Fréttablaðið - 03.02.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.02.2022, Blaðsíða 2
Þetta er ekkert eins og við vorum að sjá í Verbúðinni, þegar allt tal um áfengi var að Íslendingar kynnu ekki að drekka. Jóhanna María Gunnarsdóttir og Bjarni Líndal Snorrason Snjórinn heillar Ekki er gert ráð fyrir að hárgreiðslustofur sæki um vínveitingaleyfi og gerir kerfið ekki ráð fyrir þeim möguleika. Hjónin sem eru eigendur Unique hár og spa, Jóhanna María Gunnarsdóttir og Bjarni Líndal Snorrason, hafa sótt um leyfið fyrir sína stofu, en þá sem kaffihús. benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG Hjónin Jóhanna María Gunnarsdóttir, alltaf kölluð Jóa, og Bjarni Líndal Snorrason, eigendur Unique hár og spa í Síðumúla, hafa sótt um vínveitingaleyfi fyrir stof­ una sína. Eitthvað sem þau hafa gengið með í maganum í mörg ár. „Það merkilega er að við þurfum að sækja um sem kaffihús, því kerfið gerir ekki ráð fyrir að hárgreiðslu­ stofa sé í þessum hugleiðingum,“ segir Bjarni. Hann bendir á að þau þurfi að vinna með arkitektum til að breyta stofunni, þannig hún uppfylli alla staðla fyrir kaffihús, en eins og nafnið gefur til kynna, er Unique hár og spa alls ekki kaffihús. „Við höfum skoðað hárgreiðslu­ stofur víða um lönd og þar er allt í lagi að fá sér einn bjór, eitt rauðvíns­ glas eða jafnvel hvítvínstár, meðan það er setið í hárgreiðslustólnum. Planið er ekki að hafa hér bjór á dælu og kokteilagerð. Alls ekki. Bara lítinn kæli fyrir vín og bjór,“ segir Jóa. Hún segir að þessi hugmynd sé búin að gerjast hjá þeim hjónum í langan tíma og þau vilji hafa allt uppi á borðum. Þó það sé vín og bjór. „Menningin hér á Íslandi er búin að breytast mikið á undanförnum árum. Þetta er ekkert eins og við vorum að sjá í Verbúðinni, þegar allt tal um áfengi var að Íslendingar kynnu ekki að drekka. Það var 1989,“ segja þau í kór og hlæja. Jóa bendir á að það sé ekki algengt að hárgreiðslustofur séu að sækja um vínveitingaleyfi en Nonni Quest á Laugaveginum sé með glæsilegan viskíbar á sinni stofu á Laugaveg­ inum og á Siglufirði stofa með bar. Hún hafi sett á Facebook að þau hafi sótt um og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Allir voru jákvæðir gagnvart þessari tilraun þeirra hjóna. „Þó ég segi sjálf frá, þá finnst mér stofan okkar ein sú flottasta á landinu. Og við viljum bæta þessu við okkar þjónustu. Ég veit að kerfið vinnur yfirleitt hægt og rólega, sem er allt í lagi því við höfum nægan tíma,“ segir Jóa og Bjarni tekur undir. ■ Vilja leyfi til að selja áfengi á hárgreiðslustofu í Síðumúla Hjónin Jóhanna María Gunnarsdóttir og Bjarni Líndal Snorrason á góðri stund á Unique hair and spa. MYND/AÐSEND N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibúnaði Komið og skoðið úrvalið Veturinn er fastur í sessi á landinu bláa og um að gera að njóta þess sem hann hefur upp á að bjóða, eins þessi piltur gerði á Reykjavíkurtjörn í gær. Sam- kvæmt Veðurstofu Íslands mun kuldaboli ekkert gefa eftir næstu daga nema síður sé, því frosti er spáð fram yfir helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ilk@frettabladid.is SLYS Nemandi við Framhaldsskól­ ann á Laugum í Reykjadal lést í gær, eftir að hann varð fyrir bíl skammt frá skólanum. Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu upp úr klukkan tvö í gær, um að 19 ára karlmaður hefði orðið fyir bíl. Þegar viðbragðsað­ ilar mættu á vettvang var maðurinn meðvitundarlaus og endurlífgunar­ tilraunir báru ekki árangur. Haraldur Bóasson, íbúi á Laugum, segir fregnir af banaslysinu hafa haft mikil áhrif á samfélagið í Reykja­ dal. „Þetta var ákaf lega hæglátur og góður strákur sem allir dáðu og dýrkuðu, þannig að þetta er mikið áfall fyrir alla,“ segir Haraldur. Nokkrir nemendur úr skólanum urðu vitni að slysinu og var því áfallahjálparteymi Rauða krossins virkjað til að hlúa að þeim. Rann­ sókn á tildrögum slyssins eru á frumstigi. ■ Fólkið á Laugum í áfalli eftir banaslys Pilturinn sem lést var nemandi við Laugaskóla í Reykjadal. MYND/AÐSEND lovisa@frettabladid.is COVID-19 Frá og með í dag er þess ekki krafist lengur að einn metri verði á milli fólks á sitjandi viðburð­ um. Þetta ákvað Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að höfðu samráði við sóttvarnalækni, að því er segir í tilkynningu frá ráðuneyti hans. Leikhúsfólk og tónlistarmenn fögnuðu tíðindunum í gær. „Þetta er mjög á nægju legt og er mjög gott fyrsta skref til að koma okkur af stað. En auð vitað viljum við sjá þetta gerast hraðar,“ sagði Ísleifur Þórhalls­ son, fram kvæmda stjóri Senu og for­ maður Banda lags ís lenskra tón leika­ haldara, við Fréttablaðið í gærkvöld. „Með þessu breytast aðstæður til viðburðahalds þar sem hægt verður að nýta öll sæti á viðburðum svo lengi sem ekki eru f leiri en 500 í hólfi,“ var haft eftir ráðherra í fyrr­ greindri tillögu. Ísleifur sagði í gærkvöldi að ganga bæri lengra, til dæmis með því að endurskoða grímu skyldu og að stækka hólfin sem selja megi í. Helsta gagnrýni við burða haldarar lúti að því hversu hratt sé hægt að skella í lás en langan tíma að af létta. ■ Fjarlægðarmörk sitjandi afnumin Willum Þór Þórsson, heil- brigðisráðherra 2 Fréttir 3. febrúar 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.