Fréttablaðið - 09.02.2022, Page 22
Sem dæmi
má nefna
að skipting
kynja
innan Ský
endur-
speglar vel
tölvugeir-
ann á
Íslandi en
nú eru 33%
félags-
manna
konur og
67% karlar.
Arnheiður Guð-
mundsdóttir
Starri Freyr
Jónsson
starri
@frettabladid.is
Undirbúningur
DiversIT hófst
árið 2016 og
hefur Arnheiður
Guðmunds-
dóttir, fram-
kvæmdastjóri
Skýrslutækni-
félags Íslands
(Ský), verið í
vinnuhópnum
frá upphafi fyrir
hönd Ský.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Með því að fjölga konum
og ungu fólki í upplýsinga-
tæknigeiranum eykst
fjölbreytni teyma og fleiri
sjónarmið og hugmyndir
koma fram. Þannig eykst
framleiðni, arðsemi og
nýsköpun fyrirtækja.
DiversIT charter er sáttmáli sem
vinnuhópur innan Evrópusam-
taka tölvufélaga (CEPIS) stendur
fyrir. Tilgangur sáttmálans er að
minnka kynjamun í tæknistörfum
með því að fjölga konum og þá
sérstaklega í upplýsingatækni-
geiranum enda ljóst að skortur er á
fólki með tæknifærni í heiminum,
segir Arnheiður Guðmundsdóttir,
framkvæmdastjóri Skýrslutækni-
félag Íslands (Ský).
Undirbúningur DiversIT hófst
árið 2016 og hefur Arnheiður
verið í vinnuhópnum frá upphafi
fyrir hönd Ský. „Það eru fulltrúar
frá átta löndum í hópnum og allt
einstaklingar sem brenna fyrir
að fjölga fólki og auka fjölbreytni
starfsmanna í tæknistörfum. Þó að
við á Íslandi stöndum framarlega
miðað við flest hinna landanna
getum við gert enn betur. Ísland
á heiðurinn af nafninu DiversIT
en IT stendur fyrir Information
Technology og mætti tala um
Fjölbreytt UT á íslensku.“
Geta bætt sig smám saman
Sáttmálinn felst í því að fá sem
flest fyrirtæki og stofnanir til að
skuldbinda sig til að vera með
áætlun og leiðir sem hvetja til
aukinnar þátttöku og stuðnings
fyrir konur í tæknigeiranum
með ýmsum aðgerðum. „Konur
eru innan við 20% starfsmanna
í tækni- og stafrænum starfs-
greinum en eru samt næstum
helmingur tiltæks vinnuafls. Með
Markmiðið að minnka kynjamun í tæknistörfum
því að fjölga konum og ungu fólki
eykst fjölbreytni teyma og f leiri
sjónarmið og hugmyndir koma
fram og þannig eykst framleiðni,
arðsemi og nýsköpun fyrirtækja.
DiversIT sáttmálinn felur í sér
þrjú stig, gull, silfur og brons, og
þannig geta fyrirtæki bætt sig
smám saman og byrjað vegferðina
sem brons en stefnt á að vera hluti
af gullhópnum.“
Fyrst með gullvottun
Ský sótti um gullvottun í febrúar
2021 enda hefur félagið alltaf
lagt sig fram að vera með fjöl-
breytta starfsemi sem hentar
öllum kynjum og aldri tengda
tölvugeiranum, segir Arnheiður.
„Sem dæmi má nefna að skipting
kynja innan Ský endurspeglar
vel tölvugeirann á Íslandi en nú
eru 33% félagsmanna konur og
67% karlar. Auk þess leggjum við
mikla áherslu á að fyrirlesarar
á viðburðum Ský endurspegli
fjölbreyttan hóp einstaklinga og
erum við þar að ná góðum árangri
með næstum helmingaskipti milli
karla og kvenna. Einnig leggjum
við áherslu á að fá breiðan aldurs-
hóp til að starfa með okkur ásamt
ólíkum bakgrunni til að auka
enn á vídd félagsstarfsins og
mikilvægt er að hafa unga fólkið
sýnilegt.“
Mikil viðurkenning fyrir Ský
Ský sér um að halda Bebras
áskorunina árlega fyrir hönd
Íslands og þar reynir Ský að vekja
áhuga krakkanna snemma á
tæknigeiranum með því að leysa
skemmtileg verkefni þar sem not-
ast er við rökfræði eins og notuð
er við forritun, að sögn Arnheiðar.
„UTmessan sem er okkar stærsti
viðburður hefur einmitt sama
markmið og DiversIT sáttmálinn
en það er að hvetja sem flesta til að
velja sér tæknistörf í framtíðinni.
Við erum gífurlega stolt af því að
félagið sé það fyrsta í heiminum til
að fá Gull-aðild að sáttmálanum
og er hún mikil viðurkenning á því
starfi sem félagið stendur fyrir en
Ský er fagfélag þeirra sem starfa
við eða hafa áhuga á tölvu- og
tæknigeiranum.“
Þessa dagana er Ský að ganga
frá samningi við CEPIS um að vera
tengiliðir sáttmálans á Íslandi og
mun það aðstoða íslensk fyrirtæki
við að taka þátt í sáttmálanum.
„Það er hægt að sækja um aðild að
sáttmálanum núna strax í gegnum
www.cepis.org og vonandi vilja
sem flest fyrirtæki taka þátt og
setja sér raunhæf markmið um
að auka fjölbreytni starfsmanna í
tölvu- og tæknistörfum.“ ■
Hver er munurinn á rafræna
undirskriftarferlinu og því
að undirrita í eigin persónu?
