Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.02.2022, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 09.02.2022, Qupperneq 1
2 7 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s M I Ð V I K U D A G U R 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 2 Stórmyndaskriða skellur á í bíó Lesturinn í Excel-bókhaldi Lífið ➤ 24 Lífið ➤ 26 25 húsnæðislausir einstakl- ingar missa húsaskjól vegna kröfu um bættar eldvarnir um næstu mánaðamót að óbreyttu. Flestir hafa fyrirgert öllum rétti til búsetu og eygja enga aðra gistimöguleika. Úrbætur í kappi við tímann. bth@frettabladid.is SAMFÉLAG Ef ekki næst samkomu- lag um að áfangaheimili í Kópa- vogi fái frest til úrbóta vegna kröfu slökkviliðs um útburð, lenda 25 húsnæðislausir menn á götunni, langflestir alkóhólistar, um næstu mánaðamót. Í þessum hópi eru vistmenn sem hafa fyrirgert rétti sínum hjá félagsbústöðum og hafa engar bjargir til að útvega sér hús- næði. Slökkviliðið krefst útburðar á grunni þess að eldvörnum sé ábóta- vant. Arnar Hjálmtýsson, sem rekur heimilið undir merkjum Betra lífs, segir að allt hafi verið gert til að bregðast við kröfum slökkviliðsins. Eigi að síður kunni svo að fara að fullum úrbótum verði ekki náð fyrir næstu mánaðamót. „Það yrði gríðarlegt högg og voði fyrir mennina ef þeir færu á götuna,“ segir Arnar. Hann segir að áfanga- heimilið sé bráðabirgðalausn. Til standi að f lytja starfsemina yfir í annað húsnæði. Fram kom á Fréttavaktinni á Hringbraut í gær að þrír skjólstæð- ingar Arnars hafa látist á þremur árum meðan þeir biðu eftir að kom- ast í meðferð. „Síðan við opnuðum hafa tólf ein- staklingar látist, aðallega ungt fólk, eftir að þeir fóru frá okkur. Bakkus er mjög grimmur,“ segir Arnar. Kópavogsbær segir að rúmur tími hafi verið gefinn til úrbóta. SJÁ SÍÐU 4 Tugir heimilislausra í voða vegna kröfu um eldvarnir Arnar Hjálmtýsson 2-3 DAGA AFHENDING Blaðið í dag og safn eldri blaða á frettabladid.is Þung færð og hálka var á götum höfuðborgarinnar í gær og voru þessir karlar í Kópavoginum alls ekki þeir einu sem þurftu að hafa fyrir því að koma bílnum út í umferðina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK MARKAÐURINN Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að sveitarfélögin fái „alls ekki“ nóg fé frá ríkinu til að standa undir verkefnum sem þeim hafi verið falin. Til dæmis vanti marga milljarða til að málaflokkur fatlaðs fólks teljist fullfjármagn- aður. „Vandinn felst í því að ríkið beitir oft lagasetningar- og reglugerðar- valdi sem leiðir af sér skyldur og væntingar um þjónustu eða verkefni sem sveitarfélög hafa ekki tekjur til að sinna,“ segir Dagur. SJÁ SÍÐU 12 Kallar eftir auknu fé frá ríkinu Dagur B Eggertsson borgarstjóri. STJÓRNSÝSLA Reykjavíkurborg hefur ekki staðið við loforð um rannsókn á starfsemi vöggustofa í Reykjavík á síðustu öld, segja tveir fimmmenninganna sem vöktu upp- haf lega at hygli á málinu síðasta sumar. Í september var boðað að skipuð yrði rannsóknarnefnd. Fulltrúar borgaryfirvalda funda með f ulltr úum forsætisráðu- neytisins um málið í dag og hafa fjórir eftirlifandi meðlimir fimm- menninganna verið boðaðir á fund borgarritara á fimmtudag. „Þetta er ekki bara spurning um mig eða Árna eða Viðar eða Tómas eða Fjölni heitinn, þetta eru mörg hundruð manns sem eru að bíða eftir því að sjá réttlætið verða og að menn standi við orð sín,“ segir Hrafn Jökulsson, einn fimmmenn- inganna. SJÁ SÍÐU 6 Munu funda um vöggustofur í dag

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.