Fréttablaðið - 09.02.2022, Síða 20
Þannig hefur mun
meira fjármagn
skilað sér til baka til
Íslands heldur en það
fjármagn sem íslensk
stjórnvöld hafa lagt til.
Hannes Ottósson
Með Digital Europe áætlun
inni skapast aukin tækifæri
fyrir íslenska aðila til að sækja
styrki til Evrópusambands
ins, en árangur Íslands hefur
á undanförnum árum verið
með því besta sem gerist.
Íslendingar hafa náð framúrskar
andi árangri í að sækja fjármagn
í styrkjaáætlanir Evrópusam
bandsins, eins og sjá má á heima
síðu Rannís í nýútgefinni skýrslu
um þátttöku Íslands í samstarfs
áætlunum Evrópusambandsins
20142020, segir Hannes Ottósson,
sérfræðingur hjá Rannís. „Árang
urshlutfall Íslendinga er með því
hæsta sem gerist og styrkir á hvern
íbúa einnig. Þannig hefur mun
meira fjármagn skilað sér til baka
til Íslands heldur en það fjármagn
sem íslensk stjórnvöld hafa lagt
til.“
Hann segir Evrópusambandið
nú skilgreina tvær helstu áskoranir
Evrópu, annars vegar um hvernig
megi gera álfuna grænni og hins
vegar hvernig megi gera hana
stafrænni. „Ekki verður fjallað
um umhverfisáskorunina hér, en
Digital Europe áætluninni er ætlað
að veita stefnumótandi stuðning í
stafræna umbreytingu.“
Mótar stafræna umbreytingu
Áætluð heildarfjárveiting áætlun
arinnar er 7,6 milljarðar evra og
miðar hún að því að móta stafræna
umbreytingu Evrópu sem mun
skila ávinningi fyrir alla, en sér
staklega er litið til lítilla og meðal
stórra fyrirtækja. „Bætist þessi
fjármögnun við það sem þegar
er í boði í gegnum aðrar áætlanir
Evrópusambandsins, svo sem
Horizon Europe áætlunina sem
snýr að rannsóknum og nýsköpun,
og Connecting Europe Facility sem
snýr að stafrænum innviðum, svo
eitthvað sé nefnt. Digital Europe
nær til áranna 20212027, í takt við
Horizon Europe og aðrar áætlanir
ESB.“
Fimm lykilsvið og stafræn
nýsköpunarmiðstöð
Digital Europe áætlunin mun
styrkja verkefni á fimm lykilsvið
um: Gervigreind, ofurtölvum, net
öryggi, stafrænni hæfni og rekstri
stafrænna nýsköpunarmiðstöðva.
„Í fyrstu bylgju áætlunarinnar
verður fjármagnað net stafrænna
miðstöðva í öllum löndum Evrópu.
Miðstöðvarnar hafa það hlutverk
að styðja við við stafræna vegferð
viðskiptavina sinna og aðstoða þá
við fjármögnun verkefna, meðal
annars við sókn í aðra hluta Digital
Europe. Íslensk stjórnvöld auglýstu
snemma á síðasta ári eftir áhuga
sömum aðilum til að sækja um að
taka þátt í að reka slíka miðstöð
á Íslandi. Málið er í ferli og vonir
standa til að hægt verði að hefja
rekstur miðstöðvarinnar áður en
langt um líður.“
Sérstaða Digital Europe
Aðstandendum stafrænna
verkefna standa ýmsar fjármögn
unarleiðir til boða í nokkrum
áætlunum Evrópusambandsins, að
sögn Hannesar. „Sérstaða Digital
Europe byggir á fernu. Í fyrsta
lagi er stutt við fjölbreyttan hóp
umsækjenda, fyrirtækja, opin
berra aðila og einstaklinga. Í öðru
lagi er stutt við verkefni sem brúa
bilið milli rannsókna, þróunar og
stafrænna afurða og liggja þannig
nálægt markaði. Í þriðja lagi er
hægt að sækja um stuðning fyrir
innviðum og er styrkhlutfall allt
að 100%. Að lokum er lögð mikil
áhersla á samspil við stuðning úr
öðrum áætlunum og þannig reynt
að mynda samlegðaráhrif.“
Rannís hefur umsjón með
Digital Europe áætluninni í sam
vinnu við háskóla, iðnaðar og
viðskiptaráðuneyti og fjármála
og efnahagsráðuneyti. Fyrsti
umsóknarfrestur á árinu 2022 er
26. febrúar. Opnað verður fyrir
umsóknir í f leiri hluta áætlunar
innar á fyrsta og öðrum ársfjórð
ungi 2022, með þriggja mánaða
fyrirvara. ■
Fyrir nánari upplýsingar er bent
á vefsíðu Rannis, rannis.is/sjodir/
rannsoknir/digital-europe. Einnig
er hægt að hafa beint samband
við Hannes Ottósson, tp.: hannes.
ottosson@rannis.is.
Digital Europe – stafræn tækifæri fyrir Ísland
Íslendingar hafa
náð framúrskar-
andi árangri í að
sækja fjármagn
í styrkjaáætl-
anir Evrópu-
sambandsins,
segir Hannes
Ottósson, sér-
fræðingur hjá
Rannís.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Mikið vatn hefur runnið
til sjávar í upplýsingatækni
síðan Herman Hollerith fann
upp samlagningarvélina við
gerð manntalsins í Banda-
ríkjunum 1890. Risastórar
vélar eru nú á stærð við lófa
og fyrir þá sem fæddir eru
eftir aldamótin klingir orðið
„floppýdiskur“ fáum bjöllum.
jme@frettabladid.is
Upphaf tölvualdar á Íslandi miðast
við 1964 er tveimur fyrstu tölv
unum var skipað upp í Reykjavík.
Önnur þeirra; vélasamstæða sem
Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavík
urbæjar leigðu frá stórfyrirtækinu
IBM. Hin var IBMrafeindareikni
vél sem var komið fyrir í nýju raun
vísindahúsi Háskóla Íslands. Þor
steinn Hallgrímsson var þá 22 ára
gamall og átti eftir að hefja störf
fjórum árum síðar hjá IBM. „Þegar
ég hef mín störf í bransanum voru
tölvurnar átta talsins á landinu,“
segir Þorsteinn sem hefur sökkt sér
í sögu upplýsingatækni á Íslandi og
sat í öldungaráði Ský.
Nýir möguleikar í gagnavinnslu
Menn voru áhugasamir um þessar
fyrstu tölvur sem buðu upp á ýmsa
áður óþekkta reiknimöguleika
fyrir stofnanir, sjávarútveginn og
fleira. Á vef Ský kemur fram að
með notkun tölvu voru manntals
gögn frá 1910 sett upp í 250.000
manna gagnasafn og blóðflokka
skýrslur 27 þúsund manna voru
tengdar því. Þessi einstaki
gagnabanki var síðan
notaður til ýmiss konar
erfðarannsókna á fólki.
„Á þessum tíma voru
allar færslur skráðar
á 80 dálka gataspjöld.
Þetta voru skrár frá lager
fyrirtækja, Þjóðskrá og
fleira. Fyrsti diskur
inn kemur svo ekki
fyrr en 1969 og hafði
geymslupláss upp á
tíu megabæt. Þetta var
því allt annar heimur en er í dag.
Líf hins almenna borgara breyttist
þó ekki mikið fyrr en persónu
tölvurnar, eða PCtölvurnar koma
upp úr 1980.“
Hvaða breytingum í
tölvubransanum hefur þú
orðið vitni að?
„Hraðinn og
afkastagetan hefur
aukist gífurlega, auk
þess sem allt er orðið
minna í sniðum. Í dag
ertu með snjallsíma sem
er mun afkastameiri
en risastór tölva frá
upphafi tölvualdar.
Langþýðingarmesta
breytingin kemur
með veraldarvefnum, sem er ekki
það sama og netið. Internetið kom
á undan vefnum og sjálfur vann ég
á neti hjá IBM sem náði um allan
heim. En þetta var lokað net og
þurfti að forrita fyrir mismunandi
tegundir skjáa. Veraldarvefurinn
var hins vegar eitthvað sem allir
er áttu eigin tölvu gátu notað og
tengst.“
Áhugaverð safneign
Ský á stórt safn af tölvumunum
sem suma hverja má rekja aftur
til upphafs tölvualdar. „Við eigum
ýmsa gripi á brettum í geymslu.
Þetta eru gamlar minni tölvur, PC
tölvur, jaðartæki, gatspjaldavélar
frá því um 1950, skrifstofuvélar frá
um 1920, samlagningarvélar og
fleira. Ég veit að Reykjavíkurborg
á einnig gatspjaldavélar í geymslu.
Opin kerfi eiga sömuleiðis mikið
af tölvumunum og ég geri ráð fyrir
að Apple hafi varðveitt einhverja
hluti. Einnig grunar mig að Þjóð
minjasafnið eigi svo IBM 1620
tölvuna sem Háskólinn fékk að
gjöf 1964.
Ekki er mikið til af tölvum frá
þessum tíma og til ársins 1975,
því IBMtölvurnar voru leigðar
út. Þegar þær fóru úr leigu þurfti
að senda þær úr landi eða urða
þær. Ástæðan fyrir því að tölvan
sem Háskólinn átti er enn til, er
sú að hún var í eigu Háskólans.
Varðveisla þessara gripa er þó í
uppnámi því erfitt er að tryggja
varanlega geymslu og enn erfiðara
að finna sýningaraðstöðu. Þessir
aðilar mætu taka sig til og setja
á stofn safn. Hér er um að ræða
áhugaverða sýningargripi sem
segja margt um sögu þjóðarinnar.
Við eigum næstum því heilt
sett af gatspjalda vél sem væri
stórskemmtilegt að sýna. Gat
spjaldavélar eru ekki beint
tölvur en tengjast tölvusögunni
órjúfanlegum böndum. Þá eigum
við nokkrar af fyrstu IBMferða
tölvunum sem voru níðþungar og
á stærð við litla ferðatösku. Ætli
uppáhaldssafnkosturinn minn sé
þó ekki raðararnir, sem spjöldum
með nafnnúmerum eða viðskipta
númerum var raðað á í röð.
Ástæðan þess að við erum að
halda upp á þessa muni er ein
faldlega sú að þetta sýnir söguna.
Maður veit aldrei hvað mun þykja
áhugavert eftir tíu ár. Ég held það
gæti verið afar forvitnilegt fyrir
snjallsímaeigendur að sjá hvað fólk
var að vinna með á þessum tíma.
Þetta voru stórir og klunnalegir
skjáir og prentarar. Með góðri upp
setningu og lýsingu er hægt að gera
sögu tölvunnar á Íslandi góð og
áhugaverð skil.“ Áhugasömum er
bent á vefsíðuna tolvur.sky.is þar
sem sjá má skrá yfir tölvubúnað á
land
inu. ■
Sögulegir safngripir lokaðir í geymslum
Í Utah var IBM 1629 tölva notuð til að para saman dansfélaga á háskólaballi.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Hér getur að líta fyrstu
tölvuna frá Apple. MYND/SKÝ
Þorsteinn Hallgrímsson
aðstoðaði við ritun sögu
upplýsingatækni á Íslandi.
4 kynningarblað 9. febrúar 2022 MIÐVIKUDAGURUPPLÝSINGATÆKNI