Fjölmörg fyrirtæki á Íslandi hafa
nú þegar tekið upp notkun raf-
rænna undirskrifta eða íhuga nú
hvort þær henti þeirra starfsemi.
Það kemur ef til vill mörgum
á óvart að slíkt bætir ekki ein-
göngu upplifun viðskiptavina af
þjónustunni til þeirra heldur getur
jafnframt sparað fyrirtækjunum
kostnað og gert starfsfólki kleift að
sinna mikilvægari verkefnum en
að eltast við pappír. Viðmið neyt-
enda um hvað er „góð þjónusta“
hefur breyst mikið á skömmum
tíma, um leið og rafrænar undir-
skriftir eru að verða algengari.
Undirritun í eigin persónu:
Hvað kostar það raunverulega?
Til að skilja muninn á hand-
undirritun og rafrænni undirritun
skulum við byrja á því að skoða
betur hvern kostnaðarlið.
Að skrifa undir skjöl á pappír
felur í sér ýmsan annan kostnað
en pappírskaup. Oftast eru þetta
útprentuð skjöl sem fela þá í sér
kostnað við prentunina sjálfa eins
og viðhald á prentara og kaup
á bleki. Stundum þarf aðgang
að ljósritunarvél og skanna og
í einhverjum tilfellum þarf að
senda skjöl með pósti til að fá þau
undirrituð. Til viðbótar er oftast
mesti kostnaðurinn falinn í starfs-
krafti einstaklinganna sem sinna
umsýslu skjalanna.
Segjum að þitt fyrirtæki undir-
riti 50 skjöl á mánuði, hvert þeirra
innihaldi 2 blaðsíður og það
þurfa að vera tvö eintök af hverju
skjali. Þetta gerir 200 blaðsíður til
viðbótar við prentkostnað. Hver
útprentuð blaðsíða er talin kosta
3,5 krónur, sem þýðir að þú að
greiðir um það bil 700 krónur á
mánuði fyrir útprentuðu skjölin.
Hlutfallslega er þetta minnsti
kostnaðurinn. Ef þú myndir senda
helminginn af skjölunum með
pósti, eða um 25 skjöl, þar sem
lágmarksverð fyrir bréfsendingu
kostar 224 krónur, myndi það
kosta þig að minnsta kosti 5.600
krónur á mánuði.
Þetta veltur þó allt á því hversu
mikill tími fer í að fá skjölin undir-
rituð. Tíminn sem fer í að sýsla
með skjölin felur mögulega í sér
prentun, ljósritun, skönnun, að fá
undirskriftir frá aðilum sem eiga
að undirrita, skrá skjölin og vista
þau á réttum stað og jafnvel póst-
leggja þau ef þess þarf. Þetta getur
verið allt frá nokkrum mínútum
til nokkurra klukkutíma vinna,
allt eftir því hversu umfangsmiklir
þínir ferlar eru. Segjum að umsýsl-
an þegar kemur að þínum skjölum
sé ekki of tímafrek og allt virki
eins og það á að gera, allir sem þú
þarft á að halda séu alltaf til staðar
til að undirrita á þeim tíma sem
þú óskar eftir og að þetta taki að
meðaltali 10 mínútur. Samkvæmt
nýjustu tölum um meðallaun frá
Hagstofunni eru tímalaunin 4.970
krónur fyrir starfsmann. Það þýðir
að 10 mínútur kosta sirka 828
krónur. Fyrir öll 50 skjölin eru það
41.400 krónur.
Til að taka þetta saman kosta
handundirrituðu skjölin þitt fyrir-
tæki í kringum 47.000 krónur á
mánuði. Þessi útreikningur tekur
þó ekki mið af öllum mögulegum
mistökum sem gætu verið gerð, eins
og endurprentun, endursending og
svo framvegis, heldur miðast við að
ferlið gangi fullkomlega.
Rafræn undirritun skjala:
er það ódýrara?
Þegar þú skiptir yfir í rafræna
undirritun, breytast ferlarnir
algjörlega. Rafræn umsýsla skjala
þýðir að prent- og póstkostnaður
hverfur alveg og tími starfsmanna
nýtist mun betur þar sem þeir eyða
töluvert minni tíma í að sýsla með
skjölin. En hvað sparar þetta þér
raunverulega mikla peninga?
Með Dokobit Portal tekur aðeins
um mínútu að senda skjal af stað í
rafræna undirskrift sem þýðir að
kostnaður fyrir starfsmann verður
4.140 krónur. Þegar við tökum
það saman með þjónustugjöldum
Dokobit og kostnaði til Auðkennis
kostar sama ferli fyrir 50 skjöl með
því að að nýta Dokobit Portal fyrir
rafræna undirritun í kringum
18.890 krónur, sem er um það bil
28.110 krónum ódýrara en gömlu
ferlarnir.
Niðurstaða
Ef það að fá skjöl undirrituð á
pappír tekur meiri tíma frá starfs-
fólki og viðskiptavinum en það
ætti að gera þá er upphæðin sem
þú sparar eingöngu til að undir-
strika af hverju þú ættir að byrja að
nota rafrænar undirskriftir. Með
nútímalegum viðskiptaháttum
eins og rafrænum undirskriftum
setur fyrirtækið viðskiptavini sína
í fyrsta sæti, með betri þjónustu
og tryggir öryggi gagnanna á sama
tíma. ■
Nánari upplýsingar á dokobit.is
Hversu mikið geta
fyrirtæki sparað
með rafrænum
undirskriftum?
Með Dokobit Portal tekur rétt um mínútu að senda skjal í rafræna undirritun.
6 kynningarblað 9. febrúar 2022 MIÐVIKUDAGURUPPLÝSINGATÆKNI