ósk. „Á þessum tíma urðu viðskiptavinir meðvitaðri um vín og vínmenningu og ÁTVR hóf að auka vöruúrval sitt og þjónustu.“ 26 milljónir lítra Í huga almennings er Vínbúðin oftast „Ríkið“ og árið 2000 var tekin ákvörðun um að breyta ásýnd stofnunarinnar. „Verslanirnar voru þá nefndar Vín­ búðirnar, nýtt merki var tekið í notkun og í framhaldinu var yfirbragði verslana breytt,“ segir Sigrún Ósk og nefnir sem dæmi aukna samfélagslega ábyrgð með aldurseftirliti. „Það voru ekki allir viðskiptavinir ánægðir með þá áherslubreytingu í upphafi, en í dag þykir sjálfsagt að hafa skilríki tilbúin þegar verslað er í Vín­ búðinni. Stefna Vínbúðanna er að vera í hópi bestu þjónustufyrirtækja lands­ ins og fyrirmynd á sviði samfélags­ ábyrgðar.“ Á síðasta ári seldust alls 26,4 millj­ ónir lítra af áfengi í Vínbúðunum, þar af var bjór tæplega 18,5 milljónir lítra. Á stærsta degi ársins 2021 voru seldir 321 þúsund lítrar. Starfsfólk Vínbúðanna er tæplega fimm hundruð talsins, þar af um helmingur í föstu starfi, en aðrir eru í hlutastarfi og koma að jafnaði inn á álagstímum. n Veigamikil verslunarsaga Afgreiðslumaður afgreiðir viðskiptavini við Snorrabraut. Áður en Vínbúðin var opnuð í Kringlunni var áfengið afgreitt yfir borðið. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Sigrún Ósk segir viðskiptavini Vínbúðarinnar hafa orðið mun meðvitaðri um vín og vínmenningu í seinni tíð. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Fyrir vikið endaði það oft með því að viðskipta- vinurinn stundi upp við afgreiðslumanninn: „Láttu mig bara hafa eitthvert gott rauðvín.“ TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 3. febrúar 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